Lundstram hetjan í Sheffield Arnar Geir Halldórsson skrifar 9. febrúar 2020 16:00 John Lundstram vísir/getty Sheffield United fékk Bournemouth í heimsókn í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Gestirnir frá Bournemouth hafa verið að koma til í leik sínum að undanförnu og Callum Wilson kom þeim í forystu á 13.mínútu. Þeir héldu forystunni þar til í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar Billy Sharp jafnaði metin fyrir heimamenn af harðfylgi eftir mikinn darraðadans í vítateig Bournemouth. John Lundstram kom inn af varamannabekk Sheffield United á 61.mínútu og hann reyndist hetja heimamanna því hann skoraði sigurmark leiksins á 84.mínútu eftir undirbúning annars varamanns, Lys Mousset. Sheffield United lyfti sér með sigrinum upp í 5.sæti deildarinnar en Bournemouth situr enn í 16.sæti. Enski boltinn
Sheffield United fékk Bournemouth í heimsókn í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Gestirnir frá Bournemouth hafa verið að koma til í leik sínum að undanförnu og Callum Wilson kom þeim í forystu á 13.mínútu. Þeir héldu forystunni þar til í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar Billy Sharp jafnaði metin fyrir heimamenn af harðfylgi eftir mikinn darraðadans í vítateig Bournemouth. John Lundstram kom inn af varamannabekk Sheffield United á 61.mínútu og hann reyndist hetja heimamanna því hann skoraði sigurmark leiksins á 84.mínútu eftir undirbúning annars varamanns, Lys Mousset. Sheffield United lyfti sér með sigrinum upp í 5.sæti deildarinnar en Bournemouth situr enn í 16.sæti.