Arnar: Pavel var nú bara eins og Steph Curry Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 7. febrúar 2020 20:29 Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar. vísir/daníel Eftir að hafa unnið alla leiki síðan í október töpuðu Stjörnumenn óvænt á Hlíðarenda í kvöld. Það sem gerði úrslitin ennþá óvæntari var að gestirnir töpuðu með 30 stigum en það er klárlega þeirra stærsta tap á tímabilinu. Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar var eins og við mátti búast vonsvikinn eftir leik. „Við töpuðum bara fyrir liði sem spilaði miklu betur en við í dag.” Ægir Þór Steinarsson sem hefur verið einn af bestu mönnum Stjörnunnar í vetur var fjarverandi í kvöld og sást vel á leik liðsins að það munaði um hann. Arnar var þó ekki að leita sér að afsökunum. „Ægir var veikur en hann hefði ekki breytt þessu.” Aðspurður hvort að Ægir hefði ekki bætt leik liðsins sem hafði unnið þrettán leiki í röð með hann innanborðs svaraði Arnar aftur: „Ægir er góður í körfu en hann er samt enginn töfrakall. Þeir voru bara miklu betri en við. Orkustigið þeirra var betra en okkar orkustig var bara ansi lélegt.” Einn af þeim leikmönnum sem á oftast að reyna að leysa Ægi af er ungi heimamaðurinn Dúi Þór Jónsson. Dúi var klaufi í fyrri hálfleik og fékk snemma fjórar villur. Til þess að passa að Dúi myndi ekki villa útaf spilaði hann ekkert aftur fyrr en um miðjan fjórða leikhluta þegar leikurinn var búinn. Arnar var ekki tilbúinn að taka sénsinn fyrr að Dúi myndi fá fjórðu villuna sína. „Málið er að hann var með fjórar villur. Ef hann fær aðra villu þá spilar hann ekkert meira í leiknum. Við vitum alveg að Dúi er góður, við höfum trú á honum og hann hefur staðið sig vel með okkur og með Álftanesi í 1. deildinni þar sem hann er á venslasamning. En þegar þú ert kominn með fjórar villur svona snemma þá er bara mjög erfitt hvenær á að setja menn aftur inná.” „Það gekk enginn varnarleikur hér í kvöld. Við prófuðum ansi margt og það mistókst allt alveg hrikalega,” sagði Arnar um misheppnaðan varnarleik Stjörnunnar en Valsmenn skoruðu 108 stig í leiknum úr tæplega 90 sóknum. „Pavel var nú bara eins og Steph Curry þarna á tímabili hann var algjörlega frábær. Naor Sharabani var sömuleiðis mjög góður og Illugi Steingrímsson líka. Það voru margir leikmenn hjá þeim sem spiluðu vel og færri hjá okkur.” Stjarnan er að keppa í undanúrslitum í bikarnum í næstu viku þar sem þeir geta farið langleiðina með að tryggja sér fyrsta titil tímabilsins. Arnar vildi samt ekki niðurspila mikilvægi þessa leiks fyrir Garðbæingana. „Það eru bara allir leikir stórir. Núna erum við búnir að galopna fyrir Keflavík að taka deildarmeistaratitilinn. Það skipta allir leikir í þessari deild miklu máli og síðan er bikarinn bara svona sér ævintýri.” Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 106-76 | Ótrúleg úrslit á Hlíðarenda Valsmenn klifruðu í kvöld upp úr fallsæti með því að sigra Stjörnuna. Stjarnan var fyrir leikinn ekki búin að tapa leik síðan í október. 7. febrúar 2020 21:15 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira
Eftir að hafa unnið alla leiki síðan í október töpuðu Stjörnumenn óvænt á Hlíðarenda í kvöld. Það sem gerði úrslitin ennþá óvæntari var að gestirnir töpuðu með 30 stigum en það er klárlega þeirra stærsta tap á tímabilinu. Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar var eins og við mátti búast vonsvikinn eftir leik. „Við töpuðum bara fyrir liði sem spilaði miklu betur en við í dag.” Ægir Þór Steinarsson sem hefur verið einn af bestu mönnum Stjörnunnar í vetur var fjarverandi í kvöld og sást vel á leik liðsins að það munaði um hann. Arnar var þó ekki að leita sér að afsökunum. „Ægir var veikur en hann hefði ekki breytt þessu.” Aðspurður hvort að Ægir hefði ekki bætt leik liðsins sem hafði unnið þrettán leiki í röð með hann innanborðs svaraði Arnar aftur: „Ægir er góður í körfu en hann er samt enginn töfrakall. Þeir voru bara miklu betri en við. Orkustigið þeirra var betra en okkar orkustig var bara ansi lélegt.” Einn af þeim leikmönnum sem á oftast að reyna að leysa Ægi af er ungi heimamaðurinn Dúi Þór Jónsson. Dúi var klaufi í fyrri hálfleik og fékk snemma fjórar villur. Til þess að passa að Dúi myndi ekki villa útaf spilaði hann ekkert aftur fyrr en um miðjan fjórða leikhluta þegar leikurinn var búinn. Arnar var ekki tilbúinn að taka sénsinn fyrr að Dúi myndi fá fjórðu villuna sína. „Málið er að hann var með fjórar villur. Ef hann fær aðra villu þá spilar hann ekkert meira í leiknum. Við vitum alveg að Dúi er góður, við höfum trú á honum og hann hefur staðið sig vel með okkur og með Álftanesi í 1. deildinni þar sem hann er á venslasamning. En þegar þú ert kominn með fjórar villur svona snemma þá er bara mjög erfitt hvenær á að setja menn aftur inná.” „Það gekk enginn varnarleikur hér í kvöld. Við prófuðum ansi margt og það mistókst allt alveg hrikalega,” sagði Arnar um misheppnaðan varnarleik Stjörnunnar en Valsmenn skoruðu 108 stig í leiknum úr tæplega 90 sóknum. „Pavel var nú bara eins og Steph Curry þarna á tímabili hann var algjörlega frábær. Naor Sharabani var sömuleiðis mjög góður og Illugi Steingrímsson líka. Það voru margir leikmenn hjá þeim sem spiluðu vel og færri hjá okkur.” Stjarnan er að keppa í undanúrslitum í bikarnum í næstu viku þar sem þeir geta farið langleiðina með að tryggja sér fyrsta titil tímabilsins. Arnar vildi samt ekki niðurspila mikilvægi þessa leiks fyrir Garðbæingana. „Það eru bara allir leikir stórir. Núna erum við búnir að galopna fyrir Keflavík að taka deildarmeistaratitilinn. Það skipta allir leikir í þessari deild miklu máli og síðan er bikarinn bara svona sér ævintýri.”
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 106-76 | Ótrúleg úrslit á Hlíðarenda Valsmenn klifruðu í kvöld upp úr fallsæti með því að sigra Stjörnuna. Stjarnan var fyrir leikinn ekki búin að tapa leik síðan í október. 7. febrúar 2020 21:15 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira
Leik lokið: Valur - Stjarnan 106-76 | Ótrúleg úrslit á Hlíðarenda Valsmenn klifruðu í kvöld upp úr fallsæti með því að sigra Stjörnuna. Stjarnan var fyrir leikinn ekki búin að tapa leik síðan í október. 7. febrúar 2020 21:15