Enski boltinn

Shear­er gagn­rýndi Klopp: „Hann á að vera þarna“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alan Shearer var mikill markaskorari en starfar nú sem spekingur á BBC.
Alan Shearer var mikill markaskorari en starfar nú sem spekingur á BBC. vísir/getty/samsett

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var gagnrýndur af Alan Shearer fyrir að láta ekki sjá sig í bikarleik Liverpool gegn Shrewsbury í vikunni.

Eins og frægt er orðið lét Klopp Neil Critchley stýra Liverpool-liðinu enda var ekki neinn aðalliðsleikmaður í hópnum þar sem þeir fengu frí.

Þrátt fyrir það komst Liverpool áfram eftir að Ro-Shaun Williams skoraði sjálfsmark stundarfjórðungi fyrir leikslok og tryggði Liverpool sæti í næstu umferð.

„Það sem situr í mér er að hann er stjórinn. Fyrir mig ætti han nað vera þarna á vellinum og styðja ungu leikmennina sem hann valdi,“ sagði Shearer í útsendingu BBC þar sem hann starfar sem spekingur.







„Hann getur samt fengið sitt frí. Hann hefði getað farið upp í flugvél eftir leikinn og farið þangað sem hann vildi næstu fimm eða sex daga.“

„Ég skil punktinn í því að leikmenirnir fái frí þar sem það var búið að segja við þá að þeir fengu þetta frí,“ bætti markaskorarinn við.

Eins og áður segir komst Liverpool áfram þrátt fyrir að Klopp hafi ekki verið á svæðinu og mæta þeir Chelsea í 16-liða úrslitunum þann 5. mars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×