Fallon Sherrock hársbreidd frá sögulegum sigri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. febrúar 2020 13:00 Fallon Sherrock er fyrsta konan sem keppir í úrvalsdeildinni í pílukasti. vísir/getty Fallon Sherrock var hársbreidd frá því að vinna sögulegan sigur í sínum fyrsta leik í úrvalsdeildinni í pílukasti í Nottingham í gær. Sherrock sló í gegn á HM í pílukasti í desember þar sem hún varð fyrsta konan til að vinna leik. Hún vann fyrstu tvo leiki sína á HM en féll úr leik í 3. umferð.Vegna frammistöðunnar á HM var Sherrock boðið að keppa í úrvalsdeildinni í pílukasti. Þar mæta fremstu pílukastarar heims svokölluðum „áskorendum“. Sherrock var nálægt því að verða fyrsti áskorandinn til að vinna leik í úrvalsdeildinni og fyrsta konan til að ná þeim áfanga þegar hún mætti Glen Durrant í gær. Sherrock var í góðri stöðu en Durrant tryggði sér jafntefli með því að taka út 70. Leikar fóru 6-6. IT'S A DRAW!!! Great resolve from Glen Durrant to force the draw from 6-4 down, but it's still a brilliant performance from Fallon Sherrock on her Premier League Challenger appearance! History denied, but a great game here in Nottingham! pic.twitter.com/QH42bV5WBe— PDC Darts (@OfficialPDC) February 13, 2020 Eftir leikinn hrósaði Durrant, sem er númer 22 á heimslistanum, Sherrock í hástert. „Þetta var mikil áskorun og Fallon á allt hrós skilið. Síðustu mánuðir hafa verið ótrúlegir hjá henni. Þetta er minn erfiðasti leikur á ferlinum,“ sagði Durrant sem komst í átta manna úrslit á HM og varð BDO-heimsmeistari þrjú ár í röð (2017-19). Þrír af fimm leikjum gærdagsins í úrvalsdeildinni enduðu með jafntefli. Heimsmeistarinn Peter „Snakebite“ Wright gerði m.a. jafntefli við Gary Anderson, 6-6. Pílukast Tengdar fréttir Sherrock fyrsta konan sem er boðið að keppa í úrvalsdeildinni í pílukasti Fallon Sherrock heldur áfram að fá tækifæri vegna sögulegs árangurs á heimsmeistaramótinu í pílukasti. 2. janúar 2020 12:00 Fallon Sherrock: „Allt hatrið gerir mig enn ákveðnari“ Hin 25 ára gamla Fallon Sherrock skaust svo sannarlega upp á stjörnuhimininn er hún varð fyrsta konan til að vinna leik á HM í pílu sem fram fór í Alexandra Palace í London frá 13. desember 2019 til 1. janúar 2020. 12. febrúar 2020 10:30 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira
Fallon Sherrock var hársbreidd frá því að vinna sögulegan sigur í sínum fyrsta leik í úrvalsdeildinni í pílukasti í Nottingham í gær. Sherrock sló í gegn á HM í pílukasti í desember þar sem hún varð fyrsta konan til að vinna leik. Hún vann fyrstu tvo leiki sína á HM en féll úr leik í 3. umferð.Vegna frammistöðunnar á HM var Sherrock boðið að keppa í úrvalsdeildinni í pílukasti. Þar mæta fremstu pílukastarar heims svokölluðum „áskorendum“. Sherrock var nálægt því að verða fyrsti áskorandinn til að vinna leik í úrvalsdeildinni og fyrsta konan til að ná þeim áfanga þegar hún mætti Glen Durrant í gær. Sherrock var í góðri stöðu en Durrant tryggði sér jafntefli með því að taka út 70. Leikar fóru 6-6. IT'S A DRAW!!! Great resolve from Glen Durrant to force the draw from 6-4 down, but it's still a brilliant performance from Fallon Sherrock on her Premier League Challenger appearance! History denied, but a great game here in Nottingham! pic.twitter.com/QH42bV5WBe— PDC Darts (@OfficialPDC) February 13, 2020 Eftir leikinn hrósaði Durrant, sem er númer 22 á heimslistanum, Sherrock í hástert. „Þetta var mikil áskorun og Fallon á allt hrós skilið. Síðustu mánuðir hafa verið ótrúlegir hjá henni. Þetta er minn erfiðasti leikur á ferlinum,“ sagði Durrant sem komst í átta manna úrslit á HM og varð BDO-heimsmeistari þrjú ár í röð (2017-19). Þrír af fimm leikjum gærdagsins í úrvalsdeildinni enduðu með jafntefli. Heimsmeistarinn Peter „Snakebite“ Wright gerði m.a. jafntefli við Gary Anderson, 6-6.
Pílukast Tengdar fréttir Sherrock fyrsta konan sem er boðið að keppa í úrvalsdeildinni í pílukasti Fallon Sherrock heldur áfram að fá tækifæri vegna sögulegs árangurs á heimsmeistaramótinu í pílukasti. 2. janúar 2020 12:00 Fallon Sherrock: „Allt hatrið gerir mig enn ákveðnari“ Hin 25 ára gamla Fallon Sherrock skaust svo sannarlega upp á stjörnuhimininn er hún varð fyrsta konan til að vinna leik á HM í pílu sem fram fór í Alexandra Palace í London frá 13. desember 2019 til 1. janúar 2020. 12. febrúar 2020 10:30 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira
Sherrock fyrsta konan sem er boðið að keppa í úrvalsdeildinni í pílukasti Fallon Sherrock heldur áfram að fá tækifæri vegna sögulegs árangurs á heimsmeistaramótinu í pílukasti. 2. janúar 2020 12:00
Fallon Sherrock: „Allt hatrið gerir mig enn ákveðnari“ Hin 25 ára gamla Fallon Sherrock skaust svo sannarlega upp á stjörnuhimininn er hún varð fyrsta konan til að vinna leik á HM í pílu sem fram fór í Alexandra Palace í London frá 13. desember 2019 til 1. janúar 2020. 12. febrúar 2020 10:30