Ef ófaglærðir starfsmenn í leikskólum fengju borgað eins og barnapíur Ingvi Hrannar Ómarsson skrifar 19. febrúar 2020 17:00 Engin starfsgrein skilar jafn miklu til baka en þeir sem mennta börnin okkar enda er menntun það mikilvægasta sem landið getur fjárfest í. Lilja Alfreðdóttir benti t.a.m. á að „hver króna sem stjórnvöld greiddu til náms á háskólastigi skilaði sér áttfalt til baka.” Þegar er litið er til menntunar yngri barna skilar hún jafnvel meiru. Samkvæmt rannsóknum menntamálayfirvalda í Pensylvaníu-ríki í USA skilar góð menntun barna í leikskóla (pre-kindergarten) sér sautjánfalt (17x) til baka til samfélagsins. Góð menntun barna í leikskóla skilar sér sautjánfalt (17x) til baka til samfélagsins. Það virðist sveitarfélög landsins litlu skipta hvort leikskólakennarar eða ófaglært starfsfólk starfi í leikskólum, enda brjóta sveitarfélög ítrekað lög með því að uppfylla ekki lágmarkshlutfall stöðugilda við kennslu, umönnun og uppeldi barna í hverjum leikskóla. Hlutfall menntaðra leikskólakennara í Reykjavíkurborg er um 25% og er langt frá því að ná því 67% lágmarki sem lög gera ráð fyrir. Það er ekki af því að svona fáir hafa menntað sig í uppeldis-og kennslufræðum heldur alltof fáir sem kjósa að starfa við menntun og umönnun barna þegar þau geta fengið hærri laun í nánast hvaða starfi sem er. Sveitarfélög greiða alltof lág laun og það er að kosta okkur stórfé! Það er ekki skortur á fólki sem hefur menntað sig við kennslu heldur skortur á menntuðu fólki sem kýs að starfa við það. Það er bleiki fíllinn! Fyrir vikið eru fjölmargir ófaglærðir sem starfa í leikskólum. Þetta fólk er á alltof lágum launum, sem veldur því að starfsmannavelta í leikskólum er alltof mikil því ófaglært starfsfólk getur skipt um starf um leið og það losnar í ræstingum (15% hærri laun), við afgreiðslu í dagvöruverslun (18% hærri laun), eða á glugga- og bílaþvottastöð (32,5% hærri laun) miðað við launarannsókn Hagstofu Íslands árið 2018. Það sama á við um leikskólakennara sem eru einnig á alltof lágum launum. Ég held að flestir séu sammála um að laun í leikskólum eru of lág. Ef þú ert ekki sammála því skaltu prófa að sækja um. Sveitarfélög sem brjóta lög um hlutfall menntaðra leikskólakennara ættu að mínu mati að sæta dagsektum. Til að setja laun ófaglærðra í leikskólum í samhengi gerði ég óformlega rannsókn á launum 15 ára unglinga sem passa börn. Svo virðist sem laun barnapíu séu um 750-1000 krónur á tímann fyrir hvert barn. Segjum að ófaglært starfsfólk leikskólanna fengi sömu laun. Þá liti launaseðillinn fyrir mánuðinn svona út: Þetta er að sjálfsögðu ósanngjarn samanburður því starf ófaglærðra starfsmanna á leikskólum er miklu faglegra en starf barnapíu sem setur á bíómynd og fer svo í símann á meðan beðið er eftir pizzu. Í leikskólum er unnið gríðarlega mikilvægt starf í uppeldi og umönnun. Ólíkt barnapössun er starf á leikskóla ekki pössun og leikskólar eru ekki geymsla heldur líklega einhver mikilvægasti tími í þroska hvers barns. Það á ekki einu sinni að bera þetta saman. Fáránleikinn í þessu öllu saman er því að það þurfi aðeins laun 15 ára barnapíu til að þrefalda laun ófaglærðra starfsmanna leikskóla. En ef ófaglært starfsfólk fengi greitt eins og barnapíur, hvað ætti þá faglært starfsfólk með 5 ára háskólanám í uppeldi og umönnun barna að fá í laun? 2500 krónur á barn (sem myndi gera 2.240.000 á mánuði). Af hverju ekki? Miðað við rannsóknir fengjum við það 17x til baka. Höfundur er kennari, frumkvöðull, ráðgjafi og nemandi við Stanford-háskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Engin starfsgrein skilar jafn miklu til baka en þeir sem mennta börnin okkar enda er menntun það mikilvægasta sem landið getur fjárfest í. Lilja Alfreðdóttir benti t.a.m. á að „hver króna sem stjórnvöld greiddu til náms á háskólastigi skilaði sér áttfalt til baka.” Þegar er litið er til menntunar yngri barna skilar hún jafnvel meiru. Samkvæmt rannsóknum menntamálayfirvalda í Pensylvaníu-ríki í USA skilar góð menntun barna í leikskóla (pre-kindergarten) sér sautjánfalt (17x) til baka til samfélagsins. Góð menntun barna í leikskóla skilar sér sautjánfalt (17x) til baka til samfélagsins. Það virðist sveitarfélög landsins litlu skipta hvort leikskólakennarar eða ófaglært starfsfólk starfi í leikskólum, enda brjóta sveitarfélög ítrekað lög með því að uppfylla ekki lágmarkshlutfall stöðugilda við kennslu, umönnun og uppeldi barna í hverjum leikskóla. Hlutfall menntaðra leikskólakennara í Reykjavíkurborg er um 25% og er langt frá því að ná því 67% lágmarki sem lög gera ráð fyrir. Það er ekki af því að svona fáir hafa menntað sig í uppeldis-og kennslufræðum heldur alltof fáir sem kjósa að starfa við menntun og umönnun barna þegar þau geta fengið hærri laun í nánast hvaða starfi sem er. Sveitarfélög greiða alltof lág laun og það er að kosta okkur stórfé! Það er ekki skortur á fólki sem hefur menntað sig við kennslu heldur skortur á menntuðu fólki sem kýs að starfa við það. Það er bleiki fíllinn! Fyrir vikið eru fjölmargir ófaglærðir sem starfa í leikskólum. Þetta fólk er á alltof lágum launum, sem veldur því að starfsmannavelta í leikskólum er alltof mikil því ófaglært starfsfólk getur skipt um starf um leið og það losnar í ræstingum (15% hærri laun), við afgreiðslu í dagvöruverslun (18% hærri laun), eða á glugga- og bílaþvottastöð (32,5% hærri laun) miðað við launarannsókn Hagstofu Íslands árið 2018. Það sama á við um leikskólakennara sem eru einnig á alltof lágum launum. Ég held að flestir séu sammála um að laun í leikskólum eru of lág. Ef þú ert ekki sammála því skaltu prófa að sækja um. Sveitarfélög sem brjóta lög um hlutfall menntaðra leikskólakennara ættu að mínu mati að sæta dagsektum. Til að setja laun ófaglærðra í leikskólum í samhengi gerði ég óformlega rannsókn á launum 15 ára unglinga sem passa börn. Svo virðist sem laun barnapíu séu um 750-1000 krónur á tímann fyrir hvert barn. Segjum að ófaglært starfsfólk leikskólanna fengi sömu laun. Þá liti launaseðillinn fyrir mánuðinn svona út: Þetta er að sjálfsögðu ósanngjarn samanburður því starf ófaglærðra starfsmanna á leikskólum er miklu faglegra en starf barnapíu sem setur á bíómynd og fer svo í símann á meðan beðið er eftir pizzu. Í leikskólum er unnið gríðarlega mikilvægt starf í uppeldi og umönnun. Ólíkt barnapössun er starf á leikskóla ekki pössun og leikskólar eru ekki geymsla heldur líklega einhver mikilvægasti tími í þroska hvers barns. Það á ekki einu sinni að bera þetta saman. Fáránleikinn í þessu öllu saman er því að það þurfi aðeins laun 15 ára barnapíu til að þrefalda laun ófaglærðra starfsmanna leikskóla. En ef ófaglært starfsfólk fengi greitt eins og barnapíur, hvað ætti þá faglært starfsfólk með 5 ára háskólanám í uppeldi og umönnun barna að fá í laun? 2500 krónur á barn (sem myndi gera 2.240.000 á mánuði). Af hverju ekki? Miðað við rannsóknir fengjum við það 17x til baka. Höfundur er kennari, frumkvöðull, ráðgjafi og nemandi við Stanford-háskóla.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar