Brynjar: Þetta var úrslitakeppnis Gummi eins og maður þekkir hann Árni Jóhannsson skrifar 7. febrúar 2020 22:19 Brynjar Þór Björnsson er lykilmaður í liði KR. vísir/bára KR bar sigurorð af Keflvíkingum í 18. umferð Dominos deildarinnar í körfuknattleik fyrr í kvöld. Leikið var í DHL höllinni og varð úr svakalegur leikur sem endaði með sex stiga sigri KR 88-82. Einn af leiðtogum KR Brynjar Þór Björnsson hafði sig kannski ekki mikið í frammi sóknarlega en hann lék af mikilli hörku og eina karfa hans skipti máli á lokasprettinum. „Þetta var sigur liðsheildarinnar“, sagði Brilli þegar hann var spurður að því hvað hafi skilað heimamönnum sigrinum. „Það voru allir einhvern veginn að skila sínu. Mike, Kristó og Dino stigu upp frá því í seinasta leik og mér fannst við spila frábærlega. Þeir náðu kannski að stoppa skotin mín og fleiri en við náðum að refsa þeim og vorum mjög fjölhæfir í kvöld. Mér líður eins og það sé uppgangur á liðinu“. Brynjar talaði um liðsheild en KR-inga hefur á löngum köflum í vetur vantað menn í liðið sitt. Hann var því spurður hvort að núna væri liðið að koma í raun og veru saman í fyrsta sinn. „Í fyrsta skipti núna í síðustu leikjum sem mér líður vel inn á vellinum með mitt hlutverk og með hlutverk allra í liðin. Þegar öllum líður vel inn á vellinum þá spilum við betur“. Hver og einn sigur skiptir að sjálfsögðu máli en Brynjar var inntur eftir því hvernig þessi sigur skipti KR máli fyrir utan stigin tvö sem fást fyrir sigur. „Hann skipti máli andlega. Við erum náttúrlega í harðri baráttu um þriðja til sjötta sætis, það er kannski orðið erfitt að ná þriðja sætinu, en við viljum ná þessu fjórða sæti og þetta var stór leikur í áttina að því að ná því sæti en við eigum Njarðvík og Stjörnuna í næstu tveimur leikjum og það verða risastórir leikir og vonandi náum við sigrum þar og komum okkur í fjórða sætið“. Leikurinn í kvöld spilaðist eins og um leik í úrslitakeppni væri að ræða og virtist Brynjar ánægður með það. Hann brosti allavega út í annað þegar hann ræddi stemmninguna. „Þetta var það. Stemmningin og andinn í báðum liðum. Maður fann það í báðum liðum að þessi leikur var mikilvægur. Það sást best í því hvernig spiluð var vörn á mig og fleiri. Gummi Jónss. var fysikal og þetta var úrslitakeppnis Gummi eins og maður þekkir hann“. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Keflavík 88-82 | KR stóðst prófið í hörkuleik Íslandsmeistarar KR tóku á móti öflugum Keflvíkingum í stórleik kvöldsins í DHL-höllinni í kvöld og unnu sex stiga sigur 88-82 í hörkuleik sem minnti á úrslitakeppnina. 7. febrúar 2020 23:15 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
KR bar sigurorð af Keflvíkingum í 18. umferð Dominos deildarinnar í körfuknattleik fyrr í kvöld. Leikið var í DHL höllinni og varð úr svakalegur leikur sem endaði með sex stiga sigri KR 88-82. Einn af leiðtogum KR Brynjar Þór Björnsson hafði sig kannski ekki mikið í frammi sóknarlega en hann lék af mikilli hörku og eina karfa hans skipti máli á lokasprettinum. „Þetta var sigur liðsheildarinnar“, sagði Brilli þegar hann var spurður að því hvað hafi skilað heimamönnum sigrinum. „Það voru allir einhvern veginn að skila sínu. Mike, Kristó og Dino stigu upp frá því í seinasta leik og mér fannst við spila frábærlega. Þeir náðu kannski að stoppa skotin mín og fleiri en við náðum að refsa þeim og vorum mjög fjölhæfir í kvöld. Mér líður eins og það sé uppgangur á liðinu“. Brynjar talaði um liðsheild en KR-inga hefur á löngum köflum í vetur vantað menn í liðið sitt. Hann var því spurður hvort að núna væri liðið að koma í raun og veru saman í fyrsta sinn. „Í fyrsta skipti núna í síðustu leikjum sem mér líður vel inn á vellinum með mitt hlutverk og með hlutverk allra í liðin. Þegar öllum líður vel inn á vellinum þá spilum við betur“. Hver og einn sigur skiptir að sjálfsögðu máli en Brynjar var inntur eftir því hvernig þessi sigur skipti KR máli fyrir utan stigin tvö sem fást fyrir sigur. „Hann skipti máli andlega. Við erum náttúrlega í harðri baráttu um þriðja til sjötta sætis, það er kannski orðið erfitt að ná þriðja sætinu, en við viljum ná þessu fjórða sæti og þetta var stór leikur í áttina að því að ná því sæti en við eigum Njarðvík og Stjörnuna í næstu tveimur leikjum og það verða risastórir leikir og vonandi náum við sigrum þar og komum okkur í fjórða sætið“. Leikurinn í kvöld spilaðist eins og um leik í úrslitakeppni væri að ræða og virtist Brynjar ánægður með það. Hann brosti allavega út í annað þegar hann ræddi stemmninguna. „Þetta var það. Stemmningin og andinn í báðum liðum. Maður fann það í báðum liðum að þessi leikur var mikilvægur. Það sást best í því hvernig spiluð var vörn á mig og fleiri. Gummi Jónss. var fysikal og þetta var úrslitakeppnis Gummi eins og maður þekkir hann“.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Keflavík 88-82 | KR stóðst prófið í hörkuleik Íslandsmeistarar KR tóku á móti öflugum Keflvíkingum í stórleik kvöldsins í DHL-höllinni í kvöld og unnu sex stiga sigur 88-82 í hörkuleik sem minnti á úrslitakeppnina. 7. febrúar 2020 23:15 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Leik lokið: KR - Keflavík 88-82 | KR stóðst prófið í hörkuleik Íslandsmeistarar KR tóku á móti öflugum Keflvíkingum í stórleik kvöldsins í DHL-höllinni í kvöld og unnu sex stiga sigur 88-82 í hörkuleik sem minnti á úrslitakeppnina. 7. febrúar 2020 23:15