Enski boltinn

Henderson líklegastur til að vera valinn bestur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bentu á þann sem þér þykir bestur.
Bentu á þann sem þér þykir bestur. vísir/getty

Samkvæmt veðbönkum er Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, líklegastur til að vera valinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni.

Samherji Hendersons hjá Liverpool, Sadio Mané, þykir næstlíklegastur til að hljóta nafnbótina. Svo kemur Kevin De Bruyne, leikmaður Manchester City og stoðsendingahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í vetur.

Henderson hefur leikið 24 af 25 leikjum Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í vetur og skorað þrjú mörk. Eitt þeirra kom í 4-0 sigrinum á Southampton á laugardaginn. Hann verður að öllum líkindum fyrsti fyrirliði Liverpool síðan Alan Hansen fyrir þrjátíu árum sem lyftir Englandsmeistarabikarnum.

Af þeim sjö sem eru líklegastir til að hljóta nafnbótina leikmaður ársins eru sex Liverpool-menn. Auk Hendersons og Manés eru það Virgil Van Dijk, Mohamed Salah, Trent Alexander-Arnold og Roberto Firmino.

Allt útlit er fyrir að Liverpool-maður verði valinn sá besti í ensku úrvalsdeildinni þriðja árið í röð. Tímabilið 2017-18 var Salah valinn bestur og Van Dijk á síðasta tímabili.

Liverpool er með 22 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og vantar aðeins sex sigra í viðbót til að verða Englandsmeistari.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×