Enski boltinn

Fyrrum leik­­maður Liver­pool tæki Mbappe fram yfir Salah í byrjunar­lið Liver­pool

Anton Ingi Leifsson skrifar
Charlie Adam, Kylian Mbappe og Mo Salah.
Charlie Adam, Kylian Mbappe og Mo Salah. vísir/getty/samsett

Charlie Adam, leikmaður Reading og fyrrum leikmaður Liverpool, segir að hann myndi stilla Kylian Mbappe upp í byrjunarlið Liverpool á kostnað Mohamed Salah.

Adam var gestur Football Daily þáttarins á BBC LIVE 5 Sport í gær þar sem meðal annars var rætt um hvað myndi gerast hjá Liverpool ef Mbappe myndi koma til félagsins.

Frakkinn hefur verið orðaður við félagið og hefur lýst aðdáun sinni á félagin en hann spilar nú með PSG í Frakklandi.

Ian Wright sagði að hann sæi ekki Mbappe fara neitt annað en Liverpool og Chris Sutton kom þá með spurninguna; hver myndi þá detta út úr liðinu?

„Firmino heldur þessu liði saman og er mikilvægur í því sem þeir eru að reyna að gera,“ sagði Adam áður en Ian Wright spurði hann hvort að hann myndi taka Mbappe yfir Salah.

„Já. Ef þeir myndu eyða milljónum í Mbappe myndi hann spila.“







Ian Wright sagði að ef Mbappe myndi koma til Liverpool að þá væri Liverpool orðið eins og Galácticos lið Real Madrid undir forsetastjórn Florentina Perez.

Liverpool mætir Shrewsbury í enska bikarnum í kvöld en Salah verður þá í fríi. PSG leikur hins vegar í franska bikarnum gegn Nantes og líklega verður Mbappe í eldlínunni þar.

Charlie Adma lék með Liverpool tímabilin 2011 og 2012 en hann lék 28 leiki áður en hann færði sig yfir til Stoke. Síðasta sumar gekk hann svo í raðir Reading þar sem hann leikur nú.




Tengdar fréttir

PSG sagt vera á eftir Pep Guardiola og Xavi

Pep Guardiola gæti verið á leiðinni í frönsku deildina ef marka má fréttir frá Frakklandi. Ónægja stjörnuleikmanna PSG með núverandi stjóra hefur aukið líkurnar á því að þjálfarastarf félagsins losni í sumar.

Kylian Mbappe er hrifinn af Liverpool liðinu

Kylian Mbappe, framherji franska stórliðsins Paris Saint Germain og lykilmaður í heimsmeistaraliði Frakka, líkir Liverpool liðinu við vél í nýju viðtali við breska ríkisútvarpið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×