Warcraft 3: Reforged – Umdeild andlitslyfting á geggjuðum leik Samúel Karl Ólason skrifar 6. febrúar 2020 08:45 Á einhvern hátt hefur Blizzard tekist að gera bæði þá sem vildu litlar breytingar og þá sem vildu miklar breytingar reiða. Warcraft 3: Reforged, endurútgáfa hins sígilda leiks, hefur vægast sagt hlotið útreið frá því hann kom út á dögunum. Þrátt fyrir deilurnar er ljóst að Warcraft 3 hefur elst gífurlega vel og saga leiksins er enn áhugaverð og skemmtileg. Það helsta sem ég hef hugsað við að spila leikinn er það hvað ég sakna góðra RTS leikja hrikalega mikið. Ég átta mig þó á því að W3R er að mörgu leyti lítið annað en peningaplokk, jafnvel þó leikurinn sé einstaklega góður. Hann var góður án uppfærslunnar og hún bætir ekki miklu við öðru en einni umferð af málningu. Á Blizzcon 2018 sögðu forsvarsmenn Blizzard að til stæði að endurhugsa Warcraft 3 og gera breytingar á sögunni til að tengja leikinn betur við World of Warcraft. Hætt var við það en framleiðendur létu fólk þó vita af þeirri ákvörðun. Það var ekki gert varðandi fleiri ákvarðanir, eins og þá að hætta við gera breytingar á atriðum á milli borða. Fyrirtækið lofaði því að endurgera þau atriði en stóð ekki við það. Ástæðan er sögð hafa verið tekin því framleiðendurnir vildu ekki gera of miklar breytingar á Warcraft 3. Að vissu leyti er það vandfarinn stígur sem framleiðendur endurgerða þurfa feta en það minnst sem Blizzard hefði átt að gera var að láta vita af þeirri ákvörðun. Á einhvern hátt hefur Blizzard tekist að gera bæði þá sem vildu litlar breytingar og þá sem vildu miklar breytingar reiða. En nóg um það. Frekari útlistun á vandamálum endurútgáfunnar má sjá hér. Hér að neðan má svo til dæmis sjá eitt atriði sem átti að verða rosalega flott en var svo á endanum nánast ekkert breytt. Sjá má hvernig atriðið endaði á að líta út hér. Endurútgáfan inniheldur bæði Reign of Chaos, grunnleik W3, og aukapakkann Frozen Throne. Leikurinn snýst um baráttu manna, orka, álfa og hinna dauðu í Azeroth og innrás öflugra vera sem vilja leggja heiminn undir sig. Þeir eru ekki margir leikirnir sem hafa haft meiri áhrif á tölvuleiki síðustu áratuga en Warcraft 3. Það er ekki að ástæðulausu, því eins og áður segir þá er W3 mjög góður leikur. Andlitslyfting Blizzard hjálpar að vissu leyti til og gerir manni aðeins skemmtilegra að spila hann. Persónur leiksins líta mun betur út og þá sérstaklega Arthas og Sylvanas. Allir kallar leiksins hafa fengið sambærilega endurgerð og það er óhætt að segja að munurinn sé mikill. "My life for the Horde!" Watch the original Grunt transform into its glorious 4K version! Which unit update from Warcraft III: Reforged are you most excited to see? pic.twitter.com/k3TbVF3SKy— Warcraft III: Reforged (@Warcraft3) December 7, 2018 Ég hef lengi velt fyrir mér hvort að örvhent fólk leiti meira í framleiðslu tölvuleikja en gengur og gerist. Það er allavega einstaklega mikið um örvhent fólk í tölvuleikjum og þá sérstaklega í þessum leik. Þetta er smá útúrdúr, ég veit. Þetta stuðar mig bara ótrúlega mikið og er bara áróður örvhentra. Það eru nefnilega ekki bara orkar sem eru örvhentir heldur líka menn. Það þarf einhver að stöðva þetta. "Say the word!" Get a sneak preview of the visual update for the Footman below! Learn more about Reforged: https://t.co/Posq3ZxorQpic.twitter.com/1hzQoK8mOt— Warcraft III: Reforged (@Warcraft3) November 21, 2018 Auk þess að breyta persónum og byggingum til hins betra hafa breytingar verið gerðar á kortum leiksins einnig. Þó eru flottari og lýsingin er sömuleiðis mun betri. Þrátt fyrir það líta persónurnar svo mun betur út en borðin og eru mun detailaðari. Þá hefur nokkrum borðum verið breytt töluvert og þau byggð upp að nýju frá grunni. Að öðru leyti eru breytingarnar ekki miklar. Þrátt fyrir það og allt hitt kjaftæðið varðandi þennan leik er það hreinn unaður að spila sig í gegnum sögu Reign of Chaos og Frozen Throne. Ég hef þó ekki enn lagt í að spila leikinn á netinu enda hef ég í raun takmarkaðan áhuga á því. Í þau fáu skipti sem ég hef spilað RTS-leiki á netinu hefur það alltaf endað með því að einhver drullusokkur sendir tvo þrjá karla til að ráðast á mig rétt á meðan ég er að dunda mér við að byggja upp stöðina mína. Ég persónulega þoli það ekki og megi þeir aðilar stíga á tíu legókubba á einum degi. Samantekt-ish Burtséð frá deilunum um WC3R er óhætt að segja að leikurinn sé enn mjög góður. Sagan er grípandi og spilunin skemmtileg. Það er erfitt að gera útaf við svo góðan leik eins og Warcraft. Vinsældir netspilunar Warcraft munu velta á því hvernig Blizzard mun bregðast við gagnrýninni og hve duglegir starfsmenn fyrirtækisins verða við að gefa út plástra fyrir leikinn. Ég segi það samt aftur: Guð, hvað ég sakna góðra RTS-leikja. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Warcraft 3: Reforged, endurútgáfa hins sígilda leiks, hefur vægast sagt hlotið útreið frá því hann kom út á dögunum. Þrátt fyrir deilurnar er ljóst að Warcraft 3 hefur elst gífurlega vel og saga leiksins er enn áhugaverð og skemmtileg. Það helsta sem ég hef hugsað við að spila leikinn er það hvað ég sakna góðra RTS leikja hrikalega mikið. Ég átta mig þó á því að W3R er að mörgu leyti lítið annað en peningaplokk, jafnvel þó leikurinn sé einstaklega góður. Hann var góður án uppfærslunnar og hún bætir ekki miklu við öðru en einni umferð af málningu. Á Blizzcon 2018 sögðu forsvarsmenn Blizzard að til stæði að endurhugsa Warcraft 3 og gera breytingar á sögunni til að tengja leikinn betur við World of Warcraft. Hætt var við það en framleiðendur létu fólk þó vita af þeirri ákvörðun. Það var ekki gert varðandi fleiri ákvarðanir, eins og þá að hætta við gera breytingar á atriðum á milli borða. Fyrirtækið lofaði því að endurgera þau atriði en stóð ekki við það. Ástæðan er sögð hafa verið tekin því framleiðendurnir vildu ekki gera of miklar breytingar á Warcraft 3. Að vissu leyti er það vandfarinn stígur sem framleiðendur endurgerða þurfa feta en það minnst sem Blizzard hefði átt að gera var að láta vita af þeirri ákvörðun. Á einhvern hátt hefur Blizzard tekist að gera bæði þá sem vildu litlar breytingar og þá sem vildu miklar breytingar reiða. En nóg um það. Frekari útlistun á vandamálum endurútgáfunnar má sjá hér. Hér að neðan má svo til dæmis sjá eitt atriði sem átti að verða rosalega flott en var svo á endanum nánast ekkert breytt. Sjá má hvernig atriðið endaði á að líta út hér. Endurútgáfan inniheldur bæði Reign of Chaos, grunnleik W3, og aukapakkann Frozen Throne. Leikurinn snýst um baráttu manna, orka, álfa og hinna dauðu í Azeroth og innrás öflugra vera sem vilja leggja heiminn undir sig. Þeir eru ekki margir leikirnir sem hafa haft meiri áhrif á tölvuleiki síðustu áratuga en Warcraft 3. Það er ekki að ástæðulausu, því eins og áður segir þá er W3 mjög góður leikur. Andlitslyfting Blizzard hjálpar að vissu leyti til og gerir manni aðeins skemmtilegra að spila hann. Persónur leiksins líta mun betur út og þá sérstaklega Arthas og Sylvanas. Allir kallar leiksins hafa fengið sambærilega endurgerð og það er óhætt að segja að munurinn sé mikill. "My life for the Horde!" Watch the original Grunt transform into its glorious 4K version! Which unit update from Warcraft III: Reforged are you most excited to see? pic.twitter.com/k3TbVF3SKy— Warcraft III: Reforged (@Warcraft3) December 7, 2018 Ég hef lengi velt fyrir mér hvort að örvhent fólk leiti meira í framleiðslu tölvuleikja en gengur og gerist. Það er allavega einstaklega mikið um örvhent fólk í tölvuleikjum og þá sérstaklega í þessum leik. Þetta er smá útúrdúr, ég veit. Þetta stuðar mig bara ótrúlega mikið og er bara áróður örvhentra. Það eru nefnilega ekki bara orkar sem eru örvhentir heldur líka menn. Það þarf einhver að stöðva þetta. "Say the word!" Get a sneak preview of the visual update for the Footman below! Learn more about Reforged: https://t.co/Posq3ZxorQpic.twitter.com/1hzQoK8mOt— Warcraft III: Reforged (@Warcraft3) November 21, 2018 Auk þess að breyta persónum og byggingum til hins betra hafa breytingar verið gerðar á kortum leiksins einnig. Þó eru flottari og lýsingin er sömuleiðis mun betri. Þrátt fyrir það líta persónurnar svo mun betur út en borðin og eru mun detailaðari. Þá hefur nokkrum borðum verið breytt töluvert og þau byggð upp að nýju frá grunni. Að öðru leyti eru breytingarnar ekki miklar. Þrátt fyrir það og allt hitt kjaftæðið varðandi þennan leik er það hreinn unaður að spila sig í gegnum sögu Reign of Chaos og Frozen Throne. Ég hef þó ekki enn lagt í að spila leikinn á netinu enda hef ég í raun takmarkaðan áhuga á því. Í þau fáu skipti sem ég hef spilað RTS-leiki á netinu hefur það alltaf endað með því að einhver drullusokkur sendir tvo þrjá karla til að ráðast á mig rétt á meðan ég er að dunda mér við að byggja upp stöðina mína. Ég persónulega þoli það ekki og megi þeir aðilar stíga á tíu legókubba á einum degi. Samantekt-ish Burtséð frá deilunum um WC3R er óhætt að segja að leikurinn sé enn mjög góður. Sagan er grípandi og spilunin skemmtileg. Það er erfitt að gera útaf við svo góðan leik eins og Warcraft. Vinsældir netspilunar Warcraft munu velta á því hvernig Blizzard mun bregðast við gagnrýninni og hve duglegir starfsmenn fyrirtækisins verða við að gefa út plástra fyrir leikinn. Ég segi það samt aftur: Guð, hvað ég sakna góðra RTS-leikja.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira