Heimavellir seldu íbúðirnar á Skaga á 346 milljónum undir markaðsverði Jakob Bjarnar skrifar 30. janúar 2020 12:29 Vilhjálmur Birgisson. 18 íbúðir að Holtsflöt 4 voru seldar á 582 milljónir sem gerir að meðaltali rétt rúmar 32 milljónir á íbúð. visir/vilhelm Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi segir algerlega forkastanlegt að Heimavelli hafi selt tvær blokkir langt undir fasteignamati án þess að bjóða leigjendum kaup á íbúðum með þeim afslætti. Vilhjálmur segist hafa kynnt sér þann gjörning sem hefur veirð til umfjöllunar að undanförnu og varða sölu leigufélagsins Heimavalla á blokkum að Holtsflöt 4 og Eyrarflöt 2 með þeim afleiðingum að nánast 26 fjölskyldur er í fullkominni angist og kvíða vegna þess að þau verða húsnæðislaus á næstu mánuðum, að sögn Vilhjálms. Fengu blokkirnar á sérkjörum til að tryggja leigjendum húsnæði Vilhjálmur bendir á, líkt og bæjarstjóri Akraness, Sævar Freyr Þráinsson hefur gert, að Heimavellir hafi keypt téðar íbúðir af Íbúðalánasjóði á sérkjörum á sínum tíma með þeim formerkjum að tryggja öflugan og tryggan leigumarkað hér á Akranesi. En nú örfáum árum síðar hafa Heimavellir pakkað saman og selt nánast allar eignir sem þeir fengu á sérkjörum frá Íbúðalánasjóði á sínum tíma, segir Vilhjálmur í harðorðum pistli sem hann birti nú rétt í þessu á Facebooksíðu sinn. Sævar Freyr bæjarstjóri segir að Heimavellir hafi á sínum tíma fengið íbúðirnar á sérkjörum með því fororði að fyrirtækið myndi stuðla að tryggu húsnæði fyrir leigjendur. Það gekk ekki eftir.visir/egill „En hvað skyldi nú Heimavellir hafa selt íbúðirnar á til nýrra eigenda? Jú, ég hef aflað mér þær upplýsingar og hef kaupsamninga undir höndum og þar kemur í ljós að 18 íbúðir að Holtsflöt 4 voru seldar á 582 milljónir sem gerir að meðaltali rétt rúmar 32 milljónir á íbúð! En rétt er að geta þess að fasteignamat fyrir árið 2020 var rétt tæpar 860 milljónir eða 276 milljónum undir fasteignamati eða 47%.“ 37 prósentum undir fasteignamati Og Vilhjálmur heldur áfram: „Heimavellir seldu einnig 8 íbúðir á Eyrarflöt 2 til sömu aðila á 190 milljónir sem gerir að meðaltalsverð á pr. íbúð var 23,7 milljónir. Hins vegar nemur fasteignamat fyrir árið 2020 á þessum 8 íbúðum á Eyrarflötinni um 260 milljónum eða 37% undir fasteignamati.“ Að sögn Vilhjálms seldu Heimavellir nýjum eigendum Eyrarflöt 2 og Holtsflöt 4 þessar tvær blokkir 346 milljónum undir fasteignamati. Vilhjálmur segir það sæta furðu að stjórn Íbúðaláns hafi heimilað þessi eigendaskipti. Akranes Húsnæðismál Tengdar fréttir Bæjarstjórinn telur Skagamenn grátt leikna af Heimavöllum Sævar Freyr Þráinsson sársvekktur út í fyrirtækið Heimavelli. 27. janúar 2020 11:00 Mest lesið „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi segir algerlega forkastanlegt að Heimavelli hafi selt tvær blokkir langt undir fasteignamati án þess að bjóða leigjendum kaup á íbúðum með þeim afslætti. Vilhjálmur segist hafa kynnt sér þann gjörning sem hefur veirð til umfjöllunar að undanförnu og varða sölu leigufélagsins Heimavalla á blokkum að Holtsflöt 4 og Eyrarflöt 2 með þeim afleiðingum að nánast 26 fjölskyldur er í fullkominni angist og kvíða vegna þess að þau verða húsnæðislaus á næstu mánuðum, að sögn Vilhjálms. Fengu blokkirnar á sérkjörum til að tryggja leigjendum húsnæði Vilhjálmur bendir á, líkt og bæjarstjóri Akraness, Sævar Freyr Þráinsson hefur gert, að Heimavellir hafi keypt téðar íbúðir af Íbúðalánasjóði á sérkjörum á sínum tíma með þeim formerkjum að tryggja öflugan og tryggan leigumarkað hér á Akranesi. En nú örfáum árum síðar hafa Heimavellir pakkað saman og selt nánast allar eignir sem þeir fengu á sérkjörum frá Íbúðalánasjóði á sínum tíma, segir Vilhjálmur í harðorðum pistli sem hann birti nú rétt í þessu á Facebooksíðu sinn. Sævar Freyr bæjarstjóri segir að Heimavellir hafi á sínum tíma fengið íbúðirnar á sérkjörum með því fororði að fyrirtækið myndi stuðla að tryggu húsnæði fyrir leigjendur. Það gekk ekki eftir.visir/egill „En hvað skyldi nú Heimavellir hafa selt íbúðirnar á til nýrra eigenda? Jú, ég hef aflað mér þær upplýsingar og hef kaupsamninga undir höndum og þar kemur í ljós að 18 íbúðir að Holtsflöt 4 voru seldar á 582 milljónir sem gerir að meðaltali rétt rúmar 32 milljónir á íbúð! En rétt er að geta þess að fasteignamat fyrir árið 2020 var rétt tæpar 860 milljónir eða 276 milljónum undir fasteignamati eða 47%.“ 37 prósentum undir fasteignamati Og Vilhjálmur heldur áfram: „Heimavellir seldu einnig 8 íbúðir á Eyrarflöt 2 til sömu aðila á 190 milljónir sem gerir að meðaltalsverð á pr. íbúð var 23,7 milljónir. Hins vegar nemur fasteignamat fyrir árið 2020 á þessum 8 íbúðum á Eyrarflötinni um 260 milljónum eða 37% undir fasteignamati.“ Að sögn Vilhjálms seldu Heimavellir nýjum eigendum Eyrarflöt 2 og Holtsflöt 4 þessar tvær blokkir 346 milljónum undir fasteignamati. Vilhjálmur segir það sæta furðu að stjórn Íbúðaláns hafi heimilað þessi eigendaskipti.
Akranes Húsnæðismál Tengdar fréttir Bæjarstjórinn telur Skagamenn grátt leikna af Heimavöllum Sævar Freyr Þráinsson sársvekktur út í fyrirtækið Heimavelli. 27. janúar 2020 11:00 Mest lesið „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Sjá meira
Bæjarstjórinn telur Skagamenn grátt leikna af Heimavöllum Sævar Freyr Þráinsson sársvekktur út í fyrirtækið Heimavelli. 27. janúar 2020 11:00