Gott gengi E­ver­ton undir stjórn Ancelotti heldur á­fram

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi og félagar fagna í dag.
Gylfi og félagar fagna í dag. vísir/getty

Gylfi Þór Sigurðsson lék í 85 mínútur og gerði vel er Everton vann 3-1 sigur á Crystal Palace á Goodison Park í dag.

Fjórir leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni þessa helgina og sex þá næstu en enska úrvalsdeildin er í fyrsta sinn sem vetrafrí á Englandi.

Fyrsta mark leiksins kom strax á 18. mínútu er Brasilíumaðurinn Bernard skoraði. Gylfi og Theo Walcott spiluðu vel saman og fyrirgjöf Walcott rataði beint á Bernard sem kláraði færið vel.







Palace réð svo aðeins ferðinni í leiknum og skutu meðal annars í stöng Everton en þeir náðu ekki að jafna metin fyrir hlé og heimamenn voru yfir í hálfleik.

Síðari hálfleikur var einungis sex mínútna gamall er jöfnunarmarkið kom. Christian Benteke skoraði þá sitt fyrsta mark í tæpt ár með skoti úr þröngu færi i teignum en Jordan Pickford átti að gera mikið betur í markinu.

Staðan var þó ekki lengi jöfn því sjö mínútum síðar skoraði Richarlison eftir frábæran sprett. Níunda mark hans á leiktíðinni.





Gylfi var nálægt því að skora þriðja mark Everton skömmu síðar eftir stórkostlegan einleik en Vincent Guiata sá við honum í markinu.

Þriðja markið kom á 87. mínútu. Eftir hornspyrnu Lucas Digne skallaði Richarlison boltann í slá, þaðan fór boltann til Dominic Calvert-Lewin sem kom boltanum í netið. Lokatölur 3-1.

Everton er þar af leiðandi komið upp í 7. sæti deildarinnar. Þeir eru með 36 stig og eru einungis fimm stigum frá Chelsea sem situr í Meistaradeildarsæti. Góður bragur á Everton undir stjórn Ancelotti.





Palace er í 14. sæti deildarinnar með 30 stig, sex stigum frá fallsæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira