Breski utanríkisráðherrann hvetur Breta til þess að yfirgefa Kína Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. febrúar 2020 23:52 Dominic Raab, utanríkisráðherra Breta. vísir/getty Dominic Raab, utanríkisráðherra, hefur hvatt Breta sem eru staddir í Kína til þess að yfirgefa landið og draga þannig úr áhættunni á því að þeir smitist af hinni svokölluðu Wuhan-veiru. Þá mælir breska utanríkisráðuneytið einnig með því að Bretum verði bannað að ferðast til Kína. Wuhan-veiran, sem ber formlega heitið 2019-nCov, er ný tegund af kórónaveiru og á uppruna sinn í kínversku borginni Wuhan. Alls hafa nú yfir 20 þúsund manns smitast af veirunni, flestir í Kína, en smit hafa einnig verið staðfest í fjölda nágrannaríkja sem og í Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi og Svíþjóð. Þá hafa yfir 400 manns látist vegna veirunnar. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi vegna veirunnar. Að því er segir í frétt Guardian eru nú um 30 þúsund Bretar í Kína. Utanríkisráðherrann hvetur þá til að yfirgefa landið ef þeir eiga þess kost en tugir Breta voru á dögunum fluttir frá Wuhan til heimalandsins. Önnur flugvél fer til Wuhan um næstu helgi til að sækja fleiri breska ríkisborgara. Emily Thornberry, skuggautanríksiráðherra stjórnarandstöðunnar, gagnrýnir ráðleggingar utanríkisráðherrans og segir ríkisstjórnina ekki hafa brugðist nægilega vel við Wuhan-veirunni. „Alveg síðan veiran fór að breiðast út hafa viðbrögð ríkisstjórnarinnar verið óreiðukennd og núna virðist hún vera að segja Bretum í Kína að bjarga sér sjálf til að komast burt frá Kína. Hvers vegna í ósköpunum er utanríkisráðuneytið ekki með áætlanir til staðar um hvernig leysa eigi svona krísur?“ sagði Thornberry. Bretland Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Dominic Raab, utanríkisráðherra, hefur hvatt Breta sem eru staddir í Kína til þess að yfirgefa landið og draga þannig úr áhættunni á því að þeir smitist af hinni svokölluðu Wuhan-veiru. Þá mælir breska utanríkisráðuneytið einnig með því að Bretum verði bannað að ferðast til Kína. Wuhan-veiran, sem ber formlega heitið 2019-nCov, er ný tegund af kórónaveiru og á uppruna sinn í kínversku borginni Wuhan. Alls hafa nú yfir 20 þúsund manns smitast af veirunni, flestir í Kína, en smit hafa einnig verið staðfest í fjölda nágrannaríkja sem og í Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi og Svíþjóð. Þá hafa yfir 400 manns látist vegna veirunnar. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi vegna veirunnar. Að því er segir í frétt Guardian eru nú um 30 þúsund Bretar í Kína. Utanríkisráðherrann hvetur þá til að yfirgefa landið ef þeir eiga þess kost en tugir Breta voru á dögunum fluttir frá Wuhan til heimalandsins. Önnur flugvél fer til Wuhan um næstu helgi til að sækja fleiri breska ríkisborgara. Emily Thornberry, skuggautanríksiráðherra stjórnarandstöðunnar, gagnrýnir ráðleggingar utanríkisráðherrans og segir ríkisstjórnina ekki hafa brugðist nægilega vel við Wuhan-veirunni. „Alveg síðan veiran fór að breiðast út hafa viðbrögð ríkisstjórnarinnar verið óreiðukennd og núna virðist hún vera að segja Bretum í Kína að bjarga sér sjálf til að komast burt frá Kína. Hvers vegna í ósköpunum er utanríkisráðuneytið ekki með áætlanir til staðar um hvernig leysa eigi svona krísur?“ sagði Thornberry.
Bretland Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira