Hildur Björg sló bæði stiga- og framlagsmet Helenu í Höllinni í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2020 13:30 Hildur Björg Kjartansdóttir átti magnaðan og sögulegan leik með KR-liðinu í gær. Vísir/Bára KR-ingurinn Hildur Björg Kjartansdóttir átti stórleik þegar KR-konur slógu Íslands- og bikarmeistarar Vals út úr undanúrslitum Geysisbikarsins í gær. Hildur leiddi ekki aðeins liðið sitt til sigurs heldur sló hún bæði stiga- og framlagsmetið hjá íslenskum leikmanni í bikarúrslitum í Höllinni. Hildur var með 37 stig, 8 fráköst, 3 stolna bolta, 3 varin skot og 3 stoðsendingar í leiknum en hún hitti úr 72 prósent skota sinna (13 af 18) og úr öllum sex vítunum. Bikarúrslitaleikir kvenna hafa farið fram í Laugardalshöll frá 1976 með einni undantekningu og frá árinu 2017 hafa undanúrslitaleikirnir farið líka fram í Höllinni á svokallaðri bikarviku Körfuknattleikssambandsins. Hildur Björg tók bæði stiga- og framlagsmet íslensks leikmanns af Helenu Sverrisdóttur sem var einmitt að spila á móti Hildi í þessum leik. Hildur Björg skoraði 37 stig í leiknum eða fjórum stigum meira en Helena Sverrisdóttir skoraði í undanúrslitaleik á móti Snæfelli í fyrra. Helena átti metið reyndar með KR-ingnum Lindu Jónsdóttur sem skoraði 33 stig í bikarúrslitaleiknum árið 1986. Linda á ennþá stigametið í sjálfum bikarúrslitaleiknum. Hildur tók einnig framlagsmetið af Helenu. Hildur skilaði 45 framlagsstigum í leiknum í gær eða einu framlagsstigi meira en Helena í bæði undanúrslitaleiknum og bikarúrslitaleiknum í fyrra. Valskonan Hallveig Jónsdóttir skoraði 29 stig í leiknum sem kemst líka í hóp stigahæstu leikmanna íslenskra leikmanna í bikarúrslitum í Höllinni og Hallveig varð líka fyrsta konan til að skora sjö þrista í einum leik í bikarúrslitum í Laugardalshöllinni.Flest stig hjá íslenskum leikmanni í bikaúrslitum kvenna í Laugardalshöll:(Bikarúrslitaleikir frá 1975 og undanúrslitaleikir frá 2017) 37 stig - Hildur Björg Kjartansdóttir, KR (Undanúrslit, 13.2.2020, á móti Val) 33 stig - Linda Jónsdóttir, KR (Bikarúrslit, 13.3.1986, á móti ÍS) 33 stig - Helena Sverrisdóttir, Val (Undanúrslit, 13.2.2019, á móti Snæfelli) 32 stig - Sóley Indriðadóttir, Haukum (Bikarúrslit, 5.4.1984, á móti ÍS) 31 stig - Helena Sverrisdóttir, Val (Bikarúrslit, 16.2.2019, á móti Stjörnunni) 29 stig - Marta G Guðmundsdóttir, Keflavík (Bikarúrslit, 30.3.1989, á móti ) 29 stig - Hallveig Jónsdóttir, Val (Undanúrslit, 13.2.2020, á móti KR) 26 stig - Berglind Gunnarsdóttir, Snæfelli (Undanúrslit, 11.1.2018, á móti Keflavík) 25 stig - Björg Hafsteinsdóttir, Keflavík (Bikarúrslit, 23.4.1988, á móti) 25 stig - Emilía Sigurðardóttir, KR (Bikarúrslit, 25.3.1982, á móti) 24 stig - Anna María Sveinsdóttir, Keflavík (Bikarúrslit, 19.3.1992, á móti Haukum) 24 stig - Helga Þorvaldsdóttir, KR (Bikarúrslit, 9.2.2002, á móti Njarðvík) 24 stig - Helena Sverrisdóttir, Val (Undanúrslit, 13.2.2020, á móti KR)Hæsta framlag hjá íslenskum leikmanni í bikaúrslitum kvenna í Laugardalshöll:(Tölfræði hefur verið tekin saman frá árinu 1993) 45 framlagsstig - Hildur Björg Kjartansdóttir, KR (Undanúrslit, 13.2.2020, á móti Val) 44 framlagsstig - Helena Sverrisdóttir, Val (Bikarúrslit, 16.2.2019, á móti Stjörnunni) 44 framlagsstig - Helena Sverrisdóttir, Val (Undanúrslit, 13.2.2019, á móti Snæfelli) 35 framlagsstig - Helena Sverrisdóttir, Val (Undanúrslit, 13.2.2020, á móti KR) 33 framlagsstig - Signý Hermannsdóttir, ÍS (Bikarúrslit, 18.2.2006, á móti Grindavík) 32 framlagsstig - Anna María Sveinsdóttir, Keflavík (Bikarúrslit, 28.1.1995, á móti KR) 28 framlagsstig - Helena Sverrisdóttir, Haukum (Bikarúrslit, 17.2.2007, á móti Keflavík) 27 framlagsstig - Helga Jónasdóttir, Njarðvík (Bikarúrslit, 9.2.2002, á móti KR) 27 framlagsstig - Helena Sverrisdóttir, Haukum (Bikarúrslit, 13.2.2005, á móti Grindavík) 27 framlagsstig - Petrúnella Skúladóttir, Grindavík (Bikarúrslit, 24.2.2008, á móti Haukum) 26 framlagsstig - Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir, KR (Bikarúrslit, 15.2.2009, á móti Keflavík) 26 framlagsstig - Bryndís Guðmundsdóttir, Keflavík (Bikarúrslit, 16.2.2013, á móti Val) 26 framlagsstig - Hallveig Jónsdóttir, Val (Undanúrslit, 13.2.2020, á móti KR) Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 99-104 | KR í úrslit eftir framlengdan spennutrylli Valur og KR mættust í kvöld í einum skemmtilegasta leik sem hefur sést í Laugardalshöllinni í bikarkeppni kvenna. Leikurinn var þó ekki nema undanúrslitaleikur! KR leidd lengst af í leiknum en hleypti Val aftur inn í leikinn á lokamínútum venjulegs leiktíma. Vesturbæingar tóku síðan forystuna undir lok framlengingarinnar og unnu að lokum 104-99. 13. febrúar 2020 22:30 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
KR-ingurinn Hildur Björg Kjartansdóttir átti stórleik þegar KR-konur slógu Íslands- og bikarmeistarar Vals út úr undanúrslitum Geysisbikarsins í gær. Hildur leiddi ekki aðeins liðið sitt til sigurs heldur sló hún bæði stiga- og framlagsmetið hjá íslenskum leikmanni í bikarúrslitum í Höllinni. Hildur var með 37 stig, 8 fráköst, 3 stolna bolta, 3 varin skot og 3 stoðsendingar í leiknum en hún hitti úr 72 prósent skota sinna (13 af 18) og úr öllum sex vítunum. Bikarúrslitaleikir kvenna hafa farið fram í Laugardalshöll frá 1976 með einni undantekningu og frá árinu 2017 hafa undanúrslitaleikirnir farið líka fram í Höllinni á svokallaðri bikarviku Körfuknattleikssambandsins. Hildur Björg tók bæði stiga- og framlagsmet íslensks leikmanns af Helenu Sverrisdóttur sem var einmitt að spila á móti Hildi í þessum leik. Hildur Björg skoraði 37 stig í leiknum eða fjórum stigum meira en Helena Sverrisdóttir skoraði í undanúrslitaleik á móti Snæfelli í fyrra. Helena átti metið reyndar með KR-ingnum Lindu Jónsdóttur sem skoraði 33 stig í bikarúrslitaleiknum árið 1986. Linda á ennþá stigametið í sjálfum bikarúrslitaleiknum. Hildur tók einnig framlagsmetið af Helenu. Hildur skilaði 45 framlagsstigum í leiknum í gær eða einu framlagsstigi meira en Helena í bæði undanúrslitaleiknum og bikarúrslitaleiknum í fyrra. Valskonan Hallveig Jónsdóttir skoraði 29 stig í leiknum sem kemst líka í hóp stigahæstu leikmanna íslenskra leikmanna í bikarúrslitum í Höllinni og Hallveig varð líka fyrsta konan til að skora sjö þrista í einum leik í bikarúrslitum í Laugardalshöllinni.Flest stig hjá íslenskum leikmanni í bikaúrslitum kvenna í Laugardalshöll:(Bikarúrslitaleikir frá 1975 og undanúrslitaleikir frá 2017) 37 stig - Hildur Björg Kjartansdóttir, KR (Undanúrslit, 13.2.2020, á móti Val) 33 stig - Linda Jónsdóttir, KR (Bikarúrslit, 13.3.1986, á móti ÍS) 33 stig - Helena Sverrisdóttir, Val (Undanúrslit, 13.2.2019, á móti Snæfelli) 32 stig - Sóley Indriðadóttir, Haukum (Bikarúrslit, 5.4.1984, á móti ÍS) 31 stig - Helena Sverrisdóttir, Val (Bikarúrslit, 16.2.2019, á móti Stjörnunni) 29 stig - Marta G Guðmundsdóttir, Keflavík (Bikarúrslit, 30.3.1989, á móti ) 29 stig - Hallveig Jónsdóttir, Val (Undanúrslit, 13.2.2020, á móti KR) 26 stig - Berglind Gunnarsdóttir, Snæfelli (Undanúrslit, 11.1.2018, á móti Keflavík) 25 stig - Björg Hafsteinsdóttir, Keflavík (Bikarúrslit, 23.4.1988, á móti) 25 stig - Emilía Sigurðardóttir, KR (Bikarúrslit, 25.3.1982, á móti) 24 stig - Anna María Sveinsdóttir, Keflavík (Bikarúrslit, 19.3.1992, á móti Haukum) 24 stig - Helga Þorvaldsdóttir, KR (Bikarúrslit, 9.2.2002, á móti Njarðvík) 24 stig - Helena Sverrisdóttir, Val (Undanúrslit, 13.2.2020, á móti KR)Hæsta framlag hjá íslenskum leikmanni í bikaúrslitum kvenna í Laugardalshöll:(Tölfræði hefur verið tekin saman frá árinu 1993) 45 framlagsstig - Hildur Björg Kjartansdóttir, KR (Undanúrslit, 13.2.2020, á móti Val) 44 framlagsstig - Helena Sverrisdóttir, Val (Bikarúrslit, 16.2.2019, á móti Stjörnunni) 44 framlagsstig - Helena Sverrisdóttir, Val (Undanúrslit, 13.2.2019, á móti Snæfelli) 35 framlagsstig - Helena Sverrisdóttir, Val (Undanúrslit, 13.2.2020, á móti KR) 33 framlagsstig - Signý Hermannsdóttir, ÍS (Bikarúrslit, 18.2.2006, á móti Grindavík) 32 framlagsstig - Anna María Sveinsdóttir, Keflavík (Bikarúrslit, 28.1.1995, á móti KR) 28 framlagsstig - Helena Sverrisdóttir, Haukum (Bikarúrslit, 17.2.2007, á móti Keflavík) 27 framlagsstig - Helga Jónasdóttir, Njarðvík (Bikarúrslit, 9.2.2002, á móti KR) 27 framlagsstig - Helena Sverrisdóttir, Haukum (Bikarúrslit, 13.2.2005, á móti Grindavík) 27 framlagsstig - Petrúnella Skúladóttir, Grindavík (Bikarúrslit, 24.2.2008, á móti Haukum) 26 framlagsstig - Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir, KR (Bikarúrslit, 15.2.2009, á móti Keflavík) 26 framlagsstig - Bryndís Guðmundsdóttir, Keflavík (Bikarúrslit, 16.2.2013, á móti Val) 26 framlagsstig - Hallveig Jónsdóttir, Val (Undanúrslit, 13.2.2020, á móti KR)
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 99-104 | KR í úrslit eftir framlengdan spennutrylli Valur og KR mættust í kvöld í einum skemmtilegasta leik sem hefur sést í Laugardalshöllinni í bikarkeppni kvenna. Leikurinn var þó ekki nema undanúrslitaleikur! KR leidd lengst af í leiknum en hleypti Val aftur inn í leikinn á lokamínútum venjulegs leiktíma. Vesturbæingar tóku síðan forystuna undir lok framlengingarinnar og unnu að lokum 104-99. 13. febrúar 2020 22:30 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 99-104 | KR í úrslit eftir framlengdan spennutrylli Valur og KR mættust í kvöld í einum skemmtilegasta leik sem hefur sést í Laugardalshöllinni í bikarkeppni kvenna. Leikurinn var þó ekki nema undanúrslitaleikur! KR leidd lengst af í leiknum en hleypti Val aftur inn í leikinn á lokamínútum venjulegs leiktíma. Vesturbæingar tóku síðan forystuna undir lok framlengingarinnar og unnu að lokum 104-99. 13. febrúar 2020 22:30
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum