Borche: Voru margir eins og prímadonnur í kvöld Árni Jóhannsson skrifar 2. febrúar 2020 21:31 Borche var vel reiður í kvöld. vísir/daníel Þjálfari ÍR var skiljanlega ekki ánægður með það að hans menn hafi tapað fyrir Haukum fyrr í kvöld 93-100 en hann var fúlari yfir því hvernig hans menn mættu í leikinn. Tuð og röfl var mikið og vildi hann meina að sumir höguðu sér eins og prímadonnur. „Ég held að við mættum ekki rétt í þennan leik og ekki með rétt hugarfar. Sumir leikmanna minna voru mjög pirraðir af einhverri ástæðu sem ég skil ekki. Þeir voru að væla í dómurunum allan tímann í stað þess að takast á við áskorunina og reyna að gera eins vel og þeir gátu. Við vorum margir eins og prímadonnur í kvöld og ég verð að vera harður við mína menn í kvöld. Þetta á að vera körfubolti og maður á að gera sitt besta en ekki að hugsa um dómarana, ef þú vinnur þá vinnur þú og ef þú tapar þá tapar þú. Þetta er ekki í fyrsta skipti og ekki í það síðasta sem þetta gerist. Ég er mjög reiður út í suma af mínum mönnum og er nú þegar búinn að benda þeim á það og mun gera það aftur í búningsherberginu“. „Ég þarf að óska Haukum til hamingju með leikinn. Þeir mættu með rétt hugarfar og rétta orku í leikinn og þegar við vorum komnir með 10 stiga forskot þá gerum við okkur seka um heimskulegar villur, sérstaklega sóknarvillur og sérstaklega frá Evan [Singletary]. Ég er ekki með annan leikstjórnanda í kvöld þar sem Daði er veikur og Georgi líka þannig við vorum manni færri. Evan þarf að stjórna sínum leik og enda hann á réttan hátt. Haukar náðu að spila sinn leik en við vorum ekki að hlusta á leikplanið og það sem við höfum verið að tala um í vikunni fyrir þennan leik. Ég er reiður, ekki endilega af því að við töpuðum, ég er reiður vegna þess að við vorum ekki með rétt hugarfar í kvöld. Það er að segja sumir af strákunum“. ÍR hefur fengið á sig 100 stig tvo leiki í röð og það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir Borce. „Að sjálfsögðu er það áhyggjuefni. Ég vil ekki vera með afsakanir en það hefur vantað leikmenn hjá okkur í undanfarna leiki. Það er alltaf eitthvað að hjá okkur og sérstaklega í þessum mikilvægu leikjum. Við þurftum að vinna þennan leik í kvöld og nú þurfum við að bíða eftir einhverju öðru“. Þar sem að Þór frá Þorlákshöfn vann í kvöld þá minnkar munurinn á milli ÍR og Þórs í baráttunni um sjöunda og áttunda sætið í deildinni og var Borce beðinn um að meta það. „Allir eru að reyna að gera sitt besta í þessari baráttu. Við verðum að mæta með rétt hugarfar og ekki vera að tuða í dómurunum. Allir gera mistök og það á einnig við um dómarana. Við verðum að gera betur hjá okkur en sumir hjá okkur voru alltaf að kvarta og ég átti ekki von á þessu í kvöld“. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Haukar 93-100 | Haukar unnu fimmta leikinn í röð Haukar náðu í sterkan útisigur í Breiðholtinu og þar með fimmta sigurinn í röð. 2. febrúar 2020 22:00 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sport Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira
Þjálfari ÍR var skiljanlega ekki ánægður með það að hans menn hafi tapað fyrir Haukum fyrr í kvöld 93-100 en hann var fúlari yfir því hvernig hans menn mættu í leikinn. Tuð og röfl var mikið og vildi hann meina að sumir höguðu sér eins og prímadonnur. „Ég held að við mættum ekki rétt í þennan leik og ekki með rétt hugarfar. Sumir leikmanna minna voru mjög pirraðir af einhverri ástæðu sem ég skil ekki. Þeir voru að væla í dómurunum allan tímann í stað þess að takast á við áskorunina og reyna að gera eins vel og þeir gátu. Við vorum margir eins og prímadonnur í kvöld og ég verð að vera harður við mína menn í kvöld. Þetta á að vera körfubolti og maður á að gera sitt besta en ekki að hugsa um dómarana, ef þú vinnur þá vinnur þú og ef þú tapar þá tapar þú. Þetta er ekki í fyrsta skipti og ekki í það síðasta sem þetta gerist. Ég er mjög reiður út í suma af mínum mönnum og er nú þegar búinn að benda þeim á það og mun gera það aftur í búningsherberginu“. „Ég þarf að óska Haukum til hamingju með leikinn. Þeir mættu með rétt hugarfar og rétta orku í leikinn og þegar við vorum komnir með 10 stiga forskot þá gerum við okkur seka um heimskulegar villur, sérstaklega sóknarvillur og sérstaklega frá Evan [Singletary]. Ég er ekki með annan leikstjórnanda í kvöld þar sem Daði er veikur og Georgi líka þannig við vorum manni færri. Evan þarf að stjórna sínum leik og enda hann á réttan hátt. Haukar náðu að spila sinn leik en við vorum ekki að hlusta á leikplanið og það sem við höfum verið að tala um í vikunni fyrir þennan leik. Ég er reiður, ekki endilega af því að við töpuðum, ég er reiður vegna þess að við vorum ekki með rétt hugarfar í kvöld. Það er að segja sumir af strákunum“. ÍR hefur fengið á sig 100 stig tvo leiki í röð og það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir Borce. „Að sjálfsögðu er það áhyggjuefni. Ég vil ekki vera með afsakanir en það hefur vantað leikmenn hjá okkur í undanfarna leiki. Það er alltaf eitthvað að hjá okkur og sérstaklega í þessum mikilvægu leikjum. Við þurftum að vinna þennan leik í kvöld og nú þurfum við að bíða eftir einhverju öðru“. Þar sem að Þór frá Þorlákshöfn vann í kvöld þá minnkar munurinn á milli ÍR og Þórs í baráttunni um sjöunda og áttunda sætið í deildinni og var Borce beðinn um að meta það. „Allir eru að reyna að gera sitt besta í þessari baráttu. Við verðum að mæta með rétt hugarfar og ekki vera að tuða í dómurunum. Allir gera mistök og það á einnig við um dómarana. Við verðum að gera betur hjá okkur en sumir hjá okkur voru alltaf að kvarta og ég átti ekki von á þessu í kvöld“.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Haukar 93-100 | Haukar unnu fimmta leikinn í röð Haukar náðu í sterkan útisigur í Breiðholtinu og þar með fimmta sigurinn í röð. 2. febrúar 2020 22:00 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sport Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira
Leik lokið: ÍR - Haukar 93-100 | Haukar unnu fimmta leikinn í röð Haukar náðu í sterkan útisigur í Breiðholtinu og þar með fimmta sigurinn í röð. 2. febrúar 2020 22:00