Enski boltinn

Liðs­­fé­lagi Gylfa gleymdi að fara í einn sokkinn og þurfti að hlaupa inn í klefa | Mynd­band

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sidibe í leiknum í gær.
Sidibe í leiknum í gær. vísir/getty

Djibril Sidibe, liðsfélaga Gylfa Sigurðssonar hjá Everton, gleymdi að fara í einn sokkinn er hann átti að koma inn á í leik Everton gegn Crystal Palace i gær.

Theo Walcott meiddist snemma í leiknum eftir að hafa lagt upp fyrsta mark leiksins og var kallað á hinn franska Sidibe sem gerði sig tilbúinn í að koma inn á.

Hann stóð á hliðarlínunni og hafði fengið síðustu skilaboðin frá Carlo Ancelotti, stjóra Everton, er hann allt í einu tók á rás inn í búningsklefa.







Það kom síðan í ljós að Sidibe hafi gleymt einum sokknum inn í klefa og tók hann á rás en Ancelotti var allt annað en sáttur með atvikið.

Hann sá þó skemmtilegu hliðina á þessu eftir leikinn er hann ræddi þetta við BBC og sagði hann þetta í fyrsta skipti sem þetta gerist á sínum langa ferli.

Everton er á góðu skriði í enska boltanum og er komið upp í sjöunda sæti deildarinnar. Einungis Liverpool hefur fengið fleiri stig en Everton frá því að hinn ítalski Ancelotti mætti til Bítlaborgarinnar.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×