Arnar: Þetta er ekki History Channel ísak Hallmundarson skrifar 3. febrúar 2020 21:23 Arnar Guðjónsson er að þjálfa Stjörnuna sem er að gera góða hluti. vísir/bára Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, gat verið sáttur með sigur sinna manna gegn Grindavík í kvöld en sagði þó enga ástæðu til að fagna og að margt væri hægt að bæta í leik síns liðs. „Mér fannst við sóknarlega mjög góðir í fyrri hálfleik en varnarlega réðum við ekkert við þá, Ingvi Þór Guðmundsson var algjörlega frábær, Seth er mjög góður, þetta er lið sem er með ótrúlega mikið af vopnum og vel þjálfað, eru að spila vel núna, það hefði verið voða fínt að fá þá þegar þeim gekk illa en þeir líta mjög vel út,“ sagði Arnar. Stjarnan hefur unnið 13 leiki í röð og hafa haft lag á því að klára leiki í 4. leikhluta. Arnar segir það vera vegna dýptarinnar í liðinu: „Það er dýptin. Menn eru tilbúnir að sitja á bekknum til að geta verið inná með fulla orku og þurfa ekki að spila 35 mínútur í leik því þeir treysta samherjum sínum.“ Hann segir liðið sitt þó ekki fullkomið þrátt fyrir þessa miklu sigurgöngu: „Ekkert körfuboltalið er óaðfinnanlegt. Í hreinskilni sagt er mér alveg sama þó við séum búnir að vinna 13 leiki í röð, núna erum við að fara að keppa á móti Val sem við höfum strögglað á móti tvisvar, við erum búnir að vinna einhverja 13 leiki í röð, við byrjum ekki 13-0 yfir á móti Val sko, við erum að byrja 0-0 og erum búnir að spila tvo mjög erfiða leiki við þá. Þetta snýst bara um að við séum klárir í þann leik, þetta er ekki History Channel, þessi leikur er búinn og við þurfum að læra af honum og gera betur, næsti leikur áfram gakk,“ segir Arnar ákveðinn. En hvar vill hann sjá bætingu hjá liðinu sínu? „Við vorum daprir varnarlega í dag, þeir fóru illa með okkur í fráköstum í dag sem eru vonbrigði, við lentum í vandræðum á móti svæðunum og hreyfðum boltann illa, þó við leystum það mjög vel þegar leið á. En þetta er eitthvað sem þarf að bæta.“ „Það er engu að fagna, þetta er deildarsigur. Það eru öll lið búinn að vinna leik í deildinni,“ sagði Arnar að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 99-85 | Ekkert fær Stjörnuna stöðvað Það er fátt sem stoppar Stjörnuna þessa daganna í Dominos-deild karla en liðið hefur unnið þrettán leiki í röð í deildinni. 3. febrúar 2020 22:00 Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Sjá meira
Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, gat verið sáttur með sigur sinna manna gegn Grindavík í kvöld en sagði þó enga ástæðu til að fagna og að margt væri hægt að bæta í leik síns liðs. „Mér fannst við sóknarlega mjög góðir í fyrri hálfleik en varnarlega réðum við ekkert við þá, Ingvi Þór Guðmundsson var algjörlega frábær, Seth er mjög góður, þetta er lið sem er með ótrúlega mikið af vopnum og vel þjálfað, eru að spila vel núna, það hefði verið voða fínt að fá þá þegar þeim gekk illa en þeir líta mjög vel út,“ sagði Arnar. Stjarnan hefur unnið 13 leiki í röð og hafa haft lag á því að klára leiki í 4. leikhluta. Arnar segir það vera vegna dýptarinnar í liðinu: „Það er dýptin. Menn eru tilbúnir að sitja á bekknum til að geta verið inná með fulla orku og þurfa ekki að spila 35 mínútur í leik því þeir treysta samherjum sínum.“ Hann segir liðið sitt þó ekki fullkomið þrátt fyrir þessa miklu sigurgöngu: „Ekkert körfuboltalið er óaðfinnanlegt. Í hreinskilni sagt er mér alveg sama þó við séum búnir að vinna 13 leiki í röð, núna erum við að fara að keppa á móti Val sem við höfum strögglað á móti tvisvar, við erum búnir að vinna einhverja 13 leiki í röð, við byrjum ekki 13-0 yfir á móti Val sko, við erum að byrja 0-0 og erum búnir að spila tvo mjög erfiða leiki við þá. Þetta snýst bara um að við séum klárir í þann leik, þetta er ekki History Channel, þessi leikur er búinn og við þurfum að læra af honum og gera betur, næsti leikur áfram gakk,“ segir Arnar ákveðinn. En hvar vill hann sjá bætingu hjá liðinu sínu? „Við vorum daprir varnarlega í dag, þeir fóru illa með okkur í fráköstum í dag sem eru vonbrigði, við lentum í vandræðum á móti svæðunum og hreyfðum boltann illa, þó við leystum það mjög vel þegar leið á. En þetta er eitthvað sem þarf að bæta.“ „Það er engu að fagna, þetta er deildarsigur. Það eru öll lið búinn að vinna leik í deildinni,“ sagði Arnar að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 99-85 | Ekkert fær Stjörnuna stöðvað Það er fátt sem stoppar Stjörnuna þessa daganna í Dominos-deild karla en liðið hefur unnið þrettán leiki í röð í deildinni. 3. febrúar 2020 22:00 Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 99-85 | Ekkert fær Stjörnuna stöðvað Það er fátt sem stoppar Stjörnuna þessa daganna í Dominos-deild karla en liðið hefur unnið þrettán leiki í röð í deildinni. 3. febrúar 2020 22:00