Segir Rússa reiðubúna að aðstoða stjórn Hvíta-Rússlands Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. ágúst 2020 20:05 Pútín og Lúkasjenkó í júní á þessu ári. Alexei Nikolsky/Getty Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur lýst því yfir að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafi sagst reiðubúinn að aðstoða hann við að bregðast við landlægri mótmælaöldu vegna nýafstaðinna forsetakosninga í Hvíta-Rússlandi. Síðastliðna sjö daga hafa stjórnarandstæðingar mótmælt eftir að úrslit kosninganna voru gerð ljós, en samkvæmt opinberum tölum vann Lúkasjenkó yfirburðasigur. Stjórnarandstæðingar telja hins vegar að um kosningasvindl sé að ræða. Alþjóðlegum eftirlitsaðilum var ekki leyft að fylgjast með kosningunum. Samkvæmt frétt AP-fréttastofunnar ræddi Lúkasjenkó við Pútín í gegn um síma í dag. Í kjölfarið sagði sá hvítrússneski að kollegi hans í Rússlandi væri tilbúinn að veita Hvítrússum aðstoð við að koma aftur á jafnvægi í landinu, verði þess óskað. „Þegar kemur að hernaðarmálum erum við með samning við Rússland,“ hefur AP eftir Lúkasjenkó. Vísar hann þar til samkomulags sem ríkin tvö gerðu á tíunda áratug síðustu aldar. Þá er haft eftir honum að í aðstæðum líkum þeim sem nú eru í landinu geti hernaðarsamkomulagið átt við. Í vikunni lést einn mótmælandi í átökum við lögreglu í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. Lögreglan segir hann hafa haldið á sprengju sem sprakk en mótmælendur segja lögreglu hafa skotið hann til bana. Um 7.000 mótmælendur hafa verið handteknir og hefur lögreglan verið sökuð um að beita ómannúðlegum handtökuaðferðum og pyntingum. Rússland Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Útlægur stjórnarandstöðuleiðtogi hvetur til friðsamlegra mótmæla Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, sem reis hratt upp á stjörnuhimininn í hvítrússneskum stjórnmálum, hefur hvatt íbúa landsins til þess að mótmæla friðsamlega um helgina um land allt. 15. ágúst 2020 08:20 Tikhanovskaja vill að Hvít-Rússar krefjist endurtalningar Svetlana Tikhanovskaja, sem flúði til Litháens í kjölfar forsetakosninganna, hvatti í dag borgarstjóra í Hvíta-Rússland til að skipuleggja og heimila friðsama mótmælafundi í landinu. 14. ágúst 2020 10:15 Segja mótmælendur pyntaða í haldi hvít-rússnesku lögreglunnar Fjöldi aðgerðasinna og mannréttindasamtaka segja að mótmælendur sem handteknir hafa verið í mótmælum gegn Alexander Lúkasjenkó, hinum þaulsetna forseta Hvíta-Rússlands, hafi verið beittir pyntingum í haldi lögreglu. 13. ágúst 2020 23:32 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Sjá meira
Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur lýst því yfir að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafi sagst reiðubúinn að aðstoða hann við að bregðast við landlægri mótmælaöldu vegna nýafstaðinna forsetakosninga í Hvíta-Rússlandi. Síðastliðna sjö daga hafa stjórnarandstæðingar mótmælt eftir að úrslit kosninganna voru gerð ljós, en samkvæmt opinberum tölum vann Lúkasjenkó yfirburðasigur. Stjórnarandstæðingar telja hins vegar að um kosningasvindl sé að ræða. Alþjóðlegum eftirlitsaðilum var ekki leyft að fylgjast með kosningunum. Samkvæmt frétt AP-fréttastofunnar ræddi Lúkasjenkó við Pútín í gegn um síma í dag. Í kjölfarið sagði sá hvítrússneski að kollegi hans í Rússlandi væri tilbúinn að veita Hvítrússum aðstoð við að koma aftur á jafnvægi í landinu, verði þess óskað. „Þegar kemur að hernaðarmálum erum við með samning við Rússland,“ hefur AP eftir Lúkasjenkó. Vísar hann þar til samkomulags sem ríkin tvö gerðu á tíunda áratug síðustu aldar. Þá er haft eftir honum að í aðstæðum líkum þeim sem nú eru í landinu geti hernaðarsamkomulagið átt við. Í vikunni lést einn mótmælandi í átökum við lögreglu í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. Lögreglan segir hann hafa haldið á sprengju sem sprakk en mótmælendur segja lögreglu hafa skotið hann til bana. Um 7.000 mótmælendur hafa verið handteknir og hefur lögreglan verið sökuð um að beita ómannúðlegum handtökuaðferðum og pyntingum.
Rússland Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Útlægur stjórnarandstöðuleiðtogi hvetur til friðsamlegra mótmæla Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, sem reis hratt upp á stjörnuhimininn í hvítrússneskum stjórnmálum, hefur hvatt íbúa landsins til þess að mótmæla friðsamlega um helgina um land allt. 15. ágúst 2020 08:20 Tikhanovskaja vill að Hvít-Rússar krefjist endurtalningar Svetlana Tikhanovskaja, sem flúði til Litháens í kjölfar forsetakosninganna, hvatti í dag borgarstjóra í Hvíta-Rússland til að skipuleggja og heimila friðsama mótmælafundi í landinu. 14. ágúst 2020 10:15 Segja mótmælendur pyntaða í haldi hvít-rússnesku lögreglunnar Fjöldi aðgerðasinna og mannréttindasamtaka segja að mótmælendur sem handteknir hafa verið í mótmælum gegn Alexander Lúkasjenkó, hinum þaulsetna forseta Hvíta-Rússlands, hafi verið beittir pyntingum í haldi lögreglu. 13. ágúst 2020 23:32 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Sjá meira
Útlægur stjórnarandstöðuleiðtogi hvetur til friðsamlegra mótmæla Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, sem reis hratt upp á stjörnuhimininn í hvítrússneskum stjórnmálum, hefur hvatt íbúa landsins til þess að mótmæla friðsamlega um helgina um land allt. 15. ágúst 2020 08:20
Tikhanovskaja vill að Hvít-Rússar krefjist endurtalningar Svetlana Tikhanovskaja, sem flúði til Litháens í kjölfar forsetakosninganna, hvatti í dag borgarstjóra í Hvíta-Rússland til að skipuleggja og heimila friðsama mótmælafundi í landinu. 14. ágúst 2020 10:15
Segja mótmælendur pyntaða í haldi hvít-rússnesku lögreglunnar Fjöldi aðgerðasinna og mannréttindasamtaka segja að mótmælendur sem handteknir hafa verið í mótmælum gegn Alexander Lúkasjenkó, hinum þaulsetna forseta Hvíta-Rússlands, hafi verið beittir pyntingum í haldi lögreglu. 13. ágúst 2020 23:32