Fyrsta tilkynningin frá Iceland Airwaves Stefán Árni Pálsson skrifar 13. febrúar 2020 12:00 Alltaf mikið stuð á Airwaves. Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves snýr aftur 4. - 7. nóvember næstkomandi og er komin út fyrsta tilkynning frá forsvarsmönnum hátíðarinnar. Iceland Airwaves er árleg uppskeruhátíð íslenskrar tónlistar þar sem rótgrónar íslenskar og erlendar hljómsveitir koma fram ásamt nýjum íslenskum listamönnum og úrvali af ferskustu erlendum böndum heims, frá öllum heimshornum. Alþjóðlegu listamennirnir sem koma fram í ár eru meðal annars hin ástralska Courtney Barnett sem kemur fram tvö kvöld í Fríkirkjunni, ein á sviði. Black Pumas eru eitt heitasta nafnið í dag og hafa selt upp túrinn sinn víðsvegar um Evrópu og Bandaríkin og hlutu tilnefningu til Grammy verðlauna sem besta nýja hljómsveitin. Breska bandið Metronomy hefur verið vinsælt í rúman áratug og eru þekkt fyrir að vera einir skemmtilegustu flytjendurnir í dag. Íslensku böndin í ár eru meðal annars Eurosonic MME verðlaunahafarnir Daughters of Reykjavik, Benni Hemm Hemm kemur fram í fyrsta sinn í mörg ár og einnig Sin Fang. Júníus Meyvant kemur tvisvar sinnum fram á hátíðinni, annars vegar með hljómsveitinni sinni og hins vegar einn á sviði. Indí rokkið verður fyrirferðamikið hátíðinni í ár en böndin Squid, Dry Cleaning, The Murder Capital, BSÍ og Pale Moon eru öll á hraðri uppleið hér- og erlendis. Framtíðarpoppið mætir líka en K.óla, , Kiryama Family, Tami T, gugusar, Dorian Electra og Lynks Afrikka koma fram. Elton John sjálfur segir að Lynks Afrikka sé eitt besta bandið ársins 2020, Tami T hefur lengi unnið og túrað með Fever Ray og gugusar er ein yngsta og efnilegasta raftónlistarkona Íslands. Hér að neðan má sjá þá listamenn sem kynntir voru inn á hátíðina í dag: ADHD // Andavald // Andy Svarthol // Benni Hemm Hemm // Black Pumas (US) // BSÍ // Chlobocop (UK) // Courtney Barnett (solo) (AU) // Daughters of Reykjavík // dj. flugvél og geimskip // Dorian Electra (US) // Dry Cleaning (UK) // Erika de Casier (DK) // GRÓA // gugusar // Halldór Eldjárn // Júníus Meyvant // Kiriyama Family // K.óla // Krummi // Lynks Afrikka (UK) // Metronomy (UK) // MSEA // Myrkvi // omotrack // Oyama // Pale Moon // Sólveig Matthildur // S.hel // Sin Fang // Sinmara // Squid (UK) // Tami T (DE) // The Murder Capital (IE) Airwaves Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves snýr aftur 4. - 7. nóvember næstkomandi og er komin út fyrsta tilkynning frá forsvarsmönnum hátíðarinnar. Iceland Airwaves er árleg uppskeruhátíð íslenskrar tónlistar þar sem rótgrónar íslenskar og erlendar hljómsveitir koma fram ásamt nýjum íslenskum listamönnum og úrvali af ferskustu erlendum böndum heims, frá öllum heimshornum. Alþjóðlegu listamennirnir sem koma fram í ár eru meðal annars hin ástralska Courtney Barnett sem kemur fram tvö kvöld í Fríkirkjunni, ein á sviði. Black Pumas eru eitt heitasta nafnið í dag og hafa selt upp túrinn sinn víðsvegar um Evrópu og Bandaríkin og hlutu tilnefningu til Grammy verðlauna sem besta nýja hljómsveitin. Breska bandið Metronomy hefur verið vinsælt í rúman áratug og eru þekkt fyrir að vera einir skemmtilegustu flytjendurnir í dag. Íslensku böndin í ár eru meðal annars Eurosonic MME verðlaunahafarnir Daughters of Reykjavik, Benni Hemm Hemm kemur fram í fyrsta sinn í mörg ár og einnig Sin Fang. Júníus Meyvant kemur tvisvar sinnum fram á hátíðinni, annars vegar með hljómsveitinni sinni og hins vegar einn á sviði. Indí rokkið verður fyrirferðamikið hátíðinni í ár en böndin Squid, Dry Cleaning, The Murder Capital, BSÍ og Pale Moon eru öll á hraðri uppleið hér- og erlendis. Framtíðarpoppið mætir líka en K.óla, , Kiryama Family, Tami T, gugusar, Dorian Electra og Lynks Afrikka koma fram. Elton John sjálfur segir að Lynks Afrikka sé eitt besta bandið ársins 2020, Tami T hefur lengi unnið og túrað með Fever Ray og gugusar er ein yngsta og efnilegasta raftónlistarkona Íslands. Hér að neðan má sjá þá listamenn sem kynntir voru inn á hátíðina í dag: ADHD // Andavald // Andy Svarthol // Benni Hemm Hemm // Black Pumas (US) // BSÍ // Chlobocop (UK) // Courtney Barnett (solo) (AU) // Daughters of Reykjavík // dj. flugvél og geimskip // Dorian Electra (US) // Dry Cleaning (UK) // Erika de Casier (DK) // GRÓA // gugusar // Halldór Eldjárn // Júníus Meyvant // Kiriyama Family // K.óla // Krummi // Lynks Afrikka (UK) // Metronomy (UK) // MSEA // Myrkvi // omotrack // Oyama // Pale Moon // Sólveig Matthildur // S.hel // Sin Fang // Sinmara // Squid (UK) // Tami T (DE) // The Murder Capital (IE)
Airwaves Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira