Enski boltinn

Stýrir Liver­pool í kvöld og þakkar Klopp fyrir ó­trú­legan stuðning

Anton Ingi Leifsson skrifar
Neil Critchley og Jurgen klopp.
Neil Critchley og Jurgen klopp. vísir/getty

Liverpool mætir Shrewsbury í endurteknum leik í enska bikarnum í kvöld og verður það ekki aðallið Liverpool sem mun mæta til leiks á Anfield í kvöld.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, gaf það út eftir fyrri leik liðanna sem endaði með jafntefli að aðalliðið og hann sjálfur væri á leið í frí enda vetrarfrí í enska boltanum.

Það verða því Neil Critchley og lærisveinar hans í U23-ára liði Liverpool sem munu taka slaginn í kvöld. Sama lið og tapaði 5-0 fyrir Aston Villa í enska deildarbikarnum er Liverpool var á HM félagsliða á sama tíma.







Neil sat fyrir svörum á blaðmannafundi í gær.

„Ég hélt ekki að þetta myndi gerast einu sinni, hvað þá tvisvar. Það er mikil tilhlökkun og þetta verður sérstakt kvöld. Ungu leikmennirnir munu fá ótrúlegt tækifæri,“ sagði Neil.

„Ég held að stjórinn hafi gert það ljóst með yfirlýsingu sinni hvað varðar þennan leik. Hann hefur gefið mér og þjálfarateyminu ótrúlegan stuðning.“

„Ég get talað við hann þegar mér hentar. Hann styður ungu leikmennina ótrúlega vel eins og hann hefur sýnt,“ sagði Neil.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×