Sport

Í beinni í dag: Stórleikur á Selfossi, Zlatan og Seinni bylgjan

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Grímur og lærisveinar hans fá Aftureldingu í heimsókn.
Grímur og lærisveinar hans fá Aftureldingu í heimsókn. Vísir/Daníel

Það er rólegur dagur framundan á Stöð 2 Sport, svona miðað við helgina. Það verða fjórar beinar útsendingar á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í dag.

Það er boðið upp á stórleik í Olís deild karla þegar Afturelding heimsækir Íslandsmeistarana heim. Selfyssingar hafa ekki verið upp á sitt besta í vetur og þurfa að fara bíta frá sér áður en úrslitakeppnin hefst. Afturelding er í 3. sæti deildarinnar og getur með sigri farið upp að hlið Hauka í toppsætinu. Selfyssingar eru hins vegar í 7. sætinu, þó aðeins tveimur stigum frá Aftureldingu.

Um kvöldið verður svo Seinni bylgjan þar sem farið verður yfir síðustu umferð í bæði Olís deild karla og kvenna.

Í ítölsku úrvalsdeildinni er svo einn leikur á dagskrá en AC Milan fær Torino í heimsókn. Milan er í 10. sæti með 32 stig á meðan Torino er í því 14. með 23 stig.

Allar beinar útsendingar Stöð 2 Sport og hliðarrása má sjá hér.

Beinar útsendingar dagsins

19:15 Selfoss - Afturelding (Stöð 2 Sport)

19:35 AC Milan - Torino (Stöð 2 Sport 2)

21:15 Seinni bylgjan (Stöð 2 Sport)

22:45 Seinni bylgjan - Olís deild kvenna (Stöð 2 Sport)


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×