Daníel um úrskurð aganefndar: Opnar hættulegar dyr Ísak Hallmundarson skrifar 12. febrúar 2020 20:06 Daníel Guðni Guðmundsson er kominn með Grindavík í bikarúrslitaleik. vísir/bára Grindavík sigraði Fjölni í undanúrslitum Geysis-bikarsins í skemmtilegum körfuboltaleik í kvöld. Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur var til viðtals eftir leik. Hann ræddi um leikinn og var sáttur með sigur sinna manna, en hann er ekki eins sáttur við úrskurð aganefndar KKÍ á hendur Seth LeDay. „Við ætluðum auðvitað að sigra leikinn en ég var ekki ánægður með okkur í fyrri hálfleik, þeir voru í rauninni að spila stórkostlega vel í fyrri hálfleik, hitta 10 þristum, við náum reyndar að loka á tveggja stiga körfurnar en náðum aldeilis ekki að loka fyrir utan og þeir hittu rosalega vel. En við gerðum smá áhlaup síðan um miðjan þriðja leikhluta og það sem við höfðum talað um í hálfleik gekk upp, sem er ánægjulegt.“ Nýting Fjölnis fyrir utan þriggja stiga línuna var ótrúleg í fyrri hálfleik, þeir hittu úr 10 af 16 skotum sínum fyrir utan. Daníel segist hafa búist við því að það myndi ekki halda áfram allan leikinn: „Við töluðum auðvitað um það í hálfleik að þeir myndu ekki vera að skora svona allan leikinn en maður veit aldrei, við bjuggumst við að þeir myndu fara að minnka þessa hittni sína og fjórði leikhlutinn hjá okkur var bara gríðarlega sterkur í vörn og sókn.“ Daníel var mjög ánægður með marga af sínum leikmönnum í kvöld: „Valdas og Seth voru stórkostlegir, Breki var stórkostlegur þegar hann kom inn á, rífa niður fráköst og gera allt sem kannski fólk er ekki þannig séð að taka eftir. Við vorum bara mjög sterkir á svellinu sérstaklega í seinni hálfleik. Við héldum alltaf áfram og þegar á reyndi sýndum við þrautseigju og það skilaði okkur í sigri og í leiðinni í úrslitin.“ Daníel segist ekki hafa neinn draumamótherja fyrir úrslitaleikinn á laugardaginn: „Þetta eru bæði gríðarlega sterk lið og það gildir einu hverjum við mætum. Þetta verður hörkuleikur, bæði lið með frábæra erlenda leikmenn, frábæra íslenska leikmenn, frábæra þjálfara, ég get ekki verið að velja á milli þar. Það verður bara fróðlegt að sjá.“ Grindavík fékk góðan stuðning í stúkunni í kvöld. „Ég er mjög glaður að fólk sá sér fært að mæta í dag og styðja við bakið á okkur. Það verður ekki vanþörf á því á laugardaginn. Við þurfum alla 3000+ bæjarbúana til að koma á leikinn og þeir sem hafa flutt til Reykjavíkur þurfa að koma líka.“ Daníel var að lokum spurður út í kæru Stjörnunnar á Seth Le Day, en hann verður ekki með í úrslitaleiknum á laugardaginn þar sem aganefnd KKÍ úrskurðaði hann í eins leiks bann eftir viðskipti hans við Kyle Johnson leikmann Stjörnunnar. Seth sló í hnakkann á honum meðan boltinn var fjarri. „Þetta er auðvitað mjög leiðinlegt. Það var auðvitað heimskulegt hjá honum að bregðast svona við en mér finnst bara svo galið að þegar maður horfir til baka á marga leiki í vetur sem hafa verið skoðaðir á video og eitthvað svona og ekkert verið dæmt í bann, fyrir verri brot en þetta. Ég er ekki að afsaka brotið en það er endalaust hægt að tína til og það sem er kannski hættulegast í þessu samhengi er það að núna er KKÍ aganefndin að draga úr trausti á dómurum, draga úr trausti leikmanna og þjálfara, því núna er hægt að véfengja alla dóma, til dæmis hér í kvöld, í bikarúrslitunum og í úrslitaeinvíginu, því að þeir sáu þetta í leiknum og ákváðu að aðhafast ekki neitt, en samt sem áður þeir sáu þetta og þeim er ekki treyst til að taka þessa ákvörðun á vellinum, bíða eftir einhverri kæru sem kemur frá Stjörnunni en ekki einu sinni upphaflega frá dómurum leiksins, síðan er horft á þetta aftur í einhverju ýktu slow-motioni og þá sáu menn að þetta var kannski eitthvað hættulegra en þeir héldu fyrst.“ „Þetta á eftir að verða Pandoru-box fyrir lið, þjálfara, leikmenn, stjórnir að það er hægt að finna hvað sem er í körfuboltaleik, olnbogaskot, hrindingar, sem er jafnvel partur af leiknum svo er dæmt og við treystum dómurum til að dæma í leiknum, en ef ekkert er dæmt er línan kannski svoleiðis að það á að breyta dómum hvað eftir annað eftir hverja umferð. Þetta opnar bara hættulegar dyr og mér finnst það bara drulluleiðinlegt, ég er mjög pirraður yfir þessu.“ Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Sjá meira
Grindavík sigraði Fjölni í undanúrslitum Geysis-bikarsins í skemmtilegum körfuboltaleik í kvöld. Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur var til viðtals eftir leik. Hann ræddi um leikinn og var sáttur með sigur sinna manna, en hann er ekki eins sáttur við úrskurð aganefndar KKÍ á hendur Seth LeDay. „Við ætluðum auðvitað að sigra leikinn en ég var ekki ánægður með okkur í fyrri hálfleik, þeir voru í rauninni að spila stórkostlega vel í fyrri hálfleik, hitta 10 þristum, við náum reyndar að loka á tveggja stiga körfurnar en náðum aldeilis ekki að loka fyrir utan og þeir hittu rosalega vel. En við gerðum smá áhlaup síðan um miðjan þriðja leikhluta og það sem við höfðum talað um í hálfleik gekk upp, sem er ánægjulegt.“ Nýting Fjölnis fyrir utan þriggja stiga línuna var ótrúleg í fyrri hálfleik, þeir hittu úr 10 af 16 skotum sínum fyrir utan. Daníel segist hafa búist við því að það myndi ekki halda áfram allan leikinn: „Við töluðum auðvitað um það í hálfleik að þeir myndu ekki vera að skora svona allan leikinn en maður veit aldrei, við bjuggumst við að þeir myndu fara að minnka þessa hittni sína og fjórði leikhlutinn hjá okkur var bara gríðarlega sterkur í vörn og sókn.“ Daníel var mjög ánægður með marga af sínum leikmönnum í kvöld: „Valdas og Seth voru stórkostlegir, Breki var stórkostlegur þegar hann kom inn á, rífa niður fráköst og gera allt sem kannski fólk er ekki þannig séð að taka eftir. Við vorum bara mjög sterkir á svellinu sérstaklega í seinni hálfleik. Við héldum alltaf áfram og þegar á reyndi sýndum við þrautseigju og það skilaði okkur í sigri og í leiðinni í úrslitin.“ Daníel segist ekki hafa neinn draumamótherja fyrir úrslitaleikinn á laugardaginn: „Þetta eru bæði gríðarlega sterk lið og það gildir einu hverjum við mætum. Þetta verður hörkuleikur, bæði lið með frábæra erlenda leikmenn, frábæra íslenska leikmenn, frábæra þjálfara, ég get ekki verið að velja á milli þar. Það verður bara fróðlegt að sjá.“ Grindavík fékk góðan stuðning í stúkunni í kvöld. „Ég er mjög glaður að fólk sá sér fært að mæta í dag og styðja við bakið á okkur. Það verður ekki vanþörf á því á laugardaginn. Við þurfum alla 3000+ bæjarbúana til að koma á leikinn og þeir sem hafa flutt til Reykjavíkur þurfa að koma líka.“ Daníel var að lokum spurður út í kæru Stjörnunnar á Seth Le Day, en hann verður ekki með í úrslitaleiknum á laugardaginn þar sem aganefnd KKÍ úrskurðaði hann í eins leiks bann eftir viðskipti hans við Kyle Johnson leikmann Stjörnunnar. Seth sló í hnakkann á honum meðan boltinn var fjarri. „Þetta er auðvitað mjög leiðinlegt. Það var auðvitað heimskulegt hjá honum að bregðast svona við en mér finnst bara svo galið að þegar maður horfir til baka á marga leiki í vetur sem hafa verið skoðaðir á video og eitthvað svona og ekkert verið dæmt í bann, fyrir verri brot en þetta. Ég er ekki að afsaka brotið en það er endalaust hægt að tína til og það sem er kannski hættulegast í þessu samhengi er það að núna er KKÍ aganefndin að draga úr trausti á dómurum, draga úr trausti leikmanna og þjálfara, því núna er hægt að véfengja alla dóma, til dæmis hér í kvöld, í bikarúrslitunum og í úrslitaeinvíginu, því að þeir sáu þetta í leiknum og ákváðu að aðhafast ekki neitt, en samt sem áður þeir sáu þetta og þeim er ekki treyst til að taka þessa ákvörðun á vellinum, bíða eftir einhverri kæru sem kemur frá Stjörnunni en ekki einu sinni upphaflega frá dómurum leiksins, síðan er horft á þetta aftur í einhverju ýktu slow-motioni og þá sáu menn að þetta var kannski eitthvað hættulegra en þeir héldu fyrst.“ „Þetta á eftir að verða Pandoru-box fyrir lið, þjálfara, leikmenn, stjórnir að það er hægt að finna hvað sem er í körfuboltaleik, olnbogaskot, hrindingar, sem er jafnvel partur af leiknum svo er dæmt og við treystum dómurum til að dæma í leiknum, en ef ekkert er dæmt er línan kannski svoleiðis að það á að breyta dómum hvað eftir annað eftir hverja umferð. Þetta opnar bara hættulegar dyr og mér finnst það bara drulluleiðinlegt, ég er mjög pirraður yfir þessu.“
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti