Dani Ceballos fór ekki í Liverpool út af Jürgen Klopp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2020 16:15 Dani Ceballos í baráttunni við Sadio Mane í leik gegn Liverpool. Getty/Chloe Knott Dani Ceballos fór á láni frá Real Madrid til Arsenal en hann hefði líka getað farið til Liverpool. Ceballos hafði hins vegar ekki áhuga á því vegna knattspyrnustjórans Jürgens Klopp. Dani Ceballos vildi frekar spila fyrir Unai Emery en fyrir Jürgen Klopp. Ceballos byrjaði vel hjá Arsenal en tognaði síðan aftan í læri. Það fór svo að Unai Emery var rekinn og Mikel Arteta tók við sem voru ekki góðar fréttir fyrir spænska miðjumanninn. "Klopp is a great coach but you have to look at the playing philosophy of each team."https://t.co/ERt8m0Yg6q— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) February 12, 2020 Hann hefur aðeins fengið eitt tækifæri hjá Mikel Arteta en það var í 2-1 sigri á Bournemouth í enska bikarnum. „Það fyllir mann stolti að vita af því að lið eins og Liverpool vilji fá þig en ég vildi fara til Arsenal af því að Emery tók í hendina á mér og sagði mér að ég myndi passa vel inn í Arsenal-liðið,“ sagði Dani Ceballos. Dani Ceballos lagði upp tvö mörk í fyrsta byrjunarliðsleiknum sínum með Arsenal en hefur ekki átt þátt í marki eftir það. Hann var ónotaður varamaður í síðustu þremur deildarleikjum Arsenal fyrir vetrarfríið. "Right now, I wouldn't fit in at Liverpool very well" Dani Ceballos claims to have rejected a move to Anfield— Goal News (@GoalNews) February 12, 2020 Frá því að Dani Ceballos tók þessa ákvörðun hefur Liverpool liðið unnið Ofurbikar Evrópu, heimsmeistarakeppni félagslið og er svo gott sem búið að tryggja sér enska meistaratitilinn. „Klopp er frábær þjálfari en þú verður að skoða leikstíl liðsins. Eins og staðan er núna þá passa leikmaður eins og ég er ekki inn í leikstíl Livrpool. Þegar þú ert orðaður við eitt besta liðið sýnir þér samt að þú ert að gera eitthvað rétt,“ sagði Ceballos. Dani Ceballos er nú í æfingaferð með Arsenal í Dúbaí og að reyna að sanna sig fyrir nýja knattspyrnustjóranum hjá Arsenal. Næsti leikur liðsins er á móti Newcastle á sunnudaginn. Enski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti McGregor sakaður um nauðgun Sport Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Sjá meira
Dani Ceballos fór á láni frá Real Madrid til Arsenal en hann hefði líka getað farið til Liverpool. Ceballos hafði hins vegar ekki áhuga á því vegna knattspyrnustjórans Jürgens Klopp. Dani Ceballos vildi frekar spila fyrir Unai Emery en fyrir Jürgen Klopp. Ceballos byrjaði vel hjá Arsenal en tognaði síðan aftan í læri. Það fór svo að Unai Emery var rekinn og Mikel Arteta tók við sem voru ekki góðar fréttir fyrir spænska miðjumanninn. "Klopp is a great coach but you have to look at the playing philosophy of each team."https://t.co/ERt8m0Yg6q— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) February 12, 2020 Hann hefur aðeins fengið eitt tækifæri hjá Mikel Arteta en það var í 2-1 sigri á Bournemouth í enska bikarnum. „Það fyllir mann stolti að vita af því að lið eins og Liverpool vilji fá þig en ég vildi fara til Arsenal af því að Emery tók í hendina á mér og sagði mér að ég myndi passa vel inn í Arsenal-liðið,“ sagði Dani Ceballos. Dani Ceballos lagði upp tvö mörk í fyrsta byrjunarliðsleiknum sínum með Arsenal en hefur ekki átt þátt í marki eftir það. Hann var ónotaður varamaður í síðustu þremur deildarleikjum Arsenal fyrir vetrarfríið. "Right now, I wouldn't fit in at Liverpool very well" Dani Ceballos claims to have rejected a move to Anfield— Goal News (@GoalNews) February 12, 2020 Frá því að Dani Ceballos tók þessa ákvörðun hefur Liverpool liðið unnið Ofurbikar Evrópu, heimsmeistarakeppni félagslið og er svo gott sem búið að tryggja sér enska meistaratitilinn. „Klopp er frábær þjálfari en þú verður að skoða leikstíl liðsins. Eins og staðan er núna þá passa leikmaður eins og ég er ekki inn í leikstíl Livrpool. Þegar þú ert orðaður við eitt besta liðið sýnir þér samt að þú ert að gera eitthvað rétt,“ sagði Ceballos. Dani Ceballos er nú í æfingaferð með Arsenal í Dúbaí og að reyna að sanna sig fyrir nýja knattspyrnustjóranum hjá Arsenal. Næsti leikur liðsins er á móti Newcastle á sunnudaginn.
Enski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti McGregor sakaður um nauðgun Sport Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Sjá meira