Guðrún: Sætasti sigur sem ég hef unnið ísak Hallmundarson skrifar 15. febrúar 2020 20:30 Guðrún fagnaði vel og innilega í leikslok. „Tilfinningin er hrikaleg sæt, þetta var svakalegur leikur og ég er fyrst og fremst stolt af liðinu. Við komum út tilbúnar í verkefnið og þetta er bara hrikalega sætt,‘‘ sagði Guðrún Ámundadóttir þjálfari Skallagríms í viðtali eftir leik. Guðrún vann nokkra titla sem leikmaður en aldrei með heimaliðinu. Er þetta sætasti titill hennar hingað til?„Já ég myndi segja það, að gera þetta með heimaliðinu mínu eru algjör forréttindi, fá bikarinn loksins í Borgarnesið. Ég myndi segja að þetta væri sætasti sigurinn sem ég hef unnið,‘‘ sagði Guðrún glöð í bragði. Guðrún er á sínu fyrsta ári með Skallagrímsliðið og er nú strax búin að færa þeim titil, hún segist vona að þetta sé það sem koma skal. „Já vonandi, eins og ég segi þá er ég soldið mikill nýliði í þessu en ég er með mjög marga sem styðja við bakið á mér, flotta stjórn, flotta leikmenn, flottan aðstoðarþjálfara og góðan sjúkraþjálfara, þetta er allt hluti af liðinu. Svakalegt lið hérna í áhorfendum, þeir eru klárlega sjötti maðurinn. Við trúðum þessu bara allan tímann.‘‘ KR náði ekki nema 49 stigum á töfluna en það hlýtur að teljast mikið varnarafrek fyrir þjálfarann:„Það er mjög flott afrek og bæði liðin voru að spila mjög flotta vörn. Áherslan hjá okkur var vörnin. Við fórum vel yfir KR-liðið í gær, alla varnartaktík, öll kerfin hjá þeim og það tókst mjög vel.‘‘ Keira Robinson var valin mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins og skoraði 32 stig. Hún átti einnig stórleik í undanúrslitum með 44 stig. Guðrún segir algjör forréttindi að hafa hana í sínu liði. „Það eru forréttindi að vera með svona leikmann í sínu liði, hún og allar hinar stelpurnar, við erum allar á sömu blaðsíðunni og ætlum að gera þetta saman. Það eru bara forréttindi að fá að vera hluti af þessu.‘‘ Næsta verkefni Skallagríms verður að tryggja sig í úrslitakeppni Íslandsmótsins. „Við erum að berjast enn þá um að komast í úrslitakeppnina og nú þarf það bara að halda áfram. Við megum ekki gefa eftir núna, það eru tvö sæti þarna sem er verið að slást um og við þurfum að fókusera á það að ná úrslitakeppninni,‘‘ sagði Guðrún að lokum. Sigrún Sjöfn fagnaði vel og innilega í leikslok.Vísir/Daníel Sigrún Sjöfn: Ólýsanleg tilfinning Sigrún Sjöfn Ámundadóttir fyrirliði Skallagríms var í skýjunum eftir leik.„Þetta er bara geggjað, ólýsanleg tilfinning. Við lögðum mikið á okkur, komum vel undirbúnar og þetta var verðskuldaður sigur fannst mér, bara geggjað.‘‘Sigrún er uppalin Borgnesingur líkt og Guðrún þjálfari systir hennar. Hún hefur unnið Íslands- og bikarmeistaratitla áður en ekki með heimafélaginu.„Þessi er enn þá sætari fyrir vikið, ég fór í Borgarnes því mig langaði að ná í titil. Ég á ekki mikið eftir, er orðin gömul og ég veit ekki hvort þetta sé í síðasta skiptið eða næstsíðasta eða hvort það verði 10 skipti í viðbót, ég veit það ekki. Þannig það er enn þá sætara fyrir vikið að ná í titil fyrir félagið og fara með hann heim í Borgarnes,‘‘ sagði Sigrún sigurreif.„Spennustigið var auðvitað soldið hátt í byrjun leiks þannig það var ekki mikið skorað en við spiluðum samt hörkuvörn og vorum að fara yfir sóknarleik KR rosalega vel. Ég held að Guðrún og Atli hafi ekki verið búin að sofa, þau voru búin að stúdera alla leikmennina og öll þeirra leikkerfi rosalega vel þannig að við vorum vel undirbúnar og þeirra vinna skilaði 49 stigum á okkur í dag, sem telst mjög gott,‘‘ sagði hún um varnarleik liðsins í kvöld.„Þetta gefur okkur gífurlegt sjálfstraust og sýnir bara hvað við getum, þannig þetta hjálpar okkur mikið og gefur okkur risa sjálfstraust,‘‘ sagði hún að lokum. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Skallagrímur bikarmeistari í fyrsta skipti í sögunni Skallagrímur vann öruggan sigur á KR í úrslitum Geysisbikar kvenna. Fyrsti bikarmeistaratitill Skallagríms í sögunni staðreynd eftir öruggan 17 stiga sigur, 66-49. Frekari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 15. febrúar 2020 19:30 Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Fleiri fréttir Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira
„Tilfinningin er hrikaleg sæt, þetta var svakalegur leikur og ég er fyrst og fremst stolt af liðinu. Við komum út tilbúnar í verkefnið og þetta er bara hrikalega sætt,‘‘ sagði Guðrún Ámundadóttir þjálfari Skallagríms í viðtali eftir leik. Guðrún vann nokkra titla sem leikmaður en aldrei með heimaliðinu. Er þetta sætasti titill hennar hingað til?„Já ég myndi segja það, að gera þetta með heimaliðinu mínu eru algjör forréttindi, fá bikarinn loksins í Borgarnesið. Ég myndi segja að þetta væri sætasti sigurinn sem ég hef unnið,‘‘ sagði Guðrún glöð í bragði. Guðrún er á sínu fyrsta ári með Skallagrímsliðið og er nú strax búin að færa þeim titil, hún segist vona að þetta sé það sem koma skal. „Já vonandi, eins og ég segi þá er ég soldið mikill nýliði í þessu en ég er með mjög marga sem styðja við bakið á mér, flotta stjórn, flotta leikmenn, flottan aðstoðarþjálfara og góðan sjúkraþjálfara, þetta er allt hluti af liðinu. Svakalegt lið hérna í áhorfendum, þeir eru klárlega sjötti maðurinn. Við trúðum þessu bara allan tímann.‘‘ KR náði ekki nema 49 stigum á töfluna en það hlýtur að teljast mikið varnarafrek fyrir þjálfarann:„Það er mjög flott afrek og bæði liðin voru að spila mjög flotta vörn. Áherslan hjá okkur var vörnin. Við fórum vel yfir KR-liðið í gær, alla varnartaktík, öll kerfin hjá þeim og það tókst mjög vel.‘‘ Keira Robinson var valin mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins og skoraði 32 stig. Hún átti einnig stórleik í undanúrslitum með 44 stig. Guðrún segir algjör forréttindi að hafa hana í sínu liði. „Það eru forréttindi að vera með svona leikmann í sínu liði, hún og allar hinar stelpurnar, við erum allar á sömu blaðsíðunni og ætlum að gera þetta saman. Það eru bara forréttindi að fá að vera hluti af þessu.‘‘ Næsta verkefni Skallagríms verður að tryggja sig í úrslitakeppni Íslandsmótsins. „Við erum að berjast enn þá um að komast í úrslitakeppnina og nú þarf það bara að halda áfram. Við megum ekki gefa eftir núna, það eru tvö sæti þarna sem er verið að slást um og við þurfum að fókusera á það að ná úrslitakeppninni,‘‘ sagði Guðrún að lokum. Sigrún Sjöfn fagnaði vel og innilega í leikslok.Vísir/Daníel Sigrún Sjöfn: Ólýsanleg tilfinning Sigrún Sjöfn Ámundadóttir fyrirliði Skallagríms var í skýjunum eftir leik.„Þetta er bara geggjað, ólýsanleg tilfinning. Við lögðum mikið á okkur, komum vel undirbúnar og þetta var verðskuldaður sigur fannst mér, bara geggjað.‘‘Sigrún er uppalin Borgnesingur líkt og Guðrún þjálfari systir hennar. Hún hefur unnið Íslands- og bikarmeistaratitla áður en ekki með heimafélaginu.„Þessi er enn þá sætari fyrir vikið, ég fór í Borgarnes því mig langaði að ná í titil. Ég á ekki mikið eftir, er orðin gömul og ég veit ekki hvort þetta sé í síðasta skiptið eða næstsíðasta eða hvort það verði 10 skipti í viðbót, ég veit það ekki. Þannig það er enn þá sætara fyrir vikið að ná í titil fyrir félagið og fara með hann heim í Borgarnes,‘‘ sagði Sigrún sigurreif.„Spennustigið var auðvitað soldið hátt í byrjun leiks þannig það var ekki mikið skorað en við spiluðum samt hörkuvörn og vorum að fara yfir sóknarleik KR rosalega vel. Ég held að Guðrún og Atli hafi ekki verið búin að sofa, þau voru búin að stúdera alla leikmennina og öll þeirra leikkerfi rosalega vel þannig að við vorum vel undirbúnar og þeirra vinna skilaði 49 stigum á okkur í dag, sem telst mjög gott,‘‘ sagði hún um varnarleik liðsins í kvöld.„Þetta gefur okkur gífurlegt sjálfstraust og sýnir bara hvað við getum, þannig þetta hjálpar okkur mikið og gefur okkur risa sjálfstraust,‘‘ sagði hún að lokum.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Skallagrímur bikarmeistari í fyrsta skipti í sögunni Skallagrímur vann öruggan sigur á KR í úrslitum Geysisbikar kvenna. Fyrsti bikarmeistaratitill Skallagríms í sögunni staðreynd eftir öruggan 17 stiga sigur, 66-49. Frekari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 15. febrúar 2020 19:30 Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Fleiri fréttir Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira
Skallagrímur bikarmeistari í fyrsta skipti í sögunni Skallagrímur vann öruggan sigur á KR í úrslitum Geysisbikar kvenna. Fyrsti bikarmeistaratitill Skallagríms í sögunni staðreynd eftir öruggan 17 stiga sigur, 66-49. Frekari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 15. febrúar 2020 19:30