Slettu blóðrauðri málningu á forsetahöllina til að mótmæla hrottalegu morði Kjartan Kjartansson skrifar 15. febrúar 2020 08:01 Kona mótmælir kyndbundnu ofbeldi á Valentíunsardaginn í Mexíkóborg. Vísir/EPA Hundruð manna söfnuðust saman í Mexíkóborg í gær til að mótmæla kynbundnu ofbeldi í kjölfar hrottafengins morðs á ungri konu. Mótmælendur slettu rauðri málningu á forsetahöllina og kveiktu í bíl dagblaðs sem birti mynd af líki konunnar á forsíðu sinni. Frekari mótmæli hafa verið boðuð í dag. Morðið á Ingrid Escamilla, 25 ára gamalli konu, vakti mikla reiði í Mexíkó í vikunni. Sambýlismaður Escamilla er grunaður um að hafa stungið hana til bana og limlest lík hennar til að reyna að fela verksummerki um glæpinn um síðustu helgi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Dagblað sem birti mynd af illa förnu líki konunnar á forsíðu sinni með fyrirsögninni „Þetta var ástarguðinum að kenna“ hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir myndbirtinguna. Ofbeldi gegn konum er vaxandi vandamál í Mexíkó og eru fleiri en 700 morð á konum sögð til rannsóknar. Aðgerðasinnar telja þá tölu þó mun hærri í raunveruleikanum. Alls voru 3.825 konur myrtar í landinu í fyrra og hafa þær aldrei verið fleiri. Í fæstum tilfellum er nokkur dreginn til ábyrgðar fyrir morðin. Mótmælendur, sem voru flestir konur, beindu reiði sinni að stjórnvöldum fyrir framan forsetahöllina þar sem Andrés Manuel López Obrador býr með fjölskyldu sinni. Skvettu mótmælendurnir rauðri málningu við inngang hallarinnar. López Obrador kom sér í klandur í vikunni þegar hann gerði lítið úr spurningu blaðamanns um morð á konum þegar forsetinn var að kynna hlutaveltu á vegum ríkisins, að sögn Washington Post. „Ég vil ekki að morð á konum dragi athyglina frá hlutaveltunni,“ sagði forsetinn. „Eins og ég hef sagt erum við á móti morðum á konum. Við erum að gera hluti á hverjum degi til að tryggja frið og ró,“ sagði forsetinn vegna mótmælanna í gær. Síðar hélt hópurinn að skrifstofum dagblaðsins La Prensa, sem birti myndirnar af líki konunnar, þar sem til átaka kom við lögreglumenn sem reyndu að varna mótmælendum inngöngu. Kveikt var í að minnsta kosti einum bíl í eigu dagblaðsins. Myndbirtingin þótti sérstaklega svívirðileg. Eiginmaður Escamilla, sem er sagður hafa játað verknaðinn, bútaði lík hennar í sundur og fláði að hluta til. Í kjölfarið tóku margir Mexíkóar þátt í samfélagsmiðlaherferð til að tryggja að þegar leitað væri að nafni Escamilla á netinu kæmu upp fallegar dýra- og náttúrulífsmyndir frekar en hrottalegar myndir af líki hennar. Mexíkó Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Hundruð manna söfnuðust saman í Mexíkóborg í gær til að mótmæla kynbundnu ofbeldi í kjölfar hrottafengins morðs á ungri konu. Mótmælendur slettu rauðri málningu á forsetahöllina og kveiktu í bíl dagblaðs sem birti mynd af líki konunnar á forsíðu sinni. Frekari mótmæli hafa verið boðuð í dag. Morðið á Ingrid Escamilla, 25 ára gamalli konu, vakti mikla reiði í Mexíkó í vikunni. Sambýlismaður Escamilla er grunaður um að hafa stungið hana til bana og limlest lík hennar til að reyna að fela verksummerki um glæpinn um síðustu helgi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Dagblað sem birti mynd af illa förnu líki konunnar á forsíðu sinni með fyrirsögninni „Þetta var ástarguðinum að kenna“ hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir myndbirtinguna. Ofbeldi gegn konum er vaxandi vandamál í Mexíkó og eru fleiri en 700 morð á konum sögð til rannsóknar. Aðgerðasinnar telja þá tölu þó mun hærri í raunveruleikanum. Alls voru 3.825 konur myrtar í landinu í fyrra og hafa þær aldrei verið fleiri. Í fæstum tilfellum er nokkur dreginn til ábyrgðar fyrir morðin. Mótmælendur, sem voru flestir konur, beindu reiði sinni að stjórnvöldum fyrir framan forsetahöllina þar sem Andrés Manuel López Obrador býr með fjölskyldu sinni. Skvettu mótmælendurnir rauðri málningu við inngang hallarinnar. López Obrador kom sér í klandur í vikunni þegar hann gerði lítið úr spurningu blaðamanns um morð á konum þegar forsetinn var að kynna hlutaveltu á vegum ríkisins, að sögn Washington Post. „Ég vil ekki að morð á konum dragi athyglina frá hlutaveltunni,“ sagði forsetinn. „Eins og ég hef sagt erum við á móti morðum á konum. Við erum að gera hluti á hverjum degi til að tryggja frið og ró,“ sagði forsetinn vegna mótmælanna í gær. Síðar hélt hópurinn að skrifstofum dagblaðsins La Prensa, sem birti myndirnar af líki konunnar, þar sem til átaka kom við lögreglumenn sem reyndu að varna mótmælendum inngöngu. Kveikt var í að minnsta kosti einum bíl í eigu dagblaðsins. Myndbirtingin þótti sérstaklega svívirðileg. Eiginmaður Escamilla, sem er sagður hafa játað verknaðinn, bútaði lík hennar í sundur og fláði að hluta til. Í kjölfarið tóku margir Mexíkóar þátt í samfélagsmiðlaherferð til að tryggja að þegar leitað væri að nafni Escamilla á netinu kæmu upp fallegar dýra- og náttúrulífsmyndir frekar en hrottalegar myndir af líki hennar.
Mexíkó Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira