Staðan í Hvíta-Rússlandi geti varpað neikvæðu ljósi á Pútín Vésteinn Örn Pétursson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 16. ágúst 2020 21:31 Eiríkur segir að Rússar geti ekki látið sig engu varða hvað á sér stað í Hvíta-Rússlandi. Getty/Stöð2/Samsett Forseti Hvíta Rússlands hefur veitt Rússum heimild til að kveða niður ólguna sem þar hefur geisað frá forsetakosningunum um síðustu helgi. Prófessor í stjórnmálafræði segir að íhlutun Rússa yrði ekki síst þess til að vernda stöðu Rússlandsforseta heima fyrir. Mótmælin í Minsk í dag eru talin þau fjölmennustu í sögu Hvíta-Rússlands. Þar er þess krafist að Alexander Lúkasjenkó forseti taki staf sinn og hatt en það hyggst hann ekki gera. Heldur nýtir hann stafinn til að berja niður mótmæli af hörku. Mótmælendur segja að brögð hafi verið í tafli í forsetakosningum um liðna helgi. Útgönguspár sem stuðningsmenn mótframbjóðandans, Svetlönu Tíkanovskaju, stóðu fyrir á kjördag sýndu fram á stórsigur hennar. Tölurnar úr kjörkössunum voru hins vegar ekki í samræmi við þær niðurstöður. Lúkasjenkó forseti hafði hlotið 80 prósent atkvæða, sem Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur telur eðlilegt að efast um. „Kosningar í Hvíta-Rússlandi hafa ekki verið frjálsar á undanförnum árum, svo því sé alveg til haga haldið, og þessar kosningar voru heldur ekki frjálsar,“ segir Eiríkur. Þó yfirstandandi mótmæli gegn forsetanum séu viðamikil segir Eiríkur að andófið sé ekki nýtilkomið í 26 ára valdatíð Lúkasjenkó. „Það hafa verið andófsmenn í Hvíta-Rússlandi í gegn um alla þess tíð. Margir þeirra hafa þurft að flýja land.“ Í þeirra hópi er frambjóðandinn Tíkanovskaja sem flúði til Litháens. Þaðan hefur hún sent stuðningsmönnum sínum myndbandsyfirlýsingar og biðlað til stjórnvalda að stöðva ofbeldi gegn mótmælendum. Sendiherra Hvíta-Rússlands í Slóvakíu hefur lýst stuðningi við mótmælendur og segir að forsetinn þurfi að víkja. Lúkasjenkó greindi hins vegar frá því í gær að hann hefði boðið rússneskum stjórnvöldum að skerast í leikinn til að tryggja stöðugleika í Hvíta-Rússlandi. Það kæmi Eiríki ekki á óvart ef Vladímír Pútín Rússlandsforseti þiggur boðið. Þessi mynd af Pútín og Lúkasjenkó var tekin í heimsókn þess síðarnefnda til Rússlands í sumar.Alexei Nikolsky/Getty „Hvíta-Rússland er að einhverju leyti litli bróðir Rússlands en það er engin leið fyrir Rússland að líta fram hjá þeim atburðum sem gerast í Hvíta-Rússlandi. Þeir geta ekki látið landið bara fljóta inn í einhverja upplausn án þess að stíga þar inn í með einhverjum hætti,“ segir Eiríkur. Hann segir að margt við stöðuna sem uppi er í Minsk megi færa yfir á Moskvu. Því geti atburðir sem eiga sér stað í Hvíta-Rússlandi lýst Pútín upp í röngu ljósi. „Ef við sjáum fram á einhvers konar fall Lúkasjenkó, þá geta sjónir næst beinst að Pútín.“ Rússland Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Sendiherra Hvíta-Rússlands í Slóvakíu lýsir yfir stuðningi við mótmælendur Fyrir rétt rúmum klukkutíma setti Ihor Leshenya, sendiherra Hvíta-Rússlands í Slóvakíu, ávarp inn á Youtube. Í ávarpinu, sem er tekið upp í sendiherrabústaðnum, lýsir sendiherrann yfir stuðningi við mótmælendur og segir sitjandi forseta, Lukasjenko, þurfa að víkja úr embætti. 16. ágúst 2020 09:53 Mótmæla umfjöllun hvítrússneska ríkissjónvarpsins Þúsundir mótmælenda hafa komið saman fyrir utan höfuðstöðvar hvítrússneska ríkissjónvarpsins í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. 15. ágúst 2020 23:10 Útlægur stjórnarandstöðuleiðtogi hvetur til friðsamlegra mótmæla Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, sem reis hratt upp á stjörnuhimininn í hvítrússneskum stjórnmálum, hefur hvatt íbúa landsins til þess að mótmæla friðsamlega um helgina um land allt. 15. ágúst 2020 08:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Forseti Hvíta Rússlands hefur veitt Rússum heimild til að kveða niður ólguna sem þar hefur geisað frá forsetakosningunum um síðustu helgi. Prófessor í stjórnmálafræði segir að íhlutun Rússa yrði ekki síst þess til að vernda stöðu Rússlandsforseta heima fyrir. Mótmælin í Minsk í dag eru talin þau fjölmennustu í sögu Hvíta-Rússlands. Þar er þess krafist að Alexander Lúkasjenkó forseti taki staf sinn og hatt en það hyggst hann ekki gera. Heldur nýtir hann stafinn til að berja niður mótmæli af hörku. Mótmælendur segja að brögð hafi verið í tafli í forsetakosningum um liðna helgi. Útgönguspár sem stuðningsmenn mótframbjóðandans, Svetlönu Tíkanovskaju, stóðu fyrir á kjördag sýndu fram á stórsigur hennar. Tölurnar úr kjörkössunum voru hins vegar ekki í samræmi við þær niðurstöður. Lúkasjenkó forseti hafði hlotið 80 prósent atkvæða, sem Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur telur eðlilegt að efast um. „Kosningar í Hvíta-Rússlandi hafa ekki verið frjálsar á undanförnum árum, svo því sé alveg til haga haldið, og þessar kosningar voru heldur ekki frjálsar,“ segir Eiríkur. Þó yfirstandandi mótmæli gegn forsetanum séu viðamikil segir Eiríkur að andófið sé ekki nýtilkomið í 26 ára valdatíð Lúkasjenkó. „Það hafa verið andófsmenn í Hvíta-Rússlandi í gegn um alla þess tíð. Margir þeirra hafa þurft að flýja land.“ Í þeirra hópi er frambjóðandinn Tíkanovskaja sem flúði til Litháens. Þaðan hefur hún sent stuðningsmönnum sínum myndbandsyfirlýsingar og biðlað til stjórnvalda að stöðva ofbeldi gegn mótmælendum. Sendiherra Hvíta-Rússlands í Slóvakíu hefur lýst stuðningi við mótmælendur og segir að forsetinn þurfi að víkja. Lúkasjenkó greindi hins vegar frá því í gær að hann hefði boðið rússneskum stjórnvöldum að skerast í leikinn til að tryggja stöðugleika í Hvíta-Rússlandi. Það kæmi Eiríki ekki á óvart ef Vladímír Pútín Rússlandsforseti þiggur boðið. Þessi mynd af Pútín og Lúkasjenkó var tekin í heimsókn þess síðarnefnda til Rússlands í sumar.Alexei Nikolsky/Getty „Hvíta-Rússland er að einhverju leyti litli bróðir Rússlands en það er engin leið fyrir Rússland að líta fram hjá þeim atburðum sem gerast í Hvíta-Rússlandi. Þeir geta ekki látið landið bara fljóta inn í einhverja upplausn án þess að stíga þar inn í með einhverjum hætti,“ segir Eiríkur. Hann segir að margt við stöðuna sem uppi er í Minsk megi færa yfir á Moskvu. Því geti atburðir sem eiga sér stað í Hvíta-Rússlandi lýst Pútín upp í röngu ljósi. „Ef við sjáum fram á einhvers konar fall Lúkasjenkó, þá geta sjónir næst beinst að Pútín.“
Rússland Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Sendiherra Hvíta-Rússlands í Slóvakíu lýsir yfir stuðningi við mótmælendur Fyrir rétt rúmum klukkutíma setti Ihor Leshenya, sendiherra Hvíta-Rússlands í Slóvakíu, ávarp inn á Youtube. Í ávarpinu, sem er tekið upp í sendiherrabústaðnum, lýsir sendiherrann yfir stuðningi við mótmælendur og segir sitjandi forseta, Lukasjenko, þurfa að víkja úr embætti. 16. ágúst 2020 09:53 Mótmæla umfjöllun hvítrússneska ríkissjónvarpsins Þúsundir mótmælenda hafa komið saman fyrir utan höfuðstöðvar hvítrússneska ríkissjónvarpsins í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. 15. ágúst 2020 23:10 Útlægur stjórnarandstöðuleiðtogi hvetur til friðsamlegra mótmæla Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, sem reis hratt upp á stjörnuhimininn í hvítrússneskum stjórnmálum, hefur hvatt íbúa landsins til þess að mótmæla friðsamlega um helgina um land allt. 15. ágúst 2020 08:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Sendiherra Hvíta-Rússlands í Slóvakíu lýsir yfir stuðningi við mótmælendur Fyrir rétt rúmum klukkutíma setti Ihor Leshenya, sendiherra Hvíta-Rússlands í Slóvakíu, ávarp inn á Youtube. Í ávarpinu, sem er tekið upp í sendiherrabústaðnum, lýsir sendiherrann yfir stuðningi við mótmælendur og segir sitjandi forseta, Lukasjenko, þurfa að víkja úr embætti. 16. ágúst 2020 09:53
Mótmæla umfjöllun hvítrússneska ríkissjónvarpsins Þúsundir mótmælenda hafa komið saman fyrir utan höfuðstöðvar hvítrússneska ríkissjónvarpsins í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. 15. ágúst 2020 23:10
Útlægur stjórnarandstöðuleiðtogi hvetur til friðsamlegra mótmæla Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, sem reis hratt upp á stjörnuhimininn í hvítrússneskum stjórnmálum, hefur hvatt íbúa landsins til þess að mótmæla friðsamlega um helgina um land allt. 15. ágúst 2020 08:20