Flaug í bæinn allar helgar til að vera með Írisi Stefán Árni Pálsson skrifar 7. febrúar 2020 07:00 Árni og Íris á saman á tónleikum. Parið Árni Beinteinn og Íris Ragnhildardóttir hafa sent frá sér nýja níu laga plötu sem ber heitir Í eigin heimi. „Umfjöllunarefni plötunnar eru mörg og hvert lag segir sína sögu. Fyrstu textarnir urðu til þegar við vorum nýbúin að kynnast og fjalla um að finna sterka tengingu sín á milli en svo eru önnur lög þyngri. Þau fjalla um að missa manneskjur úr lífi sínu, efasemdir og eftirsjá. Ætli þetta sé ekki bara eins og í lífinu sjálfu, oft stutt á milli hláturs og gráturs,“ segir Árni Beinteinn og heldur áfram. „Tónlistarsköpun og útgáfa sameinar áhugamálin okkar og okkur finnst mjög þægilegt að vinna saman. Íris Rós er alltaf að semja lög samhliða tónsmíðanáminu sem hún er að klára og svo þróum við þau saman,“ segir Árni. Hann semur textana og svo syngja þau saman. Íris við tökur í Stúdíó Sýrlandi. „Við höfum farið í upptökuver reglulega síðustu tvö ár að vinna í nýjum lögum og vorum komin með ágætis safn af lögum sem okkur langaði að koma frá okkur. Upphaflega stefndum við að því að gefa tónlistina út síðasta haust en höfum verið á fullu í öðrum verkefnum síðustu mánuði svo við ákváðum að nú væri kominn tími til þess að gefa þetta út svo við getum hreinsað hugann og farið að einbeita okkur að nýju efni.“ Árni Beinteinn var að frumsýna söngleik með leikfélagi Akureyrar, Vorið vaknar, síðustu helgi og hefur meira og minna búið fyrir norðan síðan í nóvember á síðasta ári. „Ég er samt búinn að fljúga í bæinn allar helgar til að vera með Írisi sem er komin sjö mánuði á leið en við eigum von á okkar fyrsta barni í apríl,“ segir Árni. „Ætli það sé ekki þess vegna sem það eru níu lög á plötunni. Eitt lag fyrir hvern mánuð meðgöngunnar. Níu lög, níu mánuðir, nýtt líf. Það er margt búið að gerast á stuttum tíma hjá okkur og við erum allt í einu búin að fullorðnast svo hratt. Ætli næsta plata muni ekki fjalla um það.“ Hér að neðan má hlusta á plötuna. Menning Tónlist Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Sjá meira
Parið Árni Beinteinn og Íris Ragnhildardóttir hafa sent frá sér nýja níu laga plötu sem ber heitir Í eigin heimi. „Umfjöllunarefni plötunnar eru mörg og hvert lag segir sína sögu. Fyrstu textarnir urðu til þegar við vorum nýbúin að kynnast og fjalla um að finna sterka tengingu sín á milli en svo eru önnur lög þyngri. Þau fjalla um að missa manneskjur úr lífi sínu, efasemdir og eftirsjá. Ætli þetta sé ekki bara eins og í lífinu sjálfu, oft stutt á milli hláturs og gráturs,“ segir Árni Beinteinn og heldur áfram. „Tónlistarsköpun og útgáfa sameinar áhugamálin okkar og okkur finnst mjög þægilegt að vinna saman. Íris Rós er alltaf að semja lög samhliða tónsmíðanáminu sem hún er að klára og svo þróum við þau saman,“ segir Árni. Hann semur textana og svo syngja þau saman. Íris við tökur í Stúdíó Sýrlandi. „Við höfum farið í upptökuver reglulega síðustu tvö ár að vinna í nýjum lögum og vorum komin með ágætis safn af lögum sem okkur langaði að koma frá okkur. Upphaflega stefndum við að því að gefa tónlistina út síðasta haust en höfum verið á fullu í öðrum verkefnum síðustu mánuði svo við ákváðum að nú væri kominn tími til þess að gefa þetta út svo við getum hreinsað hugann og farið að einbeita okkur að nýju efni.“ Árni Beinteinn var að frumsýna söngleik með leikfélagi Akureyrar, Vorið vaknar, síðustu helgi og hefur meira og minna búið fyrir norðan síðan í nóvember á síðasta ári. „Ég er samt búinn að fljúga í bæinn allar helgar til að vera með Írisi sem er komin sjö mánuði á leið en við eigum von á okkar fyrsta barni í apríl,“ segir Árni. „Ætli það sé ekki þess vegna sem það eru níu lög á plötunni. Eitt lag fyrir hvern mánuð meðgöngunnar. Níu lög, níu mánuðir, nýtt líf. Það er margt búið að gerast á stuttum tíma hjá okkur og við erum allt í einu búin að fullorðnast svo hratt. Ætli næsta plata muni ekki fjalla um það.“ Hér að neðan má hlusta á plötuna.
Menning Tónlist Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Sjá meira