Bílar

Dacia rafbíll væntanlegur á næsta ári

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Dacia Duster, jepplingur Dacia hefur verið afar vinsæll hér á landi.
Dacia Duster, jepplingur Dacia hefur verið afar vinsæll hér á landi. Vísir/Dacia

Eitt vinsælasta bílavörumerki landsins, Dacia sem leggur sig fram við að framleiða einfalda bíla á lágum verðum ætlar að fara að bjóða rafbíl til sölu innan Evrópu á næsta ári.

Bíllinn var fyrst kynntur árið 2019 á ráðstefnu á vegum Renault, sem er móðurfélag Dacia. Hugmyndin er að bjóða til sölu ódýrasta rafbíl í Evrópu. Lítið er af upplýsingum um þennan nýja rafbíl Dacia.

Myndband frá Car Channel um Renault K-ZE.

Líklega verður um evrópska útgáfu af Renault K-ZE, rafbíll sem seldur er í Kína. Sá bíll er afar lítill og með sæti fyrir fjóra. Kínverska útgáfan er með drægni upp á um 250 kílómetra en hámarkshraða upp á rétt rúmlega 100 km/klst. Dacia mun sennilega auka aðeins á getu bílsins og svo þarf að bæta við búnaði eins og loftpúðum í hliðum bílsins og söðugleikastjórnin.


Tengdar fréttir






×