Yfir 17 þúsund tilfelli Wuhan-veiru staðfest Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. febrúar 2020 06:42 Frá vinnustöðvun heilbrigðisstarfsfólks í Hong Kong. Vísir/EPA Staðfest tilfelli Wuhan-kórónaveirusmits eru nú orðin alls 17.205. Þá hefur 361 látist af völdum veirunnar, samkvæmt nýjum tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína. Heilbrigðisstarfsfólk í Hong Kong er nú í verkfalli og krefst þess að landamærum sjálfsstjórnarhéraðsins að meginlandi Kína verði lokað. Grunur er um yfir 21 þúsund tilfelli veirunnar og þá eru um 150 þúsund manns undir eftirliti lækna. 475 hafa náð sér af veirunni. Líkt og komið hefur fram hafa nú fleiri smitast af Wuhan-veirunni en Sars-veirunni árin 2002-2003. Dánarhlutfall í tilviki þeirrar fyrrnefndu er þó lægra, sem þykir benda til þess að hún sé ekki jafnbanvæn og Sars. Útbreiðsla veirunnar hefur haft víðtæk áhrif á kínverskt samfélag. Markaðir í Kína tóku til að mynda dýfu er þeir opnuðu í morgun í fyrsta sinn síðan 23. janúar, þegar aðeins 17 höfðu látist af veirunni. Þá hafa hundruð heilbrigðisstarfsmanna í Hong Kong nú lagt niður störf vegna veirunnar. Verkfallið nær til þeirra sem ekki teljast „ómissandi“ innan geirans. Þeir krefjast þess að landamærum Hong Kong og meginlands Kína verði lokað til að hefta útbreiðslu veirunnar. Þegar hafa allar lestar- og ferjusamgöngur milli Kína og sjálfstjórnarhéraðsins verið stöðvaðar til að stemma stigu við faraldrinum. Læknar og hjúkrunarfræðingar mæta til vinnu í Hong Kong í dag en munu leggja niður störf á morgun, verði stjórnvöld ekki að kröfum verkalýðshreyfingarinnar. Alls hafa 15 tilfelli Wuhan-veirunnar greinst í Hong Kong. Kínversk yfirvöld hafa gripið til víðtækra ráðstafana vegna veirunnar. Ráðist var í byggingu neyðarsjúkrahúsa í Wuhan og það fyrra, sem reis á aðeins átta dögum, var opnað í dag. Gert er ráð fyrir að hinn spítalinn verði tekinn í notkun á miðvikudag. Þá var fyrsta andlát af völdum veirunnar utan Kína staðfest í gær á Filippseyjum. Hinn látni var karlmaður á fimmtugsaldri. Mörg ríki heimsins hafa auk þess gert ráðstafanir til þess að hefta útbreiðslu veirunnar. Rússland hefur þannig lokað landamærum sínum að Kína og Ástralía og Bandaríkin hafa bannað ferðalög erlendra ríkisborgara frá Kína. Hong Kong Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vísað úr flugi eftir að hann neitaði að taka af sér gasgrímu Vísa þurfti manni úr flugi bandaríska flugfélagsins American Airlines þegar hann neitaði ítrekað að taka af sér gasgrímu, sem olli skelfingu meðal annarra farþega. 1. febrúar 2020 15:35 Umræðan um Wuhan-veiruna ekki stormur í vatnsglasi Sóttvarnarlæknir segir umfjöllun um Wuhan-kórónaveiruna ekki vera storm í vatnsglasi. Hana verði að taka alvarlega og deildarstjóri almannavarna tekur í sama streng. 2. febrúar 2020 13:13 Fyrsta andlátið af völdum Wuhan-veirunnar utan Kína staðfest Karlmaður á fimmtugsaldri lést í Filippseyjum af völdum Wuhan-kórónaveirunnar svokölluðu. Andlát hans er það fyrsta af völdum veirunnar utan Kína, en þar á veiran uppruna sinn. 2. febrúar 2020 07:31 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Staðfest tilfelli Wuhan-kórónaveirusmits eru nú orðin alls 17.205. Þá hefur 361 látist af völdum veirunnar, samkvæmt nýjum tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína. Heilbrigðisstarfsfólk í Hong Kong er nú í verkfalli og krefst þess að landamærum sjálfsstjórnarhéraðsins að meginlandi Kína verði lokað. Grunur er um yfir 21 þúsund tilfelli veirunnar og þá eru um 150 þúsund manns undir eftirliti lækna. 475 hafa náð sér af veirunni. Líkt og komið hefur fram hafa nú fleiri smitast af Wuhan-veirunni en Sars-veirunni árin 2002-2003. Dánarhlutfall í tilviki þeirrar fyrrnefndu er þó lægra, sem þykir benda til þess að hún sé ekki jafnbanvæn og Sars. Útbreiðsla veirunnar hefur haft víðtæk áhrif á kínverskt samfélag. Markaðir í Kína tóku til að mynda dýfu er þeir opnuðu í morgun í fyrsta sinn síðan 23. janúar, þegar aðeins 17 höfðu látist af veirunni. Þá hafa hundruð heilbrigðisstarfsmanna í Hong Kong nú lagt niður störf vegna veirunnar. Verkfallið nær til þeirra sem ekki teljast „ómissandi“ innan geirans. Þeir krefjast þess að landamærum Hong Kong og meginlands Kína verði lokað til að hefta útbreiðslu veirunnar. Þegar hafa allar lestar- og ferjusamgöngur milli Kína og sjálfstjórnarhéraðsins verið stöðvaðar til að stemma stigu við faraldrinum. Læknar og hjúkrunarfræðingar mæta til vinnu í Hong Kong í dag en munu leggja niður störf á morgun, verði stjórnvöld ekki að kröfum verkalýðshreyfingarinnar. Alls hafa 15 tilfelli Wuhan-veirunnar greinst í Hong Kong. Kínversk yfirvöld hafa gripið til víðtækra ráðstafana vegna veirunnar. Ráðist var í byggingu neyðarsjúkrahúsa í Wuhan og það fyrra, sem reis á aðeins átta dögum, var opnað í dag. Gert er ráð fyrir að hinn spítalinn verði tekinn í notkun á miðvikudag. Þá var fyrsta andlát af völdum veirunnar utan Kína staðfest í gær á Filippseyjum. Hinn látni var karlmaður á fimmtugsaldri. Mörg ríki heimsins hafa auk þess gert ráðstafanir til þess að hefta útbreiðslu veirunnar. Rússland hefur þannig lokað landamærum sínum að Kína og Ástralía og Bandaríkin hafa bannað ferðalög erlendra ríkisborgara frá Kína.
Hong Kong Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vísað úr flugi eftir að hann neitaði að taka af sér gasgrímu Vísa þurfti manni úr flugi bandaríska flugfélagsins American Airlines þegar hann neitaði ítrekað að taka af sér gasgrímu, sem olli skelfingu meðal annarra farþega. 1. febrúar 2020 15:35 Umræðan um Wuhan-veiruna ekki stormur í vatnsglasi Sóttvarnarlæknir segir umfjöllun um Wuhan-kórónaveiruna ekki vera storm í vatnsglasi. Hana verði að taka alvarlega og deildarstjóri almannavarna tekur í sama streng. 2. febrúar 2020 13:13 Fyrsta andlátið af völdum Wuhan-veirunnar utan Kína staðfest Karlmaður á fimmtugsaldri lést í Filippseyjum af völdum Wuhan-kórónaveirunnar svokölluðu. Andlát hans er það fyrsta af völdum veirunnar utan Kína, en þar á veiran uppruna sinn. 2. febrúar 2020 07:31 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Vísað úr flugi eftir að hann neitaði að taka af sér gasgrímu Vísa þurfti manni úr flugi bandaríska flugfélagsins American Airlines þegar hann neitaði ítrekað að taka af sér gasgrímu, sem olli skelfingu meðal annarra farþega. 1. febrúar 2020 15:35
Umræðan um Wuhan-veiruna ekki stormur í vatnsglasi Sóttvarnarlæknir segir umfjöllun um Wuhan-kórónaveiruna ekki vera storm í vatnsglasi. Hana verði að taka alvarlega og deildarstjóri almannavarna tekur í sama streng. 2. febrúar 2020 13:13
Fyrsta andlátið af völdum Wuhan-veirunnar utan Kína staðfest Karlmaður á fimmtugsaldri lést í Filippseyjum af völdum Wuhan-kórónaveirunnar svokölluðu. Andlát hans er það fyrsta af völdum veirunnar utan Kína, en þar á veiran uppruna sinn. 2. febrúar 2020 07:31