Rússar bjóða Hvítrússum betri kjör á olíu gegn innlimun Kjartan Kjartansson skrifar 14. febrúar 2020 14:01 Lúkasjenkó, sem hefur stýrt Hvíta-Rússlandi með harðri hendi í tvo áratugi, lofaði að standa vörð um fullveldi og sjálfstæði landsins gagnvart Rússlandi. AP/Nikolai Petrov/BeITA Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, segir að rússnesk stjórnvöld hafi gefið í skyn að þau myndu bjóða landinu betri kjör á olíu í skiptum fyrir að Hvíta-Rússland renni inn í rússneska sambandsríkið. Forsetinn heitir því að fallast aldrei á innlimun landsins. Viðræður hafa lengi staðið yfir á milli rússneskra og hvítrússneskra stjórnvalda um nánari tengsl ríkjanna, mögulega í einhvers konar ríkjabandalagi. Lúkasjenkó sagði í dag að Rússar hafi staðið fastir á því að láta ríkin renna saman í eitt á samningafundum í síðustu viku. „Þeir skilja samþættingu sem það að gleypa Hvíta-Rússland. Það er ekki samþætting, það er innlimun. Ég mun aldrei fallast á þetta,“ sagði Lúkasjenkó sem hét því að berjast fyrir fullveldi og sjálfstæði Hvíta-Rússlands. Spenna hefur einkennt samskipti ríkjanna um nokkurra mánaða skeið. Rússar stöðvuðu útflutning á olíu til nágrannalandsins þegar viðræður þeirra um nánari tengsl sigldu í strand. Um 80% orkuframleiðslu Hvítrússa hefur verið háð rússneskri olíu. Lúkasjenkó hefur ítrekað sakað stjórnvöld í Kreml um að reyna að sameina ríkin. Ekkert samkomulag náðist þegar þeir Vladímír Pútín Rússlandsforseti funduði í Sotsjí fyrir viku. Sumir sérfræðingar telja að Pútín sjá innlimun Hvíta-Rússlands sem tækifæri til að framlengja forsetatíð sína. Samkvæmt stjórnarskrá getur hann ekki boðið sig fram eftir að núverandi kjörtímabili lýkur árið 2024. Hann gæti notað innlimun Hvíta-Rússlands leið til að fara í kringum stjórnarskrána og gerast forseti nýs sameinaðs ríkis, að sögn AP-fréttastofunnar. Lúkasjenkó segir að viðræður ríkjanna tveggja um nánara samstarf haldi áfram en aðeins um efnahagslega þætti. Hvíta-Rússland Rússland Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Sjá meira
Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, segir að rússnesk stjórnvöld hafi gefið í skyn að þau myndu bjóða landinu betri kjör á olíu í skiptum fyrir að Hvíta-Rússland renni inn í rússneska sambandsríkið. Forsetinn heitir því að fallast aldrei á innlimun landsins. Viðræður hafa lengi staðið yfir á milli rússneskra og hvítrússneskra stjórnvalda um nánari tengsl ríkjanna, mögulega í einhvers konar ríkjabandalagi. Lúkasjenkó sagði í dag að Rússar hafi staðið fastir á því að láta ríkin renna saman í eitt á samningafundum í síðustu viku. „Þeir skilja samþættingu sem það að gleypa Hvíta-Rússland. Það er ekki samþætting, það er innlimun. Ég mun aldrei fallast á þetta,“ sagði Lúkasjenkó sem hét því að berjast fyrir fullveldi og sjálfstæði Hvíta-Rússlands. Spenna hefur einkennt samskipti ríkjanna um nokkurra mánaða skeið. Rússar stöðvuðu útflutning á olíu til nágrannalandsins þegar viðræður þeirra um nánari tengsl sigldu í strand. Um 80% orkuframleiðslu Hvítrússa hefur verið háð rússneskri olíu. Lúkasjenkó hefur ítrekað sakað stjórnvöld í Kreml um að reyna að sameina ríkin. Ekkert samkomulag náðist þegar þeir Vladímír Pútín Rússlandsforseti funduði í Sotsjí fyrir viku. Sumir sérfræðingar telja að Pútín sjá innlimun Hvíta-Rússlands sem tækifæri til að framlengja forsetatíð sína. Samkvæmt stjórnarskrá getur hann ekki boðið sig fram eftir að núverandi kjörtímabili lýkur árið 2024. Hann gæti notað innlimun Hvíta-Rússlands leið til að fara í kringum stjórnarskrána og gerast forseti nýs sameinaðs ríkis, að sögn AP-fréttastofunnar. Lúkasjenkó segir að viðræður ríkjanna tveggja um nánara samstarf haldi áfram en aðeins um efnahagslega þætti.
Hvíta-Rússland Rússland Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Sjá meira