Hildur Guðnadóttir vann BAFTA-verðlaun Sylvía Hall skrifar 2. febrúar 2020 19:45 Hildur Guðnadóttir á rauða dreglinum í kvöld. Vísir/EPA Tónskáldið Hildur Guðnadóttir heldur áfram að sópa til sín verðlaunum. Í kvöld vann hún BAFTA-verðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni um Jókerinn. BAFTA-verðlaunin eru afhent af bresku kvikmyndaakademíunni og þykja afar eftirsóknarverð. Sigur Hildar í kvöld ýtir enn frekar undir þær vonir að hún beri sigur úr býtum á Óskarsverðlaununum þar sem hún er einnig tilnefnd fyrir tónlist sína í kvikmyndinni. Þetta eru þriðju stóru verðlaunin sem Hildur vinnur í ár en hún hefur nú þegar unnið Golden Globe fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker og Grammy-verðlaun fyrir tónlistina í þáttunum Chernobyl. Hún var önnur konan til þess að hljóta Golden Globe-verðlaun fyrir frumsamda kvikmyndatónlist og sú fyrsta til þess að gera það ein. Líkt og fyrr sagði er Hildur tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlistina í kvikmyndinni um Jókerinn og er þar með sjöundi Íslendingurinn til að fá tilnefningu. Jóhann Jóhannsson fékk tilnefningar árin 2015 og 2016 fyrir tónlist sína í kvikmyndunum The Theory of Everything og Sicario. Jóhann og Hildur unnu mikið saman á sínum tíma. Óhætt er að segja að Hildur sé á mikilli sigurgöngu um þessar mundir. Fari svo að Hildur vinni Óskarsverðlaun verður hún fyrsti Íslendingurinn til þess að hljóta þann heiður. Hildur Guđnadóttir wins best original score for "Joker" at #EEBAFTAshttps://t.co/iPpZJ3HOlC— Variety (@Variety) February 2, 2020 BAFTA Hildur Guðnadóttir Hollywood Íslendingar erlendis Tónlist Tengdar fréttir Hildur vann Grammy fyrir Chernobyl Hildur Guðnadóttir tónskáld vann í kvöld Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. 26. janúar 2020 21:14 Hildur Guðnadóttir tilnefnd til Óskarsverðlauna Hildur Guðnadóttir var rétt í þessu tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni um Jókerinn. 13. janúar 2020 13:24 Flestir veðja á að Hildur Guðna hreppi Óskarinn Stuðullinn á Betsson aðeins 1,3 prósent. 30. janúar 2020 11:50 Hildur ljómaði á Grammy hátíðinni Hildur Guðnadóttir tónskáld vann í gær Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. 27. janúar 2020 10:00 Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Tónskáldið Hildur Guðnadóttir heldur áfram að sópa til sín verðlaunum. Í kvöld vann hún BAFTA-verðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni um Jókerinn. BAFTA-verðlaunin eru afhent af bresku kvikmyndaakademíunni og þykja afar eftirsóknarverð. Sigur Hildar í kvöld ýtir enn frekar undir þær vonir að hún beri sigur úr býtum á Óskarsverðlaununum þar sem hún er einnig tilnefnd fyrir tónlist sína í kvikmyndinni. Þetta eru þriðju stóru verðlaunin sem Hildur vinnur í ár en hún hefur nú þegar unnið Golden Globe fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker og Grammy-verðlaun fyrir tónlistina í þáttunum Chernobyl. Hún var önnur konan til þess að hljóta Golden Globe-verðlaun fyrir frumsamda kvikmyndatónlist og sú fyrsta til þess að gera það ein. Líkt og fyrr sagði er Hildur tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlistina í kvikmyndinni um Jókerinn og er þar með sjöundi Íslendingurinn til að fá tilnefningu. Jóhann Jóhannsson fékk tilnefningar árin 2015 og 2016 fyrir tónlist sína í kvikmyndunum The Theory of Everything og Sicario. Jóhann og Hildur unnu mikið saman á sínum tíma. Óhætt er að segja að Hildur sé á mikilli sigurgöngu um þessar mundir. Fari svo að Hildur vinni Óskarsverðlaun verður hún fyrsti Íslendingurinn til þess að hljóta þann heiður. Hildur Guđnadóttir wins best original score for "Joker" at #EEBAFTAshttps://t.co/iPpZJ3HOlC— Variety (@Variety) February 2, 2020
BAFTA Hildur Guðnadóttir Hollywood Íslendingar erlendis Tónlist Tengdar fréttir Hildur vann Grammy fyrir Chernobyl Hildur Guðnadóttir tónskáld vann í kvöld Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. 26. janúar 2020 21:14 Hildur Guðnadóttir tilnefnd til Óskarsverðlauna Hildur Guðnadóttir var rétt í þessu tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni um Jókerinn. 13. janúar 2020 13:24 Flestir veðja á að Hildur Guðna hreppi Óskarinn Stuðullinn á Betsson aðeins 1,3 prósent. 30. janúar 2020 11:50 Hildur ljómaði á Grammy hátíðinni Hildur Guðnadóttir tónskáld vann í gær Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. 27. janúar 2020 10:00 Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Hildur vann Grammy fyrir Chernobyl Hildur Guðnadóttir tónskáld vann í kvöld Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. 26. janúar 2020 21:14
Hildur Guðnadóttir tilnefnd til Óskarsverðlauna Hildur Guðnadóttir var rétt í þessu tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni um Jókerinn. 13. janúar 2020 13:24
Flestir veðja á að Hildur Guðna hreppi Óskarinn Stuðullinn á Betsson aðeins 1,3 prósent. 30. janúar 2020 11:50
Hildur ljómaði á Grammy hátíðinni Hildur Guðnadóttir tónskáld vann í gær Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. 27. janúar 2020 10:00