Enski boltinn

Alisson haldið oftast hreinu í ensku úrvalsdeildinni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Alisson í leiknum gegn Norwich í gær.
Alisson í leiknum gegn Norwich í gær. Vísir/Getty

Alisson hefur nú leikið alls 10 leiki án þess að fá á sig í mark í ensku úrvalsdeildinni. Það sem gerir þá staðreynd enn merkilegri er að markvörðurinn knái hefur aðeins leikið 18 leiki á tímabilinu.

Brasilíumaðurinn hafði ekki mikið að gera í 1-0 sigri Liverpool gegn botnliði Norwich City á Carrow Road í gærkvöld en hann bjargaði gestunum þó einu sinni og mátti svo prísa sig sælan þegar skot, eða fyrirgjöf, Alexander Tettey skall í stönginni en ekki í netinu.

Lokatölur 0-1, Liverpool komið með 25 stiga forskot á toppi deildarinnar og Alisson búinn að leika 10 leiki án þess að fá á sig mark. Þar á eftir koma Kasper Schmeichel [Leicester City] Nick Pope [Burnley] og Dean Henderson [Sheffield United] en þeir hafa allir haldið níu sinnum hreinu á leiktíðinni.

Það sem gerir tölfræði Alisson enn áhugaverðari er að þessir 10 leikir eru 10 af síðustu 11 leikjum sem liðið hefur spilað.

Síðan þann 4. desember, er Everton skoraði tvö mörk gegn Liverpool, hefur liðið aðeins fengið á sig eitt mark. Það var í 2-1 sigri á Wolves þann 23. janúar. Frá 4. desember hefur Bournemouth, Watford, Leicester City, Wolves [liðin hafa mæst tvisvar á þessum tíma], Sheffield United, Tottenham Hotspur, Manchester United, West Ham United, Southampton og nú Norwich City öllum mistekist að skora gegn Liverpool.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×