Enski boltinn

Man. United sendir inn kvörtun vegna The Sun

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ed Woodward hefur ekki átt sjö daganna sæla í sæti sínu sem stjórnarformaður United að undanförnu. Margir stuðningsmenn eru ósáttir með hann og sumir meira en aðrir.
Ed Woodward hefur ekki átt sjö daganna sæla í sæti sínu sem stjórnarformaður United að undanförnu. Margir stuðningsmenn eru ósáttir með hann og sumir meira en aðrir. vísir/getty

Manchester United hefur sent inn formlega kvörtun til blaðamannafélagsins á Englandi vegna framferði götublaðsins The Sun er ráðist var á hús Ed Woodward undir lok síðasta mánaðar.

Óprúttnir aðilar réðust að húsi Woodward og sungu árásarmennirnir um það að Ed Woodward muni deyja. Þeir köstuðu svo flugeldum í átt að húsinu.

United hefur heimildir fyrir því að The Sun hafi fengið skilaboð um árásina og ekki látið viðeigandi aðila vita. Því hefur United sent inn kvörtun sem þeir segja ekki hafa verið létta ákvörðun en nauðsynlega.







Í yfirlýsingunni frá United segir enn fremur að þær myndir sem fylgdu frétt The Sun um málið gefa til að kynna að þeir hafi verið með ljósmyndara á staðnum.

Lögreglan rannsakar nú málið en myndbönd af atvikinu láku á samfélagsmiðla. Margir hafa fordæmt atvikið og nú síðast David Gold, eigandi West Ham.

Man. United er nú á Marbella bar sem þeir búa sig undir síðustu þrjá mánuðina í enska boltanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×