Ef ófaglærðir starfsmenn í leikskólum fengju borgað eins og barnapíur Ingvi Hrannar Ómarsson skrifar 19. febrúar 2020 17:00 Engin starfsgrein skilar jafn miklu til baka en þeir sem mennta börnin okkar enda er menntun það mikilvægasta sem landið getur fjárfest í. Lilja Alfreðdóttir benti t.a.m. á að „hver króna sem stjórnvöld greiddu til náms á háskólastigi skilaði sér áttfalt til baka.” Þegar er litið er til menntunar yngri barna skilar hún jafnvel meiru. Samkvæmt rannsóknum menntamálayfirvalda í Pensylvaníu-ríki í USA skilar góð menntun barna í leikskóla (pre-kindergarten) sér sautjánfalt (17x) til baka til samfélagsins. Góð menntun barna í leikskóla skilar sér sautjánfalt (17x) til baka til samfélagsins. Það virðist sveitarfélög landsins litlu skipta hvort leikskólakennarar eða ófaglært starfsfólk starfi í leikskólum, enda brjóta sveitarfélög ítrekað lög með því að uppfylla ekki lágmarkshlutfall stöðugilda við kennslu, umönnun og uppeldi barna í hverjum leikskóla. Hlutfall menntaðra leikskólakennara í Reykjavíkurborg er um 25% og er langt frá því að ná því 67% lágmarki sem lög gera ráð fyrir. Það er ekki af því að svona fáir hafa menntað sig í uppeldis-og kennslufræðum heldur alltof fáir sem kjósa að starfa við menntun og umönnun barna þegar þau geta fengið hærri laun í nánast hvaða starfi sem er. Sveitarfélög greiða alltof lág laun og það er að kosta okkur stórfé! Það er ekki skortur á fólki sem hefur menntað sig við kennslu heldur skortur á menntuðu fólki sem kýs að starfa við það. Það er bleiki fíllinn! Fyrir vikið eru fjölmargir ófaglærðir sem starfa í leikskólum. Þetta fólk er á alltof lágum launum, sem veldur því að starfsmannavelta í leikskólum er alltof mikil því ófaglært starfsfólk getur skipt um starf um leið og það losnar í ræstingum (15% hærri laun), við afgreiðslu í dagvöruverslun (18% hærri laun), eða á glugga- og bílaþvottastöð (32,5% hærri laun) miðað við launarannsókn Hagstofu Íslands árið 2018. Það sama á við um leikskólakennara sem eru einnig á alltof lágum launum. Ég held að flestir séu sammála um að laun í leikskólum eru of lág. Ef þú ert ekki sammála því skaltu prófa að sækja um. Sveitarfélög sem brjóta lög um hlutfall menntaðra leikskólakennara ættu að mínu mati að sæta dagsektum. Til að setja laun ófaglærðra í leikskólum í samhengi gerði ég óformlega rannsókn á launum 15 ára unglinga sem passa börn. Svo virðist sem laun barnapíu séu um 750-1000 krónur á tímann fyrir hvert barn. Segjum að ófaglært starfsfólk leikskólanna fengi sömu laun. Þá liti launaseðillinn fyrir mánuðinn svona út: Þetta er að sjálfsögðu ósanngjarn samanburður því starf ófaglærðra starfsmanna á leikskólum er miklu faglegra en starf barnapíu sem setur á bíómynd og fer svo í símann á meðan beðið er eftir pizzu. Í leikskólum er unnið gríðarlega mikilvægt starf í uppeldi og umönnun. Ólíkt barnapössun er starf á leikskóla ekki pössun og leikskólar eru ekki geymsla heldur líklega einhver mikilvægasti tími í þroska hvers barns. Það á ekki einu sinni að bera þetta saman. Fáránleikinn í þessu öllu saman er því að það þurfi aðeins laun 15 ára barnapíu til að þrefalda laun ófaglærðra starfsmanna leikskóla. En ef ófaglært starfsfólk fengi greitt eins og barnapíur, hvað ætti þá faglært starfsfólk með 5 ára háskólanám í uppeldi og umönnun barna að fá í laun? 2500 krónur á barn (sem myndi gera 2.240.000 á mánuði). Af hverju ekki? Miðað við rannsóknir fengjum við það 17x til baka. Höfundur er kennari, frumkvöðull, ráðgjafi og nemandi við Stanford-háskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Engin starfsgrein skilar jafn miklu til baka en þeir sem mennta börnin okkar enda er menntun það mikilvægasta sem landið getur fjárfest í. Lilja Alfreðdóttir benti t.a.m. á að „hver króna sem stjórnvöld greiddu til náms á háskólastigi skilaði sér áttfalt til baka.” Þegar er litið er til menntunar yngri barna skilar hún jafnvel meiru. Samkvæmt rannsóknum menntamálayfirvalda í Pensylvaníu-ríki í USA skilar góð menntun barna í leikskóla (pre-kindergarten) sér sautjánfalt (17x) til baka til samfélagsins. Góð menntun barna í leikskóla skilar sér sautjánfalt (17x) til baka til samfélagsins. Það virðist sveitarfélög landsins litlu skipta hvort leikskólakennarar eða ófaglært starfsfólk starfi í leikskólum, enda brjóta sveitarfélög ítrekað lög með því að uppfylla ekki lágmarkshlutfall stöðugilda við kennslu, umönnun og uppeldi barna í hverjum leikskóla. Hlutfall menntaðra leikskólakennara í Reykjavíkurborg er um 25% og er langt frá því að ná því 67% lágmarki sem lög gera ráð fyrir. Það er ekki af því að svona fáir hafa menntað sig í uppeldis-og kennslufræðum heldur alltof fáir sem kjósa að starfa við menntun og umönnun barna þegar þau geta fengið hærri laun í nánast hvaða starfi sem er. Sveitarfélög greiða alltof lág laun og það er að kosta okkur stórfé! Það er ekki skortur á fólki sem hefur menntað sig við kennslu heldur skortur á menntuðu fólki sem kýs að starfa við það. Það er bleiki fíllinn! Fyrir vikið eru fjölmargir ófaglærðir sem starfa í leikskólum. Þetta fólk er á alltof lágum launum, sem veldur því að starfsmannavelta í leikskólum er alltof mikil því ófaglært starfsfólk getur skipt um starf um leið og það losnar í ræstingum (15% hærri laun), við afgreiðslu í dagvöruverslun (18% hærri laun), eða á glugga- og bílaþvottastöð (32,5% hærri laun) miðað við launarannsókn Hagstofu Íslands árið 2018. Það sama á við um leikskólakennara sem eru einnig á alltof lágum launum. Ég held að flestir séu sammála um að laun í leikskólum eru of lág. Ef þú ert ekki sammála því skaltu prófa að sækja um. Sveitarfélög sem brjóta lög um hlutfall menntaðra leikskólakennara ættu að mínu mati að sæta dagsektum. Til að setja laun ófaglærðra í leikskólum í samhengi gerði ég óformlega rannsókn á launum 15 ára unglinga sem passa börn. Svo virðist sem laun barnapíu séu um 750-1000 krónur á tímann fyrir hvert barn. Segjum að ófaglært starfsfólk leikskólanna fengi sömu laun. Þá liti launaseðillinn fyrir mánuðinn svona út: Þetta er að sjálfsögðu ósanngjarn samanburður því starf ófaglærðra starfsmanna á leikskólum er miklu faglegra en starf barnapíu sem setur á bíómynd og fer svo í símann á meðan beðið er eftir pizzu. Í leikskólum er unnið gríðarlega mikilvægt starf í uppeldi og umönnun. Ólíkt barnapössun er starf á leikskóla ekki pössun og leikskólar eru ekki geymsla heldur líklega einhver mikilvægasti tími í þroska hvers barns. Það á ekki einu sinni að bera þetta saman. Fáránleikinn í þessu öllu saman er því að það þurfi aðeins laun 15 ára barnapíu til að þrefalda laun ófaglærðra starfsmanna leikskóla. En ef ófaglært starfsfólk fengi greitt eins og barnapíur, hvað ætti þá faglært starfsfólk með 5 ára háskólanám í uppeldi og umönnun barna að fá í laun? 2500 krónur á barn (sem myndi gera 2.240.000 á mánuði). Af hverju ekki? Miðað við rannsóknir fengjum við það 17x til baka. Höfundur er kennari, frumkvöðull, ráðgjafi og nemandi við Stanford-háskóla.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar