Enski boltinn

Allar­­dyce: Gengi Liver­pool niður­­­drepandi fyrir alla stuðnings­menn E­ver­ton

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sam Allardyce er hann stýrði Everton.
Sam Allardyce er hann stýrði Everton. vísir/getty

Knattspyrnustjórinn Sam Allardyce er í ítarlegu viðtali við Daily Mail í dag þar sem hann fer yfir víðan völl.

Allardyce ræðir meðal annars um tíma sinn hjá enska landsliðinu þar sem hann náði einungis einum leik og einnig hvaða starf myndi heilla hann til að fara aftur út í þjálfun.

Einnig ræðir hann um tíma sinn sem stjóri Gylfa Sigurðssonar. Allardyce var í 167 daga í starfi hjá Everton og kom þeim úr fallbaráttu upp í 13. sætið.

Samningur hans var ekki framlengdur og Marco Silva tók við næstu átján mánuðina áður en Carlo Ancelotti var svo ráðinn.

„Þegar ég lít til baka var ég alltaf bara að fara stoppa í gat þarna,“ sagði Allardyce.

„Ég vissi það ekki frá byrjun en ég fann það síðar meir. Marco Silva var alltaf að fara koma. Ég held að enginn hafi búist við því að þeim myndi ganga svona illa.“







„Everton er risa félag sem er að finna réttu leiðina. Þeir eru með risa stjóra með gott orðspor og hann er frábær náungi.“

„Vonandi mun það og rétt leikmannastefna koma félaginu þar sem þeir vilja vera því Liverpool er á uppleið og eru heimsmeistarar. Það er mjög niðurdrepandi fyrir alla stuðningsmenn Everton,“ sagði Allardyce.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×