Bandarísk stjórnvöld segja almenningi að ferðast ekki til Kína Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. janúar 2020 06:30 Frá flugvellinum í San Fransisco. vísir/Epa Alls eru 213 manns látnir vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu, nýrrar kórónaveiru sem á uppruna sinn í kínversku borginni Wuhan. Formlegt heiti veirunnar er 2019-nCoV. Þá nálgast fjöldi staðfestra smita 10 þúsund en hann stendur nú í 9692 staðfestum smitum í Kína og 129 staðfestum smitum í 22 öðrum löndum eða svæði. Öll dauðsföllin eru í Kína, flest í Hubei-héraði þar sem Wuhan er höfuðborgin. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) lýsti yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna veirunnar. Þá hafa bandarísk stjórnvöld gefið út sams konar viðvörun fyrir ferðalög til Kína og er í gildi í landinu fyrir Írak og Afganistan. Er bandarískum ríkisborgurum sagt að ferðast ekki til Kína vegna veirunnar. Í frétt Guardian segir að yfirlýsing WHO um neyðarástand á heimsvísu sé tilkomin vegna þess hversu hratt veiran hefur breiðst út. Þá hafa smitsjúkdómasérfræðingar ekki enn náð að greina alveg hversu lífshættuleg veiran er og smitandi. WHO telur þó ekki þörf á því enn að takmarka ferðalög fólk og flutninga en fjöldi flugfélaga hefur engu að síður hætt flugferðum til meginlands Kína, þar á meðal British Airways, SAS og Lufthansa. Þá tilkynnti ítalski forsætisráðherrann Giuseppe Conte að öllu flugi á milli Kína og Ítalíu yrði hætt eftir að fyrstu smitin voru staðfest í landinu hjá tveimur kínverskum ferðamönnum. Eru þessar aðgerðir ítalskra stjórnvalda harðari en önnur lönd hafa gripið til. Enn hefur ekkert tilfelli Wuhan greinst hér á landi en Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur sagt að gert sé ráð fyrir að veiran berist hingað til lands. Undirbúningur er samkvæmt viðbragðsáætlunum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Í því felst að leiðbeiningar og áætlanir frá hinum svokallaða SARS-faraldri frá 2002 verða uppfærðar og viðbragðsaðilar upplýstir. Bandaríkin Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira
Alls eru 213 manns látnir vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu, nýrrar kórónaveiru sem á uppruna sinn í kínversku borginni Wuhan. Formlegt heiti veirunnar er 2019-nCoV. Þá nálgast fjöldi staðfestra smita 10 þúsund en hann stendur nú í 9692 staðfestum smitum í Kína og 129 staðfestum smitum í 22 öðrum löndum eða svæði. Öll dauðsföllin eru í Kína, flest í Hubei-héraði þar sem Wuhan er höfuðborgin. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) lýsti yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna veirunnar. Þá hafa bandarísk stjórnvöld gefið út sams konar viðvörun fyrir ferðalög til Kína og er í gildi í landinu fyrir Írak og Afganistan. Er bandarískum ríkisborgurum sagt að ferðast ekki til Kína vegna veirunnar. Í frétt Guardian segir að yfirlýsing WHO um neyðarástand á heimsvísu sé tilkomin vegna þess hversu hratt veiran hefur breiðst út. Þá hafa smitsjúkdómasérfræðingar ekki enn náð að greina alveg hversu lífshættuleg veiran er og smitandi. WHO telur þó ekki þörf á því enn að takmarka ferðalög fólk og flutninga en fjöldi flugfélaga hefur engu að síður hætt flugferðum til meginlands Kína, þar á meðal British Airways, SAS og Lufthansa. Þá tilkynnti ítalski forsætisráðherrann Giuseppe Conte að öllu flugi á milli Kína og Ítalíu yrði hætt eftir að fyrstu smitin voru staðfest í landinu hjá tveimur kínverskum ferðamönnum. Eru þessar aðgerðir ítalskra stjórnvalda harðari en önnur lönd hafa gripið til. Enn hefur ekkert tilfelli Wuhan greinst hér á landi en Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur sagt að gert sé ráð fyrir að veiran berist hingað til lands. Undirbúningur er samkvæmt viðbragðsáætlunum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Í því felst að leiðbeiningar og áætlanir frá hinum svokallaða SARS-faraldri frá 2002 verða uppfærðar og viðbragðsaðilar upplýstir.
Bandaríkin Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira