Úlfarnir upp fyrir Man. Utd og Everton Sindri Sverrisson skrifar 14. febrúar 2020 21:45 Conor Coady var ósáttur við að mark Úlfanna fengi ekki að standa. vísir/epa Wolves og Leicester gerðu markalaust jafntefli á Molineux, heimavelli Úlfanna, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Úlfarnir virtust hafa náð forystunni undir lok fyrri hálfleiks eftir vel útfærða hornspyrnu og skallamark Willy Boly. Markið var hins vegar dæmt af vegna klaufalegrar rangstöðu í aðdragandanum. Úlfarnir voru manni fleiri frá 76. mínútu eftir að Hamza Choudhury fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt, en ekkert mark var skorað. Þrátt fyrir það komust Úlfarnir upp fyrir Manchester United og Everton, í 7. sæti með 36 stig. United á leik til góða. Úlfarnir eru þremur stigum á eftir Sheffield United sem er í 5. sæti, en í ljósi frétta kvöldsins af Manchester City gæti það sæti gefið þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Leicester er áfram í 3. sæti, stigi á eftir Manchester City sem á leik til góða. Enski boltinn
Wolves og Leicester gerðu markalaust jafntefli á Molineux, heimavelli Úlfanna, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Úlfarnir virtust hafa náð forystunni undir lok fyrri hálfleiks eftir vel útfærða hornspyrnu og skallamark Willy Boly. Markið var hins vegar dæmt af vegna klaufalegrar rangstöðu í aðdragandanum. Úlfarnir voru manni fleiri frá 76. mínútu eftir að Hamza Choudhury fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt, en ekkert mark var skorað. Þrátt fyrir það komust Úlfarnir upp fyrir Manchester United og Everton, í 7. sæti með 36 stig. United á leik til góða. Úlfarnir eru þremur stigum á eftir Sheffield United sem er í 5. sæti, en í ljósi frétta kvöldsins af Manchester City gæti það sæti gefið þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Leicester er áfram í 3. sæti, stigi á eftir Manchester City sem á leik til góða.