Enski boltinn

Ólíklegt að Bale snúi aftur til Tottenham

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bale í leik með Real Madrid gegn Tottenham.
Bale í leik með Real Madrid gegn Tottenham. vísir/getty

Jonathan Barnett, umboðsmaður Gareth Bale, segir ólíklegt að hann muni einhverntímann snúa aftur til Tottenham.

Wales-verjinn yfirgaf Tottenham fyrir Real Madrid árið 2013 er hann var þá keyptur á metfé eða 85 milljónir punda.

Barnett hefur oft að undanförnu þurft að taka upp hanskann fyrir umbjóðanda sinn sem hefur sætt mikilli gagnrýni.

„Ég held að það gerist ekki, nei. Hann er mjög heppinn í þeirri stöðu sem hann er í,“ sagði Barnett aðspurður um þá möguleika að Bale fari aftur til Tottenham.







„Þegar samningur hans rennur út mun hann setjast niður með mér og fjölskyldu sinni og ákveða hvað er næsta skref. Gareth er ánægður að vera hér.“

„Til þess að vera hreinskilinn þá er hann ekki í klassanum fyrir öll félög hvað varðar launapakkann. Þetta snýst ekki bara um peninginn heldur einnig lífstílinn og börnin sem hafa alist upp í Madríd.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×