Enski boltinn

Liver­pool ekki á meðal stóru liðanna á Eng­landi að mati Xavi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Xavi þjálfar Al-Sadd í Katar.
Xavi þjálfar Al-Sadd í Katar. vísir/getty

Hinn spænski, Xavi, nefndi fimm stór lið á Englandi sem hann væri til í að þjálfa en ensku meistararnir voru ekki þar á meðal.

Spænski heimsmeistarinn þjálfar nú lið Al Sadd í Katar og hefur verið reglulega orðaður við þjálfarastarfið hjá sínu gamla félagi, Barcelona.

Xavi var í viðtali við Sky Sports og þar valdi hann fimm stór lið sem hann vildi þjálfa en hann nefndi ekki Liverpool.

„Augljóslega ef ég þyrfti að velja, þá myndi ég velja stórt lið; City, United, Chelsea, Arsenal eða Tottenham,“ sagði Xavi.

„Klopp, Pochettino og Unai Emery og fleiri sem hafa farið þangað hafa gert frábæra hluti.“

Xavi hrósaði einnig Pep Guardiola í hástert.

„Pep Guardiola er besti stjóri í heimi og ég er nýliði. Ég elska fótboltann hans. Þú getur spilað fótbolta á mismunandi hátt en mér líkar mest við fótboltann hjá Guardiola og City.“

„Ég fylgist vel með Meistaradeildinni og mér líkar vel við hana,“ sagði Xavi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×