Enski boltinn

Vonar­stjarna Man. United hunsar helstu um­boðs­menn og lætur pabba sinn um verkin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mason Greenwood eftir leik gegn Wolves á dögunum.
Mason Greenwood eftir leik gegn Wolves á dögunum. vísir/getty

Mason Greenwood, framherji og vonarstjarna Manchester United, er ekki að stressa sig á því að skrifa undir samning hjá stærstu umboðsstofum heims.

Samkvæmt heimildum Daily Mail hafi stórar stofur sett sig í samband við framherjann en hann hefur lítinn sem engan áhuga á að skrifa undir samning hjá þeim.

Englendingurinn hefur skorað tíu mörk á þessari leiktíð og hefur hann látið pabba sinn um verkin hingað til. Það mun halda þannig áfram.







Greenwood eldri var aðalmaðurinn á bakvið samninng sonar síns hjá United í október 2018 þar sem hann skrifaði undir fjögurra ára samning.

Hann var einnig maðurinn á bakvið samstarfssamning við Nike og haldi hann áfram að spila reglulega hjá United eru þeir feðgar tilbúnir að ræða nýjan samning við félagið.

Þeir eru sagðir vera í miklu og góðu sambandi við félagið sem hann ólst upp hjá en Greenwood hefur verið að spila sína fyrstu landsleiki.

Hann skoraði meðal annars í vináttulandsleik U21-árs landsliðsins í nóvember í tapi gegn Hollandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×