Enski boltinn

Ekkert lið verið með meiri for­ystu eftir að þriggja stiga reglan var sett á lag­girnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
"Hvar eru hin liðin?“
"Hvar eru hin liðin?“ vísir/getty

Liverpool er með 22 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir leiki helgarinnar.

Liverpool vann 4-0 sigur á Southampton á heimavelli eftir að staðan var markalaus og bæði Manchester City og Leicester misstígu sig.

Ekkert lið hefur verið með meiri forystu í ensku úrvalsdeildinni eins og Liverpool er með núna eftir að þriggja stiga reglan var sett á laggirnar.





Í öðru sætinu er forysta Tottenham tímabilið 1960/1961 er þeir voru sextán stigum á undan Wolves eftir 25 leiki.

Meistaralið Manchester City voru með fimmtán stiga forskot á granna sína í United tímabilið 2017/2018.

Liverpool þarf einungis sex sigra í viðbót til þess að verða meistari en þeir gætu orðið færri ef Man. City misstígur sig enn frekar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×