Sérsveit Maduro sögð skipuð dæmdum glæpamönnum Kjartan Kjartansson skrifar 19. febrúar 2020 23:45 Grímuklæddir liðsmenn FAES-sérsveitarinnar á ferð við höfuðborgina Carácas. Vísir/EPA Dæmdir glæpamenn eru sagðir á meðal liðsmanna sérsveitar lögreglunnar í Venesúela sem Nicolas Maduro stofnaði. Tveir liðsmenn sveitarinnar sem hafa hlotið refsidóma eru á meðal lögreglumanna sem eru sakaðir um morð. Maduro forseti stofnaði sérsveit innan ríkislögreglu Venesúela fyrir tveimur og hálfu ári. Liðsmenn hennar klæðast svörtum grímum og einkennisbúningum með höfuðkúpumerki og ganga yfirleitt undir nafnleynd. Mannréttindasamtök, stjórnarandstöðuþingmenn og óbreyttir borgarar hafa sakað liðsmenn hennar um pyntingar og aftökur utan dóms og laga. Þúsundir slíkra mála eru sögð látin falla niður án frekari rannsóknar. Ítarleg rannsókn Reuters-fréttastofunnar leiðir í ljós að menn sem hafa hlotið fangelsisdóma séu á meðal þeirra sem skipa sérsveit Maduro. Þannig afplánuðu að minnsta kosti tveir liðsmenn sveitarinnar sem eru sakaðir um að hafa drepið tvo menn fyrir utan höfuðborgina Caracas fangelsisdóma áður en þeir gengu til liðs við sveitina. Að minnsta kosti þrír aðrir lögreglumenn sem ekki eru ákærðir eru einnig á sakaskrá. Mennirnir tveir sem voru myrtir voru sjálfir núverandi og fyrrverandi lögreglumenn, þó ekki hjá sérsveitinni. Tengsl þeirra við lögregluna eru sögð líklega eina ástæða þess að morðin voru rannsökuð frekar og upplýst var um nöfn lögreglumannanna sem eru grunaðir um að hafa drepið þá. Upphaflega hélt sérsveitin því fram að mennirnir tveir hefðu verið felldir eftir að þeir hófu sjálfir skothríð á lögreglumennina. Rannsókn leiddi síðar í ljós að hvorugur þeirra hafði hleypt af skotum og að þeir hefðu sjálfir verið skotnir ofan frá, ekki í skotbardaga eins og sérsveitin fullyrti. Vekja jafnmikinn ótta og glæpamenn Landslög og innri stefna ríkislögreglunnar bannar að dæmdir gegni starfi lögreglumanna. Fulltrúar yfirvalda svöruðu ekki fyrirspurnum Reuters um lögreglumennina sem eru með sakaferil á bakinu. Fréttaveitan hefur ekki getað staðfest hversu margir liðsmenn sérsveitarinnar eru dæmdir glæpamenn. Sérsveitin, sem gengur undir skammstöfuninni FAES, er af mörgum talin tól Maduro forseta til að halda almenningi í heljargreipum. Maduro hefur lofað sveitina fyrir að berjast gegn glæpum og ofbeldi en liðsmenn hennar eru sagðir vekja jafnmikinn ótta hjá landsmönnum og glæpamennirnir sem hún á að berjast gegn, sérstaklega í fátækari hverfum þar sem efnahagslegar þrengingar hafa valdið óánægju og gremju í garð stjórnvalda. „Þeir ráða fólk sem er ekki hrætt við að fremja glæpi, að fara inn á heimili án heimildar og drepa. Glæpamaður gerir þetta greiðar því hann hefur þegar gert þessa hluti áður,“ segir Nora Echavez, fyrrverandi saksóknari í Miranda-ríki, þar sem morðmálið gegn liðsmönnum sveitarinnar er nú rekið. Venesúela Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Dæmdir glæpamenn eru sagðir á meðal liðsmanna sérsveitar lögreglunnar í Venesúela sem Nicolas Maduro stofnaði. Tveir liðsmenn sveitarinnar sem hafa hlotið refsidóma eru á meðal lögreglumanna sem eru sakaðir um morð. Maduro forseti stofnaði sérsveit innan ríkislögreglu Venesúela fyrir tveimur og hálfu ári. Liðsmenn hennar klæðast svörtum grímum og einkennisbúningum með höfuðkúpumerki og ganga yfirleitt undir nafnleynd. Mannréttindasamtök, stjórnarandstöðuþingmenn og óbreyttir borgarar hafa sakað liðsmenn hennar um pyntingar og aftökur utan dóms og laga. Þúsundir slíkra mála eru sögð látin falla niður án frekari rannsóknar. Ítarleg rannsókn Reuters-fréttastofunnar leiðir í ljós að menn sem hafa hlotið fangelsisdóma séu á meðal þeirra sem skipa sérsveit Maduro. Þannig afplánuðu að minnsta kosti tveir liðsmenn sveitarinnar sem eru sakaðir um að hafa drepið tvo menn fyrir utan höfuðborgina Caracas fangelsisdóma áður en þeir gengu til liðs við sveitina. Að minnsta kosti þrír aðrir lögreglumenn sem ekki eru ákærðir eru einnig á sakaskrá. Mennirnir tveir sem voru myrtir voru sjálfir núverandi og fyrrverandi lögreglumenn, þó ekki hjá sérsveitinni. Tengsl þeirra við lögregluna eru sögð líklega eina ástæða þess að morðin voru rannsökuð frekar og upplýst var um nöfn lögreglumannanna sem eru grunaðir um að hafa drepið þá. Upphaflega hélt sérsveitin því fram að mennirnir tveir hefðu verið felldir eftir að þeir hófu sjálfir skothríð á lögreglumennina. Rannsókn leiddi síðar í ljós að hvorugur þeirra hafði hleypt af skotum og að þeir hefðu sjálfir verið skotnir ofan frá, ekki í skotbardaga eins og sérsveitin fullyrti. Vekja jafnmikinn ótta og glæpamenn Landslög og innri stefna ríkislögreglunnar bannar að dæmdir gegni starfi lögreglumanna. Fulltrúar yfirvalda svöruðu ekki fyrirspurnum Reuters um lögreglumennina sem eru með sakaferil á bakinu. Fréttaveitan hefur ekki getað staðfest hversu margir liðsmenn sérsveitarinnar eru dæmdir glæpamenn. Sérsveitin, sem gengur undir skammstöfuninni FAES, er af mörgum talin tól Maduro forseta til að halda almenningi í heljargreipum. Maduro hefur lofað sveitina fyrir að berjast gegn glæpum og ofbeldi en liðsmenn hennar eru sagðir vekja jafnmikinn ótta hjá landsmönnum og glæpamennirnir sem hún á að berjast gegn, sérstaklega í fátækari hverfum þar sem efnahagslegar þrengingar hafa valdið óánægju og gremju í garð stjórnvalda. „Þeir ráða fólk sem er ekki hrætt við að fremja glæpi, að fara inn á heimili án heimildar og drepa. Glæpamaður gerir þetta greiðar því hann hefur þegar gert þessa hluti áður,“ segir Nora Echavez, fyrrverandi saksóknari í Miranda-ríki, þar sem morðmálið gegn liðsmönnum sveitarinnar er nú rekið.
Venesúela Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira