Ekkert verður til úr engu Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 19. febrúar 2020 08:30 Öflugt og fjölbreytt atvinnulíf er forsenda velferðar. Fjölbreytt atvinnulíf skapar störf, verðmæti og tekjur sem eru grundvöllur þess að hægt er að reka öflugt velferðarkerfi á Íslandi. Um það hljótum við öll að vera sammála. Það er alveg ljóst að lokun álversins í Straumsvík yrði mikið högg fyrir íslenskt samfélag og þá sérstaklega samfélagið okkar hér í Hafnarfirði. Það væri mikið áfall fyrir þá rúmlega 400 starfsmenn og fjölskyldur þeirra sem hjá álverinu starfa. Það væri einnig mikið áfall fyrir bæjarfélagið og alla þá tengdu starfsemi sem álverinu fylgir, fjölda fyrirtækja og einstaklinga í Hafnarfirði sem þjónusta álverið með einum eða öðrum hætti allt árið um kring. Með öðrum orðum; áhrifin yrðu gríðarleg á samfélagið okkar í heild. Verðmætasköpun Álverið er einn stærsti útflytjandi frá Íslandi og eru útflutningsverðmæti fyrirtækisins um 60 milljarðar króna á ári. Meirihluti starfsfólks álversins í Straumsvík eru íbúar Hafnarfjarðarbæjar og eru tekjur bæjarfélagsins af álverinu um 500 milljónir króna á ári. Þá á eftir að taka tillit til útsvarstekna allra þeirra sem þar vinna. Nýlega hlustaði ég á Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, tala um að innlendur kostnaður álversins í Straumsvík væri um 11 milljarðar á ári. Inni í þeirri tölu eru laun, skattar og kaup á vörum og þjónustu. Það er því enginn vafi á því að umsvif álversins í Straumsvík eru mikil og það skapar okkur mikil verðmæti. Verðmæti verða ekki til af sjálfu sér, þau þarf að skapa og það vita þeir sem reynt hafa. Verðmæti sem meðal annars fara til þess að reka okkar ágæta samfélag og stofnanir eins og spítala. Hættum að tala niður störf og iðnaðinn Tómas Guðbjartsson læknir heldur áfram að ræða málefni álversins af skilningsleysi og grunnhyggni. Læknirinn virðist einnig halda áfram að hvetja til aukinnar álframleiðslu í löndum sem menga jafnvel tífalt meira en við gerum hér á landi. Ég get ekki skilið hann öðruvísi. Tilfinning mín hefur lengi verið sú, að ákveðnum hópum samfélagsins, finnist iðnaður og iðnaðarstarfsemi ekki alveg nægilega fín atvinnugrein fyrir okkur hér á Íslandi. Það er leiðinlegur ósiður að tala niður ákveðnar atvinnugreinar í samfélaginu, slíkt lýsir drambi og hroka.Það er fremur dapurlegt að skynja m.a. það viðhorf hjá lækninum og ég leyfi mér að tengja umræðuna um iðnaðinn við stöðu iðnnáms og þann skort sem hefur verið og blasir við á iðnaðarmönnum hér á landi. Rannveig Rist, forstjóri Ísal, hefur sagt það mikla áskorun að óbreyttu að manna íslensku álfyrirtækin í náinni framtíð og væri það helst vegna skorts á starfsfólki með iðnmenntun. Að lokum má benda á þá staðreynd að orkunýting og ferðaþjónusta hafa átt góða samleið undanfarna tvo áratugi; þar sem ferðaþjónustan hefur vaxið mikið og notið góðs af orkunýtingu, t.d. gefið af sér Bláa lónið. Þátttakendur í heildarmyndinni Þrátt fyrir að við séum lítil og framleiðsla okkar sé ekki mikil í heildarmyndinni þá verðum við að vera ábyrg og gera hvað við getum. Við erum hluti alþjóðasamfélagsins og af þeirri ástæðu er skynsamlegt – af því við getum það – að framleiða ál með mun umhverfisvænni hætti en gert er annars staðar. Í raun þykir mér umhverfisvæn álframleiðsla á Íslandi vera eitt jákvæðasta innlegg okkar í þágu loftslagsmála. Höfundur er formaður bæjarráðs í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Stóriðja Vinnumarkaður Ágúst Bjarni Garðarsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Öflugt og fjölbreytt atvinnulíf er forsenda velferðar. Fjölbreytt atvinnulíf skapar störf, verðmæti og tekjur sem eru grundvöllur þess að hægt er að reka öflugt velferðarkerfi á Íslandi. Um það hljótum við öll að vera sammála. Það er alveg ljóst að lokun álversins í Straumsvík yrði mikið högg fyrir íslenskt samfélag og þá sérstaklega samfélagið okkar hér í Hafnarfirði. Það væri mikið áfall fyrir þá rúmlega 400 starfsmenn og fjölskyldur þeirra sem hjá álverinu starfa. Það væri einnig mikið áfall fyrir bæjarfélagið og alla þá tengdu starfsemi sem álverinu fylgir, fjölda fyrirtækja og einstaklinga í Hafnarfirði sem þjónusta álverið með einum eða öðrum hætti allt árið um kring. Með öðrum orðum; áhrifin yrðu gríðarleg á samfélagið okkar í heild. Verðmætasköpun Álverið er einn stærsti útflytjandi frá Íslandi og eru útflutningsverðmæti fyrirtækisins um 60 milljarðar króna á ári. Meirihluti starfsfólks álversins í Straumsvík eru íbúar Hafnarfjarðarbæjar og eru tekjur bæjarfélagsins af álverinu um 500 milljónir króna á ári. Þá á eftir að taka tillit til útsvarstekna allra þeirra sem þar vinna. Nýlega hlustaði ég á Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, tala um að innlendur kostnaður álversins í Straumsvík væri um 11 milljarðar á ári. Inni í þeirri tölu eru laun, skattar og kaup á vörum og þjónustu. Það er því enginn vafi á því að umsvif álversins í Straumsvík eru mikil og það skapar okkur mikil verðmæti. Verðmæti verða ekki til af sjálfu sér, þau þarf að skapa og það vita þeir sem reynt hafa. Verðmæti sem meðal annars fara til þess að reka okkar ágæta samfélag og stofnanir eins og spítala. Hættum að tala niður störf og iðnaðinn Tómas Guðbjartsson læknir heldur áfram að ræða málefni álversins af skilningsleysi og grunnhyggni. Læknirinn virðist einnig halda áfram að hvetja til aukinnar álframleiðslu í löndum sem menga jafnvel tífalt meira en við gerum hér á landi. Ég get ekki skilið hann öðruvísi. Tilfinning mín hefur lengi verið sú, að ákveðnum hópum samfélagsins, finnist iðnaður og iðnaðarstarfsemi ekki alveg nægilega fín atvinnugrein fyrir okkur hér á Íslandi. Það er leiðinlegur ósiður að tala niður ákveðnar atvinnugreinar í samfélaginu, slíkt lýsir drambi og hroka.Það er fremur dapurlegt að skynja m.a. það viðhorf hjá lækninum og ég leyfi mér að tengja umræðuna um iðnaðinn við stöðu iðnnáms og þann skort sem hefur verið og blasir við á iðnaðarmönnum hér á landi. Rannveig Rist, forstjóri Ísal, hefur sagt það mikla áskorun að óbreyttu að manna íslensku álfyrirtækin í náinni framtíð og væri það helst vegna skorts á starfsfólki með iðnmenntun. Að lokum má benda á þá staðreynd að orkunýting og ferðaþjónusta hafa átt góða samleið undanfarna tvo áratugi; þar sem ferðaþjónustan hefur vaxið mikið og notið góðs af orkunýtingu, t.d. gefið af sér Bláa lónið. Þátttakendur í heildarmyndinni Þrátt fyrir að við séum lítil og framleiðsla okkar sé ekki mikil í heildarmyndinni þá verðum við að vera ábyrg og gera hvað við getum. Við erum hluti alþjóðasamfélagsins og af þeirri ástæðu er skynsamlegt – af því við getum það – að framleiða ál með mun umhverfisvænni hætti en gert er annars staðar. Í raun þykir mér umhverfisvæn álframleiðsla á Íslandi vera eitt jákvæðasta innlegg okkar í þágu loftslagsmála. Höfundur er formaður bæjarráðs í Hafnarfirði.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun