Erfitt að halda uppi löggæslu í fíkniefnamálum sökum álags Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. febrúar 2020 20:30 Lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á rúmlega 63 kíló af hörðum fíkniefnum í fyrra, rúmlega fjórfalt meira en árið á undan. Lögreglustjóri segir embættið vera í vandræðum með að halda uppi löggæslu í málaflokknum. Álag á lögreglumönnum sé gríðarlegt. Árið 2017 lagði lögreglan á Suðurnesjum, í samstarfi við tollgæsluna, hald á 46 kíló af sterkum fíkniefnum. kókaíni, amfetamíni og metamfetamíni. Árið 2018 var hald lagt á 15 kíló. Árið 2019 lagði lögreglan hald á 63,3 kíló. „Árið 2019 var algjört metár hjá okkur, bæði hvað varðar haldlögð fíkniefni og umfang mála,“ segir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi.Vísir/Frikki Yfir tvö þúsund gæsluvarðhaldsdagar í fyrra „Það er ljóst að aukningin er mjög mikil og það vekur auðvitað upp spurningar hvernig eigum við að taka á því, hvað er að gerast og hver er þróunin,“ segir Ólafur Helgi. Meira er nú flutt inn í einu, málin orðin mun flóknari og rannsóknirnar taka lengri tíma. „Til að mynda hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum verið með algjört met í gæsluvarðhaldsdögum ef við getum sagt sem svo,“ segir Jón Halldór. 63 einstaklingar sættu gæsluvarðhaldi árið 2019 í samtals 2240 daga. Það þýðir að að meðaltali sættu 6 einstaklingar gæsluvarðhaldi alla daga ársins. Langflestir vegna fíkniefnamála eða 33 einstaklingar í samtals 1415 daga. „Af þessum hópi er þetta að stærstum hluta burðardýr,“ segir Jón Halldór. Vantar meiri mannskap til að sinna málunum Margir lögreglumenn koma að hverju máli og segja þeir að álagið hafi aukist til muna. 7 manns sinna rannsókn fíkniefnamála hjá embættinu. „Við erum í vandræðum með að hafa mannskap til þess að halda uppi þeirri löggæslu í þessum efnum sem við viljum,“ segir Ólafur Helgi. Jón Halldór tegur í sama streng. „Við þyrftum í þessari deild sem sinnir skipulagðri brotastarfsemi að vera helmingi fleiri ef vel á að vera,“ segir Jón Halldór. Þá hafi öðrum málum, til dæmis er varða smygl á fólki einnig aukist í umdæminu. Þeir segja ljóst að fíkniefnamarkaðurinn sé að stækka og mikilvægt sé að bregðast við því. Fíkniefnavandinn vágestur fyrir samfélagið „Þetta hefur gríðarlega skaðleg áhrif og skemmir fyrir mörgum. Þetta er harmleikur,“ segir Ólafur Helgi. Bæði fyrir þá sem neyti fíkniefnanna og burðardýranna. Ólafur Helgi Kjartansson.Vísir/Frikki Samfélagið verði að fara huga að því hvernig takst eigi á við fíkniefnavandann. „Þetta er náttúrulega mikill vágestur fyrir samfélagið. Þetta er að kosta heilbrigðiskerfið, lögreglu og samfélagið mjög mikið. Fyrir utan þann harmleik sem tengist þessum fjölskyldum sem standa að baki þessum einstaklingum sem verða svona óheppnir,“ segir Jón Halldór. Ef það eigi að takast sé mikilvægt að bæta í löggæslu og efla greiningavinnu. Til þess þurfi meiri mannskap. Embættið hefur sent minniblað um ástandið til dómsmálaráðherra. „Okkar vilji er sá að reyna sinna þessu sem allra best og hafa til þess nægan mannskap þannig að álagið á rannsóknarlögreglumönnum verði ekki eins mikið á hvern mann,“ segir Ólafur Helgi. Fíkn Lögreglan Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á rúmlega 63 kíló af hörðum fíkniefnum í fyrra, rúmlega fjórfalt meira en árið á undan. Lögreglustjóri segir embættið vera í vandræðum með að halda uppi löggæslu í málaflokknum. Álag á lögreglumönnum sé gríðarlegt. Árið 2017 lagði lögreglan á Suðurnesjum, í samstarfi við tollgæsluna, hald á 46 kíló af sterkum fíkniefnum. kókaíni, amfetamíni og metamfetamíni. Árið 2018 var hald lagt á 15 kíló. Árið 2019 lagði lögreglan hald á 63,3 kíló. „Árið 2019 var algjört metár hjá okkur, bæði hvað varðar haldlögð fíkniefni og umfang mála,“ segir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi.Vísir/Frikki Yfir tvö þúsund gæsluvarðhaldsdagar í fyrra „Það er ljóst að aukningin er mjög mikil og það vekur auðvitað upp spurningar hvernig eigum við að taka á því, hvað er að gerast og hver er þróunin,“ segir Ólafur Helgi. Meira er nú flutt inn í einu, málin orðin mun flóknari og rannsóknirnar taka lengri tíma. „Til að mynda hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum verið með algjört met í gæsluvarðhaldsdögum ef við getum sagt sem svo,“ segir Jón Halldór. 63 einstaklingar sættu gæsluvarðhaldi árið 2019 í samtals 2240 daga. Það þýðir að að meðaltali sættu 6 einstaklingar gæsluvarðhaldi alla daga ársins. Langflestir vegna fíkniefnamála eða 33 einstaklingar í samtals 1415 daga. „Af þessum hópi er þetta að stærstum hluta burðardýr,“ segir Jón Halldór. Vantar meiri mannskap til að sinna málunum Margir lögreglumenn koma að hverju máli og segja þeir að álagið hafi aukist til muna. 7 manns sinna rannsókn fíkniefnamála hjá embættinu. „Við erum í vandræðum með að hafa mannskap til þess að halda uppi þeirri löggæslu í þessum efnum sem við viljum,“ segir Ólafur Helgi. Jón Halldór tegur í sama streng. „Við þyrftum í þessari deild sem sinnir skipulagðri brotastarfsemi að vera helmingi fleiri ef vel á að vera,“ segir Jón Halldór. Þá hafi öðrum málum, til dæmis er varða smygl á fólki einnig aukist í umdæminu. Þeir segja ljóst að fíkniefnamarkaðurinn sé að stækka og mikilvægt sé að bregðast við því. Fíkniefnavandinn vágestur fyrir samfélagið „Þetta hefur gríðarlega skaðleg áhrif og skemmir fyrir mörgum. Þetta er harmleikur,“ segir Ólafur Helgi. Bæði fyrir þá sem neyti fíkniefnanna og burðardýranna. Ólafur Helgi Kjartansson.Vísir/Frikki Samfélagið verði að fara huga að því hvernig takst eigi á við fíkniefnavandann. „Þetta er náttúrulega mikill vágestur fyrir samfélagið. Þetta er að kosta heilbrigðiskerfið, lögreglu og samfélagið mjög mikið. Fyrir utan þann harmleik sem tengist þessum fjölskyldum sem standa að baki þessum einstaklingum sem verða svona óheppnir,“ segir Jón Halldór. Ef það eigi að takast sé mikilvægt að bæta í löggæslu og efla greiningavinnu. Til þess þurfi meiri mannskap. Embættið hefur sent minniblað um ástandið til dómsmálaráðherra. „Okkar vilji er sá að reyna sinna þessu sem allra best og hafa til þess nægan mannskap þannig að álagið á rannsóknarlögreglumönnum verði ekki eins mikið á hvern mann,“ segir Ólafur Helgi.
Fíkn Lögreglan Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent