Enski boltinn

Botn­liðin tvö eru einu liðin með færri sigra en Arsenal

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sokratis og Granit Xhaka fara yfir málin í gær.
Sokratis og Granit Xhaka fara yfir málin í gær. vísir/getty

Það gengur illa hjá Arsenal að vinna leiki í ensku úrvalsdeildinni en í gær gerði liðið fjórða jafntefli í röð í gær.

Skytturnar gerðu markalaust jafntefli við Burnley á útivelli en iðið hefur gert jafntefli við Crystal Palace, Sheffield United og Chelsea ásamt Burnley í síðustu fjórum leikjum.

Arsenal hefur ekki unnið leik í deildinni frá því að þeir unnu Manchester United á nýársdag en það er einungis einn af sex sigrum Arsenal í úrvalsdeildinni.







Það eru einungis botnliðin tvö, Norwich og Watford, sem eru búnir að vinna færri leiki en Arsenal. Norich hefur unnið fjóra og Watford fimm.

Arsenal er í 10. sæti deildarinnar með 31 stig og hafa til að mynda unnið þremur fleirum færra en Burnley sem er sæti neðar en Skytturnar.

Aðal vandamál Arsenal í vetur er að liðið hefur gert þrettán jafntefl. Eina annað liðið sem kemst í tíu leiki eða meira í jafnteflum er Wolves með ellefu leiki.




Tengdar fréttir

Fjórða jafntefli Arsenal í röð kom á Turf Moor

Gengi Arsenal er vægast sagt skelfilegt um þessar mundir en liðið gerði sitt fjórða jafntefli í röð er það mætti Burnley á Turf Moor í dag. Leiknum lauk með markalausu jafntefli og Arsenal því aðeins unnið tvo af síðustu 17 leikjum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×