Körfubolti

Minntust Kobe og Gigi Bryant á hæstu byggingu í heimi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd af Kobe og Gigi Bryant var á hæstu byggingu í heimi
Mynd af Kobe og Gigi Bryant var á hæstu byggingu í heimi Getty/Francois Nel

Kobe Bryant hefur verið heiðraður út um allan heim eftir að hann fórst ásamt dóttur sinni og sjö öðrum í þyrluslysi í Kaliforníu á sunnudaginn fyrir viku.

Dúbaí er ein af borgunum úti í heimi sem hafa gert sitt í að heiðra minningu þessa frábæra körfuboltamanns sem var ein frægasta íþróttastjarna heims.

Burj Khalifa byggingin í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum er hæsta bygging heims en hún er 163 hæðir og 828 metrar á hæð eða meira en átta fótboltavellir.

Í Dúbaí hafa menn mikinn metnað til að gera hlutina stærri og meiri en annars staðar og það má sjá á hvernig þeir minntust Kobe Bryant og þrettán ára dóttur hans Gigi Bryant.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig Dúbaí heiðraði Kobe og Gigi á hæstu byggingu í heimi þegar ein vika var liðin frá slysinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×