Þingkosningar fara fram á Írlandi í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2020 09:48 Írar kjósa í dag til neðri deildar írska þingsins. Myndin er frá kjörstöðum í Írlandi þegar kosið var til Evrópuþings. EPA/STRINGER Kjörstaðir voru opnaðir á Írlandi kl. 7 í morgun að staðartíma en nú standa yfir kosningar til neðri deildar írska þingsins. Hafist verður handa við að telja atkvæðin í fyrramálið í öllum kjördæmum en Írland skiptist niður í 39 kjördæmi. Nýkjörnir þingmenn munu koma saman þann 20. febrúar næstkomandi þegar þing verður sett og er þetta 33. skiptið sem kosið er til írska þingsins frá því að ríkið fékk sjálfstæði frá Bretum. Í neðri deild þingsins sitja 160 þingmenn en þar á meðal er forseti þingsins sem kemst sjálfkrafa aftur inn á þing. Forseti þingsins hefur þó almennt ekki atkvæðisrétt og þarf því 80 þingmenn til að ná meirihluta í þinginu. Þetta eru fyrstu þingkosningar Leo Varadkar, írska forsætisráðherrans, sem leiðtogi stjórnarflokksins Fine Gael. Flokkurinn er ekki með hreinan meirihluta í þinginu, með aðeins 47 sæti, en myndaði minnihlutastjórn, með stuðningi Fianna Fáil flokksins, með írska Sjálfstæðisflokknum og Sjálfstæðisbandalagsins. Ólíklegt að nokkur flokkur nái hreinum meirihluta í þessum kosningum og er því líklegt að samsteypustjórn verði mynduð. Kosningakerfið í Írlandi er persónulegt hlutfallskosningakerfi (e. Single transferable vote) en þá forgangsraðar kjósandi frambjóðendum þess lista sem hann kýs með númerum. Íbúar 12 eyja undan ströndum Galway, Mayo og Donegal kusu á föstudag. Löggjöf sem heimilar eyjaskeggjum að kjósa sama dag og aðrir landsmenn var ekki samþykkt í tæka tíð fyrir þessar kosningar. Eyjaskeggjar hafa í gegn um tíðina kosið á undan öðrum íbúum landsins til að tryggja að slæmt veður kæmi ekki í veg fyrir að kjörkassar frá eyjunum kæmust til meginlandsins í tæka tíð til að telja atkvæðin. Um 2.100 atkvæðisbærir eyjaskeggjar búa undan ströndum Írlands. Þetta er fyrsta skipti í sögu Írlands sem kosningar eru haldnar á laugardegi. Írland Tengdar fréttir Írar kjósa í febrúar Forsætisráðherra Írlands hefur beðið forsetann um að leysa upp þingið fyrir kosningar sem gætu farið fram 8. febrúar. 14. janúar 2020 13:16 Sinn Fein með forskot í könnunum fyrir írsku kosningarnar Írski þjóðernisflokkurinn sem hefur lengi verið bendlaður við Írska lýðveldisherinn (IRA) hefur aldrei setið í ríkisstjórn en hinir stóru flokkarnir neita að vinna með honum. 4. febrúar 2020 16:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Sjá meira
Kjörstaðir voru opnaðir á Írlandi kl. 7 í morgun að staðartíma en nú standa yfir kosningar til neðri deildar írska þingsins. Hafist verður handa við að telja atkvæðin í fyrramálið í öllum kjördæmum en Írland skiptist niður í 39 kjördæmi. Nýkjörnir þingmenn munu koma saman þann 20. febrúar næstkomandi þegar þing verður sett og er þetta 33. skiptið sem kosið er til írska þingsins frá því að ríkið fékk sjálfstæði frá Bretum. Í neðri deild þingsins sitja 160 þingmenn en þar á meðal er forseti þingsins sem kemst sjálfkrafa aftur inn á þing. Forseti þingsins hefur þó almennt ekki atkvæðisrétt og þarf því 80 þingmenn til að ná meirihluta í þinginu. Þetta eru fyrstu þingkosningar Leo Varadkar, írska forsætisráðherrans, sem leiðtogi stjórnarflokksins Fine Gael. Flokkurinn er ekki með hreinan meirihluta í þinginu, með aðeins 47 sæti, en myndaði minnihlutastjórn, með stuðningi Fianna Fáil flokksins, með írska Sjálfstæðisflokknum og Sjálfstæðisbandalagsins. Ólíklegt að nokkur flokkur nái hreinum meirihluta í þessum kosningum og er því líklegt að samsteypustjórn verði mynduð. Kosningakerfið í Írlandi er persónulegt hlutfallskosningakerfi (e. Single transferable vote) en þá forgangsraðar kjósandi frambjóðendum þess lista sem hann kýs með númerum. Íbúar 12 eyja undan ströndum Galway, Mayo og Donegal kusu á föstudag. Löggjöf sem heimilar eyjaskeggjum að kjósa sama dag og aðrir landsmenn var ekki samþykkt í tæka tíð fyrir þessar kosningar. Eyjaskeggjar hafa í gegn um tíðina kosið á undan öðrum íbúum landsins til að tryggja að slæmt veður kæmi ekki í veg fyrir að kjörkassar frá eyjunum kæmust til meginlandsins í tæka tíð til að telja atkvæðin. Um 2.100 atkvæðisbærir eyjaskeggjar búa undan ströndum Írlands. Þetta er fyrsta skipti í sögu Írlands sem kosningar eru haldnar á laugardegi.
Írland Tengdar fréttir Írar kjósa í febrúar Forsætisráðherra Írlands hefur beðið forsetann um að leysa upp þingið fyrir kosningar sem gætu farið fram 8. febrúar. 14. janúar 2020 13:16 Sinn Fein með forskot í könnunum fyrir írsku kosningarnar Írski þjóðernisflokkurinn sem hefur lengi verið bendlaður við Írska lýðveldisherinn (IRA) hefur aldrei setið í ríkisstjórn en hinir stóru flokkarnir neita að vinna með honum. 4. febrúar 2020 16:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Sjá meira
Írar kjósa í febrúar Forsætisráðherra Írlands hefur beðið forsetann um að leysa upp þingið fyrir kosningar sem gætu farið fram 8. febrúar. 14. janúar 2020 13:16
Sinn Fein með forskot í könnunum fyrir írsku kosningarnar Írski þjóðernisflokkurinn sem hefur lengi verið bendlaður við Írska lýðveldisherinn (IRA) hefur aldrei setið í ríkisstjórn en hinir stóru flokkarnir neita að vinna með honum. 4. febrúar 2020 16:15