Fjórða tap Leeds í síðustu fimm leikjum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. febrúar 2020 19:15 Sammy Ameobi (til vinstri) kom Nottingham Forest á bragðið gegn Leeds United. vísir/getty Nottingham Forest lagði Leeds United að velli, 2-0, í lokaleik dagsins í ensku B-deildinni. Þetta var fjórða tap Leeds í síðustu fimm deildarleikjum. Liðið er áfram í 2. sæti deildarinnar en nú með jafn mörg stig og Fulham. Forest er komið upp í 4. sæti deildarinnar með 54 stig, einu stigi minna en Leeds. Sammy Ameobi kom Forest yfir á 31. mínútu með skoti á nærstöngina sem Kiko Casilla tókst ekki að verja. Tyler Walker gulltryggði svo sigur Forest þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Enski boltinn
Nottingham Forest lagði Leeds United að velli, 2-0, í lokaleik dagsins í ensku B-deildinni. Þetta var fjórða tap Leeds í síðustu fimm deildarleikjum. Liðið er áfram í 2. sæti deildarinnar en nú með jafn mörg stig og Fulham. Forest er komið upp í 4. sæti deildarinnar með 54 stig, einu stigi minna en Leeds. Sammy Ameobi kom Forest yfir á 31. mínútu með skoti á nærstöngina sem Kiko Casilla tókst ekki að verja. Tyler Walker gulltryggði svo sigur Forest þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.