Formaður SI segir ruðningsáhrif af lokun Isal verða gríðarleg Heimir Már Pétursson skrifar 13. febrúar 2020 13:00 Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI. Vísir/Vilhelm Formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði segir stöðuna hjá Isal grafalvarlega og óttast um hag starfsmannanna. Það yrði mikið högg fyrir þá og bæjarfélagið hætti fyrirtækið starfsemi. Formaður Samtaka iðnaðarins segir að lokun Isal myndi hafa gríðarleg áhrif á fjölmörg önnur fyrirtæki og starfsmenn þeirra. Drög að kjarasamningi við starfsfólk Isal hafa legið fyrir tilbúin til undirritunar frá því hinn 24. janúar. Kolbeinn Gunnarsson formaður verkalýðsfélagsins Hlífar segir að stjórn Isal hafi yfirleitt gengið frá kjarasamningi við félögin í Straumsvík. Það hafi hins vegar ekki gerst núna. „Þá þurfti að fá heimild frá Rio Tinto. Okkur fannst það svolítið skrýtið. Við höfum aldrei lent í slíkri samningagerð áður, að upplifa að menn sem sitja á móti okkur og eru að semja eru svo samningslausir, eða hafa ekki umboð til að ganga frá kjarasamningi þegar kemur að enda,“ segir Kolbeinn. Samningsdrögin séu í samræmi við lífskjarasamningana og ekki komi til greina að semja um minni launalækkanir en þar sé kveðið á um. „Ég held að það sé engin staða til þess. Vegna þess að við sátum raunverulega eftir í síðustu samningum, eftir miðlunartillöguna sem var lögð fram árið 2015. Ég held að það væri enginn vilji til að fara að gefa eitthvað meira eftir en almennt er samið um í samfélaginu,“ segir formaður Hlífar. Ef verksmiðjan loki yrði það mikið högg fyrir um 500 starfsmenn og Hafnarfjarðarbæ. Undir þetta tekur Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Samtaka iðnaðarins. „Það er ekki bara það að Isal sé eitt af okkar stærstu og öflugustu félögum innan Samtaka iðnaðarins. Heldur er einnig gríðarlegur fjöldi annarra félagsmanna okkar sem hefur lifibrauð sitt af fyrirtækinu og hefur haft í áratugi,“ segir Guðrún. Ruðningsáhrifin yrðu gríðarleg en áætla megi að rúmlega 1.200 manns hafi atvinnu utan veggja álversins af starfsemi sem tengist því. Þá sé útflutningsverðmæti Isal um 60 milljarðar króna á ári. „Það yrði einnig gríðarlegt högg fyrir Landsvirkjun í raforkusölu. Þeir myndu ekki koma því rafmagni svo auðveldlega í vinnslu aftur,“ segir formaður Samtaka iðnaðarins. Eftir hrun hafi erlend fjárfesting forðast Ísland eins og heitan eldinn. „Þá var það Isal sem hafði trú á Íslandi og kom hér inn með fjárfestingu upp á 60 milljarða. Þeir stóðu þá með Íslandi og ég spyr ætlar Ísland þá að standa með Isal þegar gefur ár bátinn hjá þeim,“ spyr Guðrún Hafsteinsdóttir. Hafnarfjörður Kjaramál Stóriðja Vinnumarkaður Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði segir stöðuna hjá Isal grafalvarlega og óttast um hag starfsmannanna. Það yrði mikið högg fyrir þá og bæjarfélagið hætti fyrirtækið starfsemi. Formaður Samtaka iðnaðarins segir að lokun Isal myndi hafa gríðarleg áhrif á fjölmörg önnur fyrirtæki og starfsmenn þeirra. Drög að kjarasamningi við starfsfólk Isal hafa legið fyrir tilbúin til undirritunar frá því hinn 24. janúar. Kolbeinn Gunnarsson formaður verkalýðsfélagsins Hlífar segir að stjórn Isal hafi yfirleitt gengið frá kjarasamningi við félögin í Straumsvík. Það hafi hins vegar ekki gerst núna. „Þá þurfti að fá heimild frá Rio Tinto. Okkur fannst það svolítið skrýtið. Við höfum aldrei lent í slíkri samningagerð áður, að upplifa að menn sem sitja á móti okkur og eru að semja eru svo samningslausir, eða hafa ekki umboð til að ganga frá kjarasamningi þegar kemur að enda,“ segir Kolbeinn. Samningsdrögin séu í samræmi við lífskjarasamningana og ekki komi til greina að semja um minni launalækkanir en þar sé kveðið á um. „Ég held að það sé engin staða til þess. Vegna þess að við sátum raunverulega eftir í síðustu samningum, eftir miðlunartillöguna sem var lögð fram árið 2015. Ég held að það væri enginn vilji til að fara að gefa eitthvað meira eftir en almennt er samið um í samfélaginu,“ segir formaður Hlífar. Ef verksmiðjan loki yrði það mikið högg fyrir um 500 starfsmenn og Hafnarfjarðarbæ. Undir þetta tekur Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Samtaka iðnaðarins. „Það er ekki bara það að Isal sé eitt af okkar stærstu og öflugustu félögum innan Samtaka iðnaðarins. Heldur er einnig gríðarlegur fjöldi annarra félagsmanna okkar sem hefur lifibrauð sitt af fyrirtækinu og hefur haft í áratugi,“ segir Guðrún. Ruðningsáhrifin yrðu gríðarleg en áætla megi að rúmlega 1.200 manns hafi atvinnu utan veggja álversins af starfsemi sem tengist því. Þá sé útflutningsverðmæti Isal um 60 milljarðar króna á ári. „Það yrði einnig gríðarlegt högg fyrir Landsvirkjun í raforkusölu. Þeir myndu ekki koma því rafmagni svo auðveldlega í vinnslu aftur,“ segir formaður Samtaka iðnaðarins. Eftir hrun hafi erlend fjárfesting forðast Ísland eins og heitan eldinn. „Þá var það Isal sem hafði trú á Íslandi og kom hér inn með fjárfestingu upp á 60 milljarða. Þeir stóðu þá með Íslandi og ég spyr ætlar Ísland þá að standa með Isal þegar gefur ár bátinn hjá þeim,“ spyr Guðrún Hafsteinsdóttir.
Hafnarfjörður Kjaramál Stóriðja Vinnumarkaður Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira