Verðlaunin nefnd eftir Kobe Bryant | Umdeild troðslukeppni Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2020 09:28 Derrick Jones sýndi bestu tilþrifin í troðslukeppninni. vísir/epa Verðmætasti leikmaður stjörnuleiks NBA-deildarinnar er jafnan heiðraður með verðlaunum og hafa forráðamenn deildarinnar ákveðið að verðlaunin skuli nefnd í höfuðið á Kobe Bryant heitnum, honum til heiðurs. Verðlaunin verða afhent í dag þegar stjörnuleikurinn fer fram. „Við vorum að hugsa um hver besta leiðin væri til að heiðra Kobe,“ sagði Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar. „Það vildi þannig til að hann féll frá skömmu áður en stjörnuleiksveislan hófst. Eitt af því sem stóð upp úr hjá Kobe, fyrir utan að vinna fimm meistaratitla, er að hann var 18 sinnum valinn í stjörnuliðið og deilir metinu yfir að hafa oftast verið valinn verðmætastur, eða fjórum sinnum,“ sagði Silver. Stjörnurnar létu ljós sitt skína í nótt þegar troðslukeppni og þriggja stiga skotkeppni fór fram. Það mátti sjá mögnuð tilþrif í troðslukeppninni þar sem Derrick Jones Jr. úr Miami Heat hafði að lokum betur gegn Aaron Gordon úr Orlando Magic. Gordon var alls ekki sáttur við úrslitin og sagðist ekki myndu aftur taka þátt í troðslukeppninni, og tveir dómarar viðurkenndu að ætlunin hefði verið að þeir Jones og Gordon yrðu metnir jafnir í lokatroðslum sínum. Ekki var þó ljóst hvort þeir hefðu þá þurft að troða aftur til að velja sigurvegara. Hér má sjá nokkrar af troðslunum. OKAY, AG! #ATTSlamDunkpic.twitter.com/WkoqEbYus1— NBA TV (@NBATV) February 16, 2020 Derrick Jones Jr. TOOK OFF #ATTSlamDunkpic.twitter.com/W2LD1OgjVw— NBA TV (@NBATV) February 16, 2020 Did DJJ just invent a new dunk?! #ATTSlamDunkpic.twitter.com/YrjtMy1Zm6— NBA TV (@NBATV) February 16, 2020 Aaron Gordon just dunked over Tacko! #ATTSlamDunkpic.twitter.com/yZhbMdbwBy— NBA TV (@NBATV) February 16, 2020 „Þetta er búið spil. Mér finnst eins og að ég ætti að vera kominn með tvenn verðlaun,“ sagði Gordon reiður, og taldi sig hafa átt að fá fullt hús stiga fyrir allar fimm troðslur sínar. LeBron James er á meðal þeirra sem tekið hafa undir orð Gordons um að hann verðskuldaði verðlaun. 2 should have been rewarded tonight that’s for damn sure!! Keep it a buck y’all. !! Them boys both put on a show! Professional DUNKERS— LeBron James (@KingJames) February 16, 2020 Buddy Hield úr Sacramento Kings vann þriggja stiga skotkeppnina en hann hafði betur í úrslitum gegn Devin Booker og Davis Bertans. Hield náði í 27 stig af 40 mögulegum í úrslitunum en Booker fékk 26 og Bertans 22. Hield hitti vel í lokin:BUDDY BUCKETS! Hield hits his last shot to win the #MtnDew3pt contest! pic.twitter.com/FYch8FJL5A— NBA TV (@NBATV) February 16, 2020 Andlát Kobe Bryant NBA Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Sjá meira
Verðmætasti leikmaður stjörnuleiks NBA-deildarinnar er jafnan heiðraður með verðlaunum og hafa forráðamenn deildarinnar ákveðið að verðlaunin skuli nefnd í höfuðið á Kobe Bryant heitnum, honum til heiðurs. Verðlaunin verða afhent í dag þegar stjörnuleikurinn fer fram. „Við vorum að hugsa um hver besta leiðin væri til að heiðra Kobe,“ sagði Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar. „Það vildi þannig til að hann féll frá skömmu áður en stjörnuleiksveislan hófst. Eitt af því sem stóð upp úr hjá Kobe, fyrir utan að vinna fimm meistaratitla, er að hann var 18 sinnum valinn í stjörnuliðið og deilir metinu yfir að hafa oftast verið valinn verðmætastur, eða fjórum sinnum,“ sagði Silver. Stjörnurnar létu ljós sitt skína í nótt þegar troðslukeppni og þriggja stiga skotkeppni fór fram. Það mátti sjá mögnuð tilþrif í troðslukeppninni þar sem Derrick Jones Jr. úr Miami Heat hafði að lokum betur gegn Aaron Gordon úr Orlando Magic. Gordon var alls ekki sáttur við úrslitin og sagðist ekki myndu aftur taka þátt í troðslukeppninni, og tveir dómarar viðurkenndu að ætlunin hefði verið að þeir Jones og Gordon yrðu metnir jafnir í lokatroðslum sínum. Ekki var þó ljóst hvort þeir hefðu þá þurft að troða aftur til að velja sigurvegara. Hér má sjá nokkrar af troðslunum. OKAY, AG! #ATTSlamDunkpic.twitter.com/WkoqEbYus1— NBA TV (@NBATV) February 16, 2020 Derrick Jones Jr. TOOK OFF #ATTSlamDunkpic.twitter.com/W2LD1OgjVw— NBA TV (@NBATV) February 16, 2020 Did DJJ just invent a new dunk?! #ATTSlamDunkpic.twitter.com/YrjtMy1Zm6— NBA TV (@NBATV) February 16, 2020 Aaron Gordon just dunked over Tacko! #ATTSlamDunkpic.twitter.com/yZhbMdbwBy— NBA TV (@NBATV) February 16, 2020 „Þetta er búið spil. Mér finnst eins og að ég ætti að vera kominn með tvenn verðlaun,“ sagði Gordon reiður, og taldi sig hafa átt að fá fullt hús stiga fyrir allar fimm troðslur sínar. LeBron James er á meðal þeirra sem tekið hafa undir orð Gordons um að hann verðskuldaði verðlaun. 2 should have been rewarded tonight that’s for damn sure!! Keep it a buck y’all. !! Them boys both put on a show! Professional DUNKERS— LeBron James (@KingJames) February 16, 2020 Buddy Hield úr Sacramento Kings vann þriggja stiga skotkeppnina en hann hafði betur í úrslitum gegn Devin Booker og Davis Bertans. Hield náði í 27 stig af 40 mögulegum í úrslitunum en Booker fékk 26 og Bertans 22. Hield hitti vel í lokin:BUDDY BUCKETS! Hield hits his last shot to win the #MtnDew3pt contest! pic.twitter.com/FYch8FJL5A— NBA TV (@NBATV) February 16, 2020
Andlát Kobe Bryant NBA Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Sjá meira