Tiger Woods keppti í golfi í Kaliforníu í gær og tölurnar hans Kobe Bryant komu strax upp í fyrsta pútti. Einhverjir vilja meina að það sé engin tilviljun.
Tiger setti þá niður pútt fyrir erni á fyrstu holu af 24 feta og 8 þumlunga færi. Kobe spilaði í treyjum númer 24 og 8 á sínum ferli.
„Þetta er skrýtið. Ég vissi ekki að þetta hefði verið lengdin á púttinu,“ sagði Tiger.
Tiger’s Kobe tribute.
— PGA TOUR (@PGATOUR) February 14, 2020
Brooks' "cute" bomb.
Rory’s eagles.
It’s all in The Takeaway. pic.twitter.com/SnCnl3Yqcw
Kobe var minnst víða á vellinum í gær á Genesis-boðsmótinu en á áttundu holu var teigurinn merktur „Mamba“ og flaggið á holunni var Lakers-treyja með númerinu átta.
„Þetta slys er svo hörmulegur atburður. Það sem ég elskaði mest við Kobe var eldurinn í honum og viljinn til að vinna. Hann var stórkostlegur,“ sagði Tiger en hann er mikill aðdáandi Lakers.