Enski boltinn

Veðrið kemur í veg fyrir að City minnki for­skot Liver­pool

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sergio Aguero og félagar hans spila ekki í dag.
Sergio Aguero og félagar hans spila ekki í dag. vísir/getty

Búið er að fresta leik Manchester City og West Ham sem átti að fara fram í enska boltanum í dag.

Mikill vindur er á Englandi og hefur því verið frestað fjölmörgum leikjum. Þar á meðal hefur verið frestað leik City og West Ham en fyrri leik dagsins, leik Sheffield United og Bournemouth, fer fram.

City fær því ekki tækifæri að minnka forskot Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool er í fríi þessa helgina en liðið er með 22 stiga forskot á toppi deildarinnar.







Það er ekki bara í ensku úrvalsdeildinni karla sem er búið að fresta leikjum því einnig er búið að fresta leikjum i FAWSL-deildinni, ensku úrvalsdeildinni kvenna.

Meðal annars hefur verið frestað grannaslags Everton og Liverpool.

Nýjir dagsetningar á leikina munu vera staðfestar á næstu dögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×